Þekkingu vantar hjá þeim aðilum sem veita umhverfisverðlaun til að taka hlutlausa afstöðu til þess sem fyrirtæki halda fram, líkt og til dæmis í tilfelli Fjörusteinsins sem eru umhverfisverðlauna Faxaflóahafna. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar.
Fyrr í þessum mánuði hlaut Norðurál umhverfisverðlaunin Fjörusteininn. Fram kemur í rökstuðningi fyrir valinu að verðlaunin séu veitt Norðuráli vegna frágangs á lóð og að aðkoma og umgengi á lóð Norðuráls á Grundartanga sé til fyrirmyndar. Þar segir enn fremur að Norðurál sé framsækið fyrirtæki sem unnið hafi markvisst að verkefnum er draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins.
Ætla að draga úr losun um 0,16 prósent
„Kolefnisspor Norðuráls við framleiðslu áls er með því lægsta í heiminum. Hefur fyrirtækið sett sér það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um a.m.k. 40% árið 2030 miðað við árið 2015 fyrir stærstu losunarþætti sem falla ekki undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir,“ segir á vef Faxaflóahafna.
Auður staldrar við þennan punkt um samdrátt í losun í samtali við blaðamann og bendir á að sú losun sem um ræðir sé 0,4 prósent af allri losun fyrirtækisins. Losunin sem um ræðir er sú sem ekki fellur undir viðskiptakerfi með losunarheimildir, með öðrum orðum sú losun sem fellur til vegna annarra þátta í starfseminni en en álframleiðslunni sjálfri. Fyrirtækið sé þar með búið að skuldbinda sig til að draga úr losun um 0,16 prósent, það er að segja 40 prósent af 0,4 prósentum, á umræddu tímabili.
„Það er náttúrlega algjörlega út í hött að veita einhverjum umhverfisverðlaun fyrir þetta. Þetta er bara tilraun til grænþvottar sem að Faxaflóahafnir og Samtök atvinnulífsins, þegar þau veittu Norðurál verðlaunin, eru að taka þátt í,“ segir Auður.
Losun jókst milli ára samkvæmt nýjustu samfélagsskýrslu
Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 er greint frá aðgerðaráætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum. Þar segir að umhverfisáhrif fyrirtækisins séu tvíþætt, annars vegar þau áhrif sem fylgja álframleiðslunni sjálfri en þau falla undir viðskiptakerfi ESB og svo eru það hin almennu umhverfisáhrif sem fylgja rekstri stórs fyrirtækis. Fyrirtækið hefur sett sér markmið um að draga úr almennri losun, þeirri sem ekki er tilkomin vegna álbræðslu, um 40 prósent árið 2030 miðað við 2015 líkt og áður segir. Þetta þýðir að losun frá almennri starfsemi utan álbræðslu fer niður úr um það bil 2300 tonnum koltvísýrings á ári í um 1400, eða minnkun upp á 900 tonn á ári.
Til samanburðar nam losun koltvísýrings út í andrúmsloftið tæpum 482 þúsund tonnum frá Norðuráli árið 2021 og jókst um tæp 14 þúsund tonn milli ára.
Hann flytur sama magn og 1 Karahnukavirkjun, Mikið magn Heimila fær orku um þennam streng. Hægt var að loka mörgum Kolaverum i Norður Englandi. Lögn að þessum sækapli liggur um langa vegu a landi i Noregi. Til stoð að Leggja annan Neðansjavar Sæstreng 1000 kilometra til Peater Head Skotlandi. Island þarf að TENGAST Evropu
Með Sæstreng fyrir Rafmagn. Allar fullirðingar um orku tab er LYGI. Við Blakpool a Englandi ris nu Risa Kjarnorku ver Framleyðslu getan er gifurleg 3 önnur VER eru Aformuð Kinverjar standa a bak við þessa gifurlegu framkvæmdir. Kolaverum Öllum i Bretlandi verður Lokað. Islendingar hafa Att Gull sem Græn Orka er en Gefið hana Erlendum Glæpa Auðhringjum, Kastað Perlum fyrir Svin. Það eru 600 kilometrar fra Austfjörðum til TURSO i Skotlandi, þar kemur sæstrengur Ljosleiðari fra arinu 2000 a land. Með nyrri Tækni hefur Flutninsgeta Hans verið 7 FÖLDUÐ.
Eiga þá ekki allir að fá viðurkenningu fyrir að sturta niður, hvort sem er eftir eitt eða tvö?
Þar er og spurningin – hvað verður um ósköpin?