Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að fá VSÓ-Ráðgjöf til aðstoðar við afgreiðslu á umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir virkjun Hverfisfljóts við Hnútu þar sem ekki sé að sögn sveitarstjórans þekking til staðar í sveitarfélaginu til að taka á svo stóru máli. Hann segir við Heimildina að ekki sé hægt að svara því á þessari stundu hvort jákvætt verði tekið í umsókn um framkvæmdaleyfi, leyfi sem veitt var í fyrra en fellt úr gildi í byrjun árs vegna ýmissa annmarka á afgreiðslu þess.
Ragnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Dalshöfða, hefur lengi haft uppi áform um að virkja Hverfisfljót. Virkjunina, 9,3 MW að afli,vill hann reisa í hinu tæplega 240 ára gamla eldhrauni sem rann í Skaftáreldum, einu mesta eldgosi Íslandssögunnar og þriðja mesta hrauni sem runnið hefur á jörðinni frá ísaldarlokum. Um þetta var m.a. fjallað í áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmdinni. Virkjunin myndi hafa neikvæð áhrif á Skaftáreldahraun sem hefði mikið verndargildi bæði á …
Athugasemdir (1)