Rafael talar ekki um að fá sendan link heldur biður kurteislega um að fá krækjuna senda. Á ritvellinum verður honum heldur ekki á einsog sjá má á Laxdælu þeirri sem búið er að snara yfir á spænsku. Og hvað er þá hægt að segja um þýðinguna á ljóðabálknum Blóðhófnir þar sem Gerður Kristný sökkti öngli í vorstillt vatn og sólin kveikti glit í gárum? Hvernig fór hann að því að koma þessu sómasamlega upp á spænskuna?
Ja, kannski eru einhver brögð í tafli en tíðindamaður komst að því að íslenskuferill Rafaels hófst eimitt hjá Sæmundi í Sorbonne en við slíkar aðstæður geta galdrar gerst eins og við Íslendingar þekkjum. En kannski er þessi skarpa innsýn hans ávöxtur þess dálætis sem hann hefur á tungu vorri, bókmenntum og þjóð. Svo römm er ást hans á Íslandi að hann dýrkar meira að segja skammdegisnóttina.
Í íslenskunámi hjá Sæmundi í Sorbonne
Íslenska er …
Athugasemdir (1)