Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun

Norð­ur­ál hlaut ný­ver­ið Fjöru­stein­inn, um­hverf­is­verð­laun Faxa­flóa­hafna. Fyr­ir­tæk­ið var val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins í fyrra af Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir SA og Faxa­flóa­hafn­ir taka þátt í græn­þvotti.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun
Álverið á Grundartanga „Þetta er bara tilraun til grænþvottar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um veitingu umhverfisverðlauna til Norðuráls.

Þekkingu vantar hjá þeim aðilum sem veita umhverfisverðlaun til að taka hlutlausa afstöðu til þess sem fyrirtæki halda fram, líkt og til dæmis í tilfelli Fjörusteinsins sem eru umhverfisverðlauna Faxaflóahafna. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar.

Fyrr í þessum mánuði hlaut Norðurál umhverfisverðlaunin Fjörusteininn. Fram kemur í rökstuðningi fyrir valinu að verðlaunin séu veitt Norðuráli vegna frágangs á lóð og að aðkoma og umgengi á lóð Norðuráls á Grundartanga sé til fyrirmyndar. Þar segir enn fremur að Norðurál sé framsækið fyrirtæki sem unnið hafi markvisst að verkefnum er draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins. 

Frá afhendingu FjörusteinsinsÁ myndinni eru þau Þorsteinn Ingi Magnússon framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs Norðuráls, Margrét Rós Gunnarsdóttir verkefnastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls, Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðuráls, Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna.

Ætla að draga úr losun um 0,16 prósent

„Kolefnisspor Norðuráls við framleiðslu áls er með því lægsta í heiminum. Hefur fyrirtækið sett sér það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um a.m.k. 40% árið 2030 miðað við árið 2015 fyrir stærstu losunarþætti sem falla ekki undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir,“ segir á vef Faxaflóahafna.

Auður staldrar við þennan punkt um samdrátt í losun í samtali við blaðamann og bendir á að sú losun sem um ræðir sé 0,4 prósent af allri losun fyrirtækisins. Losunin sem um ræðir er sú sem ekki fellur undir viðskiptakerfi með losunarheimildir, með öðrum orðum sú losun sem fellur til vegna annarra þátta í starfseminni en en álframleiðslunni sjálfri. Fyrirtækið sé þar með búið að skuldbinda sig til að draga úr losun um 0,16 prósent, það er að segja 40 prósent af 0,4 prósentum, á umræddu tímabili.

„Það er náttúrlega algjörlega út í hött að veita einhverjum umhverfisverðlaun fyrir þetta. Þetta er bara tilraun til grænþvottar sem að Faxaflóahafnir og Samtök atvinnulífsins, þegar þau veittu Norðurál verðlaunin, eru að taka þátt í,“ segir Auður.

Losun jókst milli ára samkvæmt nýjustu samfélagsskýrslu

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 er greint frá aðgerðaráætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum. Þar segir að umhverfisáhrif fyrirtækisins séu tvíþætt, annars vegar þau áhrif sem fylgja álframleiðslunni sjálfri en þau falla undir viðskiptakerfi ESB og svo eru það hin almennu umhverfisáhrif sem fylgja rekstri stórs fyrirtækis. Fyrirtækið hefur sett sér markmið um að draga úr almennri losun, þeirri sem ekki er tilkomin vegna álbræðslu, um 40 prósent árið 2030 miðað við 2015 líkt og áður segir. Þetta þýðir að losun frá almennri starfsemi utan álbræðslu fer niður úr um það bil 2300 tonnum koltvísýrings á ári í um 1400, eða minnkun upp á 900 tonn á ári.

Til samanburðar nam losun koltvísýrings út í andrúmsloftið tæpum 482 þúsund tonnum frá Norðuráli árið 2021 og jókst um tæp 14 þúsund tonn milli ára.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til habornar Skammar fyrir þessa aðila, Ja og ut i Hött. Island mun ekki geta staðið við sinar skuldbindingar i Losfslagsmalum, Þessi 3 alver sem eru a Islandi og 2 Kolaver ja eg sagði Kolaver Brenna kolum nu 2023, Nota 80% af orku Islands og menga 50% af mengun a Islandi. ALVER A ISLANDI nu 2023 Þetta eru Krabbameins valdandi Eitur Ver sem engin vill hafa hja ser lengur. Verðið fyrir orkuna er Rikisleindarmal, Þeim þarf að loka i aföngum og visa Glæpamönnum sem standa a bakvið ur landi, Alverið a Reyðarfirði Borgaði ekki Tekjuskatt fyr en nu 2023, Svik og Prettir reðu þvi. Island þarf þessa Orku i Orkuskiptin. Virkjanir þaf ekki. Komandi Kynsloð þarf það sem eftir er að Virkja a Islandi. Norðmen Logðu Kapal neðansjavar 700 Kilometra til Norður Englands
    Hann flytur sama magn og 1 Karahnukavirkjun, Mikið magn Heimila fær orku um þennam streng. Hægt var að loka mörgum Kolaverum i Norður Englandi. Lögn að þessum sækapli liggur um langa vegu a landi i Noregi. Til stoð að Leggja annan Neðansjavar Sæstreng 1000 kilometra til Peater Head Skotlandi. Island þarf að TENGAST Evropu
    Með Sæstreng fyrir Rafmagn. Allar fullirðingar um orku tab er LYGI. Við Blakpool a Englandi ris nu Risa Kjarnorku ver Framleyðslu getan er gifurleg 3 önnur VER eru Aformuð Kinverjar standa a bak við þessa gifurlegu framkvæmdir. Kolaverum Öllum i Bretlandi verður Lokað. Islendingar hafa Att Gull sem Græn Orka er en Gefið hana Erlendum Glæpa Auðhringjum, Kastað Perlum fyrir Svin. Það eru 600 kilometrar fra Austfjörðum til TURSO i Skotlandi, þar kemur sæstrengur Ljosleiðari fra arinu 2000 a land. Með nyrri Tækni hefur Flutninsgeta Hans verið 7 FÖLDUÐ.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að gefa viðurkenningu á þessum forsendu.
    Eiga þá ekki allir að fá viðurkenningu fyrir að sturta niður, hvort sem er eftir eitt eða tvö?
    Þar er og spurningin – hvað verður um ósköpin?
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Varla hægt að trúa því að Þórdís Lóa taki þátt í að veita álveri umhverfisverðlaun.
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hvar gæti það gerst nema á Íslandi að veita eiturspúandi álveri umhverfisverðlaun?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár