Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech í kröppum dansi en aflar 13 milljarða með útboði

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur afl­að sér ríf­lega 13 millj­arða króna með úboði á breyt­an­leg­um skulda­bréf­um. Virði fé­lags­ins hef­ur hríð­fall­ið frá 13. apríl þeg­ar því var fyrst synj­að um mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu­lyf í Banda­ríkj­un­um.

Alvotech í kröppum dansi en aflar 13 milljarða með útboði
Sækja peninga eftir tap Mikið tap hefur verið á rekstri Alvotech og þá hefur virði félagsins hríðfallið einnig. Róbert Wessman er forstjóri fyrirtækisins.

Alvotech hefur aflað sé rúmra 13 milljarða króna með sölu á breytanlegum skuldabréfum á innanlandsmarkaði. Útboðið á bréfunum, sem var lokað og beint að hæfum fjárfestum á Íslandi, er enn ein aðgerðin sem fyrirtækið hefur ráðist í til að afla sér fjár á undanförnum mánuðum og misserum. Þær aðgerðir hafa reynst nauðsynlegar sökum þess að frá apríl síðastliðnum, eftir að markaðsleyfi fyrir hliðstæðulyf fyrirtækins í Bandaríkjunum var synjað. Síðan þá hefur virði félagsins hríðfallið.

Lyfið sem Alvotech hefur sett allt, eða í það minnsta mest, traust sitt á að myndi fleyta því áfram inn á bandarískan markað og þar með stórauka tekjur fyrirtækisins, heitir því þjála nafni AVT02 og er hliðstæðulyf líftæknigigtarlyfsins Humira. Humira er mest selda lyf í heimi og því til mikils að vinna fyrir Alvotech að verða fyrst lyfja- og líftæknifyrirtækja til að markaðssetja hliðstæðu lyfsins í Bandaríkjunum. Þegar hefur fengist samþykkt markaðsleyfi fyrir lyfið í Kanada og í Evrópu en Bandaríkjamarkaður er hins vegar langverðmætasti markaður heims með lyf og því er það þess mikilvægara fyrir Alvotech að koma lyfinu á markað þar.

Fengu nei

Í mars á síðasta ári fór fram úttekt á framleiðslu lyfsins af hálfu bandaríska lyfjaeftirlitsins sem gerði allt í allt þrettán athugasemdir við aðstöðu fyrirtækisins í Vatnsmýri. Engu að síður voru stjórnendur Alvotech brattir, skráðu fyrirtækið á markað hér og vestan hafs með góðum árangri. Í desember á síðasta ári hækkaði virði fyrirtækisins gríðarlega, mest eftir að Alvotech hafði tilkynnt það 22. desember að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði staðfest að kröfur um útskiptileika lyfsins við Humira væru uppfylltar og að boðaði að ákvörðun um veitingu markaðsleyfis myndi liggja fyrir 13. apríl. Þann dag hækkuðu hlutabréf Alvotech um 30 prósent.

Í janúar síðastliðnum sótti Alvotech sér 19,5 milljarða króna í nýtt hlutafé frá innlendum fjárfestum, lífeyrissjóðum, tryggingafélögum, verðbréfasjóðum og einkafjárfestum. Þá keyptu innlendir fjárfestar einnig breytanleg skuldabréf þá, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, fyrir yfir 20 milljarða króna.

Rekið með gengdarlausu tapi

En hvers vegna þurfti fyrirtæki sem hafði hækkað gríðarlega í verði á einum mánuði og var, að því er stjórnandi þess, Róbert Wessman, sagði með pálmann í höndunum, að sækja sér 40 milljarða í aukið fé í janúar síðastliðnum. Ástæðan var því sem næst gengdarlaust tap fyrirtækisins á síðasta ári, um 70 milljarðar króna. Rekstur félagsins var því í fullkomnu uppnámi nema að til kæmi innspýting.

Svo rann upp 13. apríl, dagurinn sem beðið hafði verið eftir. En tíðindin urðu ekki þau sem vænst hafði verið. Bandaríska lyfjaeftirlitið tilkynnti að ekki væri hægt að veita markaðsleyfi fyrir AVT02. Og hlutabréfavirði Alvotech hrundi. Á fjórum dögum þurrkuðust út 170 milljarðar króna af markaðsvirði Alvotech.

Synjað á nýjan leik

Alvotech sótti aftur um markaðsleyfi fyrir lyfið en allt kom fyrir ekki því 28. júní síðastliðinn tilkynnti fyrirtækið Kauphöll að umsókninni hefði verið hafnað að nýju. Í tilkynningunni kom fram að enn ætti að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið og bæri bandaríska lyfjaeftirlitinu að afgreiða þá umsókn innan hálfs árs. Vegna þessa hyggðist Alvotech hefja að nýju undirbúning til fjármögnunar sem fleytt gæti fyrirtækinu áfram næstu mánuði.

Og það er það sem fyrirtækið er nú að gera, með sölunni á breytanlegu skuldabréfunum. Innlendir aðilar keyptu skuldabréf fyrir um 9,2 milljarða króna en ATP Holdings ehf hafði skuldbundið sig til að kaupa bréf að andvirði 5 milljarða til viðbótar, samtals 13,2 milljarða. ATP Holdings er að 92 prósentum í eigu Róberts Wessmans í gegnum sænska félagið Alvogen Aztiq AB.

Hversu lengi Alvotech getur rekið sig með umræddum fjármunum er óljóst og allt eins líklegt er að enn þurfi að afla meira fjár. Enn hefur ekkert heyrst af viðbrögðum lyfjaeftirlitsins bandaríska við nýrri umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skemmtilegar fléttur en stór spurning um lögmætið og fróðlegt að fylgjast með málaferlum sem Weissman og félagar gera lítið úr
    0
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Er nú verið að nota lífeyrissjóðina til þess að skeina þennan gosa?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár