Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun

Norð­ur­ál hlaut ný­ver­ið Fjöru­stein­inn, um­hverf­is­verð­laun Faxa­flóa­hafna. Fyr­ir­tæk­ið var val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins í fyrra af Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir SA og Faxa­flóa­hafn­ir taka þátt í græn­þvotti.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun
Álverið á Grundartanga „Þetta er bara tilraun til grænþvottar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um veitingu umhverfisverðlauna til Norðuráls.

Þekkingu vantar hjá þeim aðilum sem veita umhverfisverðlaun til að taka hlutlausa afstöðu til þess sem fyrirtæki halda fram, líkt og til dæmis í tilfelli Fjörusteinsins sem eru umhverfisverðlauna Faxaflóahafna. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar.

Fyrr í þessum mánuði hlaut Norðurál umhverfisverðlaunin Fjörusteininn. Fram kemur í rökstuðningi fyrir valinu að verðlaunin séu veitt Norðuráli vegna frágangs á lóð og að aðkoma og umgengi á lóð Norðuráls á Grundartanga sé til fyrirmyndar. Þar segir enn fremur að Norðurál sé framsækið fyrirtæki sem unnið hafi markvisst að verkefnum er draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins. 

Frá afhendingu FjörusteinsinsÁ myndinni eru þau Þorsteinn Ingi Magnússon framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs Norðuráls, Margrét Rós Gunnarsdóttir verkefnastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls, Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðuráls, Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna.

Ætla að draga úr losun um 0,16 prósent

„Kolefnisspor Norðuráls við framleiðslu áls er með því lægsta í heiminum. Hefur fyrirtækið sett sér það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um a.m.k. 40% árið 2030 miðað við árið 2015 fyrir stærstu losunarþætti sem falla ekki undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir,“ segir á vef Faxaflóahafna.

Auður staldrar við þennan punkt um samdrátt í losun í samtali við blaðamann og bendir á að sú losun sem um ræðir sé 0,4 prósent af allri losun fyrirtækisins. Losunin sem um ræðir er sú sem ekki fellur undir viðskiptakerfi með losunarheimildir, með öðrum orðum sú losun sem fellur til vegna annarra þátta í starfseminni en en álframleiðslunni sjálfri. Fyrirtækið sé þar með búið að skuldbinda sig til að draga úr losun um 0,16 prósent, það er að segja 40 prósent af 0,4 prósentum, á umræddu tímabili.

„Það er náttúrlega algjörlega út í hött að veita einhverjum umhverfisverðlaun fyrir þetta. Þetta er bara tilraun til grænþvottar sem að Faxaflóahafnir og Samtök atvinnulífsins, þegar þau veittu Norðurál verðlaunin, eru að taka þátt í,“ segir Auður.

Losun jókst milli ára samkvæmt nýjustu samfélagsskýrslu

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 er greint frá aðgerðaráætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum. Þar segir að umhverfisáhrif fyrirtækisins séu tvíþætt, annars vegar þau áhrif sem fylgja álframleiðslunni sjálfri en þau falla undir viðskiptakerfi ESB og svo eru það hin almennu umhverfisáhrif sem fylgja rekstri stórs fyrirtækis. Fyrirtækið hefur sett sér markmið um að draga úr almennri losun, þeirri sem ekki er tilkomin vegna álbræðslu, um 40 prósent árið 2030 miðað við 2015 líkt og áður segir. Þetta þýðir að losun frá almennri starfsemi utan álbræðslu fer niður úr um það bil 2300 tonnum koltvísýrings á ári í um 1400, eða minnkun upp á 900 tonn á ári.

Til samanburðar nam losun koltvísýrings út í andrúmsloftið tæpum 482 þúsund tonnum frá Norðuráli árið 2021 og jókst um tæp 14 þúsund tonn milli ára.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta er til habornar Skammar fyrir þessa aðila, Ja og ut i Hött. Island mun ekki geta staðið við sinar skuldbindingar i Losfslagsmalum, Þessi 3 alver sem eru a Islandi og 2 Kolaver ja eg sagði Kolaver Brenna kolum nu 2023, Nota 80% af orku Islands og menga 50% af mengun a Islandi. ALVER A ISLANDI nu 2023 Þetta eru Krabbameins valdandi Eitur Ver sem engin vill hafa hja ser lengur. Verðið fyrir orkuna er Rikisleindarmal, Þeim þarf að loka i aföngum og visa Glæpamönnum sem standa a bakvið ur landi, Alverið a Reyðarfirði Borgaði ekki Tekjuskatt fyr en nu 2023, Svik og Prettir reðu þvi. Island þarf þessa Orku i Orkuskiptin. Virkjanir þaf ekki. Komandi Kynsloð þarf það sem eftir er að Virkja a Islandi. Norðmen Logðu Kapal neðansjavar 700 Kilometra til Norður Englands
  Hann flytur sama magn og 1 Karahnukavirkjun, Mikið magn Heimila fær orku um þennam streng. Hægt var að loka mörgum Kolaverum i Norður Englandi. Lögn að þessum sækapli liggur um langa vegu a landi i Noregi. Til stoð að Leggja annan Neðansjavar Sæstreng 1000 kilometra til Peater Head Skotlandi. Island þarf að TENGAST Evropu
  Með Sæstreng fyrir Rafmagn. Allar fullirðingar um orku tab er LYGI. Við Blakpool a Englandi ris nu Risa Kjarnorku ver Framleyðslu getan er gifurleg 3 önnur VER eru Aformuð Kinverjar standa a bak við þessa gifurlegu framkvæmdir. Kolaverum Öllum i Bretlandi verður Lokað. Islendingar hafa Att Gull sem Græn Orka er en Gefið hana Erlendum Glæpa Auðhringjum, Kastað Perlum fyrir Svin. Það eru 600 kilometrar fra Austfjörðum til TURSO i Skotlandi, þar kemur sæstrengur Ljosleiðari fra arinu 2000 a land. Með nyrri Tækni hefur Flutninsgeta Hans verið 7 FÖLDUÐ.
  0
 • JÖLA
  Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
  Ótrúlegt að gefa viðurkenningu á þessum forsendu.
  Eiga þá ekki allir að fá viðurkenningu fyrir að sturta niður, hvort sem er eftir eitt eða tvö?
  Þar er og spurningin – hvað verður um ósköpin?
  0
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Varla hægt að trúa því að Þórdís Lóa taki þátt í að veita álveri umhverfisverðlaun.
  2
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Hvar gæti það gerst nema á Íslandi að veita eiturspúandi álveri umhverfisverðlaun?
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
1
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
2
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Páll Vilhjálmsson aftur dæmdur fyrir röng og ærumeiðandi ummæli
3
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son aft­ur dæmd­ur fyr­ir röng og ærumeið­andi um­mæli

Um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son hef­ur lát­ið falla um Að­al­stein Kjart­ans­son voru dæmd dauð og ómerk í Hér­aðs­dómi í dag. Hann þarf að greiða 450 þús­und krón­ur í miska­bæt­ur og sæta dag­sekt­um fari hann ekki að til­mæl­um dóms­ins. Páll var sak­felld­ur á síð­asta ári fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir um aðra blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
5
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Gagnrýnir eiganda ríkisstyrktrar kvikmyndahátíðar í bréfi til Reykjavíkurborgar
6
Fréttir

Gagn­rýn­ir eig­anda rík­is­styrktr­ar kvik­mynda­há­tíð­ar í bréfi til Reykja­vík­ur­borg­ar

Starfs­mað­ur kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar RIFF hef­ur sent bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar og Kvik­mynda­mið­stöðv­ar Ís­lands þar sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri henn­ar, Hrönn Marinós­dótt­ir er gagn­rýnd. Í svari frá Hrönn seg­ir með­al ann­ars að ásak­an­ir um að RIFF greiði laun und­ir lág­mark­s­töxt­um séu ekki rétt­ar.
Ríkisstjórn mynduð utan um hræðslu við að mæta kjósendum
7
Greining

Rík­is­stjórn mynd­uð ut­an um hræðslu við að mæta kjós­end­um

Skoð­að var hvort hægt yrði að kjósa til þings í næsta mán­uði, áð­ur en for­seta­kosn­ing­arn­ar færu fram. Þreif­ing­ar við Við­reisn um að koma inn í rík­is­stjórn sem vara­dekk fyr­ir Vinstri græn hóf­ust fyr­ir páska, og þar með tölu­vert áð­ur en Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti um for­setafram­boð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja alls ekki fara í kosn­ing­ar í sum­ar eða næsta haust, þrátt fyr­ir að vera ekki sam­mála í stór­um mál­um sem þarfn­ast úr­lausn­ar, þar sem þeir eru að mæl­ast af­leit­lega í könn­un­um og litl­ar lík­ur á að sú staða muni lag­ast á næstu mán­uð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
5
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
7
Viðskipti

For­stjór­arn­ir í Kaup­höll­inni kost­uðu 2,7 millj­arða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
7
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár