Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Annað og hærra tilverustig

Tón­list­arrýn­ir­inn Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir brá sér á sum­ar­tón­leika í Skál­holti og upp­lifði nýj­ar vídd­ir.

Annað og hærra tilverustig
Nýjar víddir „Það verður að segjast yað flutningurinn á verkinu var veisla frá upphafi til enda."
Tónlist

Sum­ar­tón­leik­ar í Skál­holti

Niðurstaða:

Ótrúlega fallegt verk þar sem einsöngvarar eru paraðir smekklega með mismunandi hljóðfærum.

Verk eftir Jan Dismas Zelenka

Einsöngvarar: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran, David Erler, kontratenór, Benedikt Kristjánsson, tenór, Oddur Arnþór Jónsson, bass

Aðrir söngvarar: María Konráðsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran, Kristín Sveinsdóttir, alt, Eggert Reginn Kjartansson, tenór, Bjarmi Hreinsson, bassi, Barokkbandið Brák

Stjórnandi: Jana Semerádová

Gefðu umsögn

Jan Dismas Zelenka fæddist í Bæheimi árið 1679 og var uppi til ársins 1745. Hann stundaði tónlistarnám í Jesúítaskólanum í Clementinum í Prag og einnig í Vínarborg, m.a. hjá Johann Josef Fux, en starfsævi sinni varði hann að mestu við hirðhljómsveitina Dresden þangað sem hann flutti 1711 og þar sem hann lék á violone, fyrirrennara kontrabassans. Arfleifð Zelenka er rúmlega 200 tónverk, meirihluti þeirra af trúarlegum toga samin mörg hver fyrir kaþólsku hirðkirkjuna í Dresden.

Vitað er að Bach hélt mikið upp á Zelenka og tónlist hans og hittust þeir a.m.k. einu sinni þegar Bach heimsótti Dresden árið 1736. Eins og gerist þá fellur á annað meðan hitt er pússað og það gerðist með tónlist þeirra félaga en lítið fór fyrir verkum Zelenka þar til hin öfluga barokk-endurvakning hófst fyrir nokkrum áratugum.

Enn eru að finnast handrit af óþekktum verkum eða verkum sem vitað var að samin hefðu verið en talin glötuð að eilífu og svo er með ýmis verk Zelenka. Eitt slíkt handrit fannst í fyrra og það voru Kjartan Óskarsson og Jóhannes Ágústsson, sem varið hafa löngum stundum við rannsóknir á gömlum handritum, sem fundu nítjándu aldrar handrit af einu verki Zelenka, sem talið var að væri glatað, nema fyrsti þátturinn sem varðveittur er í Dresden.

Ánægjulegt að verkið sé komið í umferð

Verkið sem um ræðir er Statio Quadruples Pro Processione Theophonica, eða Fjórar stöðvar fyrir helgigöngu með trúarsöngvum, og var það fyrsta verkið á efnisskrá tónleikanna í Skálholti þann 9. júlí. Verkið er skrifað fyrir átta söngvara og fylgirödd eða orgel, selló og kontrabassa eða þannig hljómaði það á tónleikunum. Þetta var magnað upphaf og var stórkostlegt að hlýða á raddirnar átta (allir ofantaldir söngvarar nema Álfheiður Erla) feta sig af öryggi  í gegnum krefjandi, kontrapunktískt verkið með sjálfstæði raddanna að leiðarljósi án þess þó að nokkurn tímann yrði það að einhverri kakófóníu sem segir ýmislegt um hæfileika Zelenka og sömuleiðis söngvaranna.

Það er ánægjulegt að þetta verk sé nú komið í umferð og eflaust eiga margir fleiri flytjendur og áheyrendur eftir að taka því fagnandi. 

Veisla frá upphafi til enda

Verkið sem hljómaði þar á eftir var allt annars eðlis, Immisit Dominus Pestilentiam, páskakantata í níu þáttum frá árinu 1709 fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Ótrúlega fallegt verk þar sem einsöngvarar eru paraðir smekklega með mismunandi hljóðfærum. Í þættinum Recordare, Domine kallaðist þýski kontratenórinn David Erler á við víólu og chalumeau, sem er fyrirrennari nútíma klarinettu og var faglega leikið á af Kjartani Óskarssyni. Í Orate pro me, lacrimae, söng Álfheiður Erla á móti flautu, sem stjórnandinn Jana Semerádová lék á og í Parcite boni angeli söng Benedikt með fiðlum. Oddur Arnþór átti fallegt recitativo og einnig dúett með David Erler (Clamate, guttae sanguinis). Á milli hljómuðu kröftugir og fallegir kórkaflar en einsöngvararnir sungu kórparta þegar þeir voru ekki í einsöngshlutverkinu.

Það verður að segjast að flutningurinn á verkinu var veisla frá upphafi til enda.

Einsöngvararnir allir voru dásamlegir, kórinn fylltur og fallegur og hljómsveitin örugg og hlý. Stjórnandinn Jana Semerádová er á heimavelli hvað viðkemur tónlist landa síns, enda hefur hún hljóðritað verk hans með hljómsveit sinni, Collegium Marianum, m.a. þessa páskamessu, þar sem kontratenórinn Erler kemur einnig við sögu. Það var unun að fylgjast með henni stýra hópnum en það gerði hún með öllum líkamanum, fallegar hreyfingar hennar voru eins og dans og juku á heildaráhrif tónlistarinnar þar sem hún hafði alla þræði í hendi sér. 

Ætlunarverk Zelenka náð

Lokaverk tónleikanna var Litanei Lauretanae „Consolatrix Afllictorum" frá árinu 1744, sem Zelenka samdi fyrir velunnara sinn, Maríu Jósefu, drottningu Póllands og kjörfurstynju Saxlands, þegar hún var að jafna sig á erfiðum veikindum. Undurfagurt verk, eins konar bæn eða ákall um huggun fyrir hina veikburða eins og titillinn gefur til kynna. Líkt og í hinum verkunum tveimur fóru flytjendur á kostum, kórinn svo fallegur og í fullkomnu jafnvægi við hljómsveit. Álfheiður Erla geislaði hreint og beint í sópranhlutverkinu þannig að manni fannst næstum eins og að eitt augnablik hefði maður lyfst upp á annað og hærra tilverustig þar sem sársauki og áhyggjur eiga engan tilverurétt og þar með ætlunarverki Zelenka náð.

Þetta voru lokatónleikar Sumartónleika í Skálholti þetta árið, eða næstsíðustu því þessi efnisskrá var leikin á öðrum tónleikum á sunnudeginum 10. júlí. Það var fjölmenni í kirkjunni á laugardagskvöldinu og mér skilst að kirkjan hafi verið troðfull á síðari tónleikunum. Þetta er fyrsta hátíðin sem Benedikt Kristjánsson stýrir og af þessum tónleikum að dæma fer hann vel af stað í hlutverki sínu og vert að óska honum til hamingju og velfarnaðar með næstu hátíðir, sem verður spennandi að fylgjast með.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár