Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun

Norð­ur­ál hlaut ný­ver­ið Fjöru­stein­inn, um­hverf­is­verð­laun Faxa­flóa­hafna. Fyr­ir­tæk­ið var val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins í fyrra af Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir SA og Faxa­flóa­hafn­ir taka þátt í græn­þvotti.

Algjörlega „út í hött“ að veita Norðuráli umhverfisverðlaun
Álverið á Grundartanga „Þetta er bara tilraun til grænþvottar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um veitingu umhverfisverðlauna til Norðuráls.

Þekkingu vantar hjá þeim aðilum sem veita umhverfisverðlaun til að taka hlutlausa afstöðu til þess sem fyrirtæki halda fram, líkt og til dæmis í tilfelli Fjörusteinsins sem eru umhverfisverðlauna Faxaflóahafna. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar.

Fyrr í þessum mánuði hlaut Norðurál umhverfisverðlaunin Fjörusteininn. Fram kemur í rökstuðningi fyrir valinu að verðlaunin séu veitt Norðuráli vegna frágangs á lóð og að aðkoma og umgengi á lóð Norðuráls á Grundartanga sé til fyrirmyndar. Þar segir enn fremur að Norðurál sé framsækið fyrirtæki sem unnið hafi markvisst að verkefnum er draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins. 

Frá afhendingu FjörusteinsinsÁ myndinni eru þau Þorsteinn Ingi Magnússon framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs Norðuráls, Margrét Rós Gunnarsdóttir verkefnastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls, Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðuráls, Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna.

Ætla að draga úr losun um 0,16 prósent

„Kolefnisspor Norðuráls við framleiðslu áls er með því lægsta í heiminum. Hefur fyrirtækið sett sér það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um a.m.k. 40% árið 2030 miðað við árið 2015 fyrir stærstu losunarþætti sem falla ekki undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir,“ segir á vef Faxaflóahafna.

Auður staldrar við þennan punkt um samdrátt í losun í samtali við blaðamann og bendir á að sú losun sem um ræðir sé 0,4 prósent af allri losun fyrirtækisins. Losunin sem um ræðir er sú sem ekki fellur undir viðskiptakerfi með losunarheimildir, með öðrum orðum sú losun sem fellur til vegna annarra þátta í starfseminni en en álframleiðslunni sjálfri. Fyrirtækið sé þar með búið að skuldbinda sig til að draga úr losun um 0,16 prósent, það er að segja 40 prósent af 0,4 prósentum, á umræddu tímabili.

„Það er náttúrlega algjörlega út í hött að veita einhverjum umhverfisverðlaun fyrir þetta. Þetta er bara tilraun til grænþvottar sem að Faxaflóahafnir og Samtök atvinnulífsins, þegar þau veittu Norðurál verðlaunin, eru að taka þátt í,“ segir Auður.

Losun jókst milli ára samkvæmt nýjustu samfélagsskýrslu

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 er greint frá aðgerðaráætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum. Þar segir að umhverfisáhrif fyrirtækisins séu tvíþætt, annars vegar þau áhrif sem fylgja álframleiðslunni sjálfri en þau falla undir viðskiptakerfi ESB og svo eru það hin almennu umhverfisáhrif sem fylgja rekstri stórs fyrirtækis. Fyrirtækið hefur sett sér markmið um að draga úr almennri losun, þeirri sem ekki er tilkomin vegna álbræðslu, um 40 prósent árið 2030 miðað við 2015 líkt og áður segir. Þetta þýðir að losun frá almennri starfsemi utan álbræðslu fer niður úr um það bil 2300 tonnum koltvísýrings á ári í um 1400, eða minnkun upp á 900 tonn á ári.

Til samanburðar nam losun koltvísýrings út í andrúmsloftið tæpum 482 þúsund tonnum frá Norðuráli árið 2021 og jókst um tæp 14 þúsund tonn milli ára.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til habornar Skammar fyrir þessa aðila, Ja og ut i Hött. Island mun ekki geta staðið við sinar skuldbindingar i Losfslagsmalum, Þessi 3 alver sem eru a Islandi og 2 Kolaver ja eg sagði Kolaver Brenna kolum nu 2023, Nota 80% af orku Islands og menga 50% af mengun a Islandi. ALVER A ISLANDI nu 2023 Þetta eru Krabbameins valdandi Eitur Ver sem engin vill hafa hja ser lengur. Verðið fyrir orkuna er Rikisleindarmal, Þeim þarf að loka i aföngum og visa Glæpamönnum sem standa a bakvið ur landi, Alverið a Reyðarfirði Borgaði ekki Tekjuskatt fyr en nu 2023, Svik og Prettir reðu þvi. Island þarf þessa Orku i Orkuskiptin. Virkjanir þaf ekki. Komandi Kynsloð þarf það sem eftir er að Virkja a Islandi. Norðmen Logðu Kapal neðansjavar 700 Kilometra til Norður Englands
    Hann flytur sama magn og 1 Karahnukavirkjun, Mikið magn Heimila fær orku um þennam streng. Hægt var að loka mörgum Kolaverum i Norður Englandi. Lögn að þessum sækapli liggur um langa vegu a landi i Noregi. Til stoð að Leggja annan Neðansjavar Sæstreng 1000 kilometra til Peater Head Skotlandi. Island þarf að TENGAST Evropu
    Með Sæstreng fyrir Rafmagn. Allar fullirðingar um orku tab er LYGI. Við Blakpool a Englandi ris nu Risa Kjarnorku ver Framleyðslu getan er gifurleg 3 önnur VER eru Aformuð Kinverjar standa a bak við þessa gifurlegu framkvæmdir. Kolaverum Öllum i Bretlandi verður Lokað. Islendingar hafa Att Gull sem Græn Orka er en Gefið hana Erlendum Glæpa Auðhringjum, Kastað Perlum fyrir Svin. Það eru 600 kilometrar fra Austfjörðum til TURSO i Skotlandi, þar kemur sæstrengur Ljosleiðari fra arinu 2000 a land. Með nyrri Tækni hefur Flutninsgeta Hans verið 7 FÖLDUÐ.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að gefa viðurkenningu á þessum forsendu.
    Eiga þá ekki allir að fá viðurkenningu fyrir að sturta niður, hvort sem er eftir eitt eða tvö?
    Þar er og spurningin – hvað verður um ósköpin?
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Varla hægt að trúa því að Þórdís Lóa taki þátt í að veita álveri umhverfisverðlaun.
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hvar gæti það gerst nema á Íslandi að veita eiturspúandi álveri umhverfisverðlaun?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
10
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu