Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin langstærst en fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra

Ný mæl­ing Pró­sents sýn­ir stöðu stjórn­mála­flokk­anna nú á miðju kjör­tíma­bili. Með mest fylgi mæl­ist Sam­fylk­ing­in en þar á eft­ir er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með rúm­lega 11 pró­sentu­stiga minni stuðn­ing. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir sitja í rúm­um 7 pró­sentu­stiga.

Samfylkingin langstærst en fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra
Efstu flokkarnir Alls skilja 11,3 prósent þá flokka sem mælast með mest fylgi að. Samfylkingin er með 27,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 16,1 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 16,1 prósentustigum í nýrri fylgiskönnun Prósents og hefur aldrei mælst lægra í könnunum fyrirtækisins. Samfylkingin trónir á toppi könnunarinnar með 27,4 prósentustiga stuðning aðspurðra. Þá eru stjórnarflokkarnir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn með rúmlega 7 prósentustiga fylgi hvor. Saman eru ríkisstjórnarflokkarnir því með 30,5 prósenta fylgi og ríkisstjórn því kolfallin ef kosningar væru haldnar nú í sumar, miðað við niðurstöður könnunarinnar.

Óvinsælasti flokkurinn samkvæmt könnun Prósent er Sósíalistaflokkurinn en aðeins 2,9 prósent þátttakenda sögðust styðja flokkinn. Píratar fylgja Sjálfstæðisflokknum á hæla með 14,5 prósentustiga fylgi en þar á eftir koma Viðreisn með 8,9 prósentustiga fylgi, og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Miðflokkurinn mælist á milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins með 7,2 prósentustiga stuðning.

Tvö ár eru í næstu Alþingiskosningar en búast má við töluvert breyttu landslagi innan íslenskra stjórnmála ef stjórnarandstöðuflokkar halda áfram að sækja í sig veðrið og ríkisstjórnarflokkar að tapa fylgi. 

Fylgi flokkaNiðurstöður nýrrar könnunar Prósent.

Ólga í ríkisstjórnarsamtarfi

Niðurstöður eru í takt við þá þróun sem mælst hefur í nýjustu könnunum Gallup en þá hlaut Samfylkingin mesta fylgi flokkana á meðan að ríkisstjórnarflokakrnir töpuðu fylgi. 

Fylgi flokkaNiðurstöður mælinga Gallup.

Sjá má fylgisbreytingar flokkanna allt frá 9. janúar árið 2016 og fram að 30. júní 2023 samkvæmt Gallup. Eftir formannsbreytingu innan Samfylkingarinnar hefur fylgi flokksins tvöfaldast á stuttum tíma á meðan að fylgi hinna flokkana virðist lækka, að Miðflokknum undanskildum.

Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið í brennidepli síðustu mánuði og náðu deilur innan þess suðumarki við lok þingveturs þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Í könnun Prósents um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiðibannsins sögðust 48 prósent þátttakenda vera ánægð með ákvörðun matvælaráðherra en 26 prósent mjög óánægð. Þá voru töluvert fleiri karlmenn óánægðir með ákvörðunina en konur og kjósendur Pírata og Samfylkingarinnar lang ánægðust með bannið. Fylgjendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins voru neikvæðastir með ákvörðunina. 

HvalveiðibannAfstaða til ákvörðunar matvælaráðherra.

Einnig vakti athygli fyrr á árinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson loftlags-, umhverfis-, og orkuráðherra skoraðisitjandi formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Bendiktsson á hólm í kosningum um embættið á miðju kjörtímabili. Bjarni hélt stöðu sinni með 59% atkvæða en Guðlaugur Þór fékk 40%. Sá atburður virðist ekki hafa styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 22. júní til 19. júlí 2023.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *******************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
    *******************************************************************
    3
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Gleðitíðindi dagsins.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu