Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ástráður skipaður ríkissáttasemjari

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur skip­að Ást­ráð Har­alds­son í embætti rík­is­sátta­semj­ara til næstu fimm ára.

Ástráður skipaður ríkissáttasemjari
Nýi sátti Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður ríkissáttasemjari. Mynd: Ríkissáttasemjari

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí. Frá þessu er sagt í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag.

Embættið var auglýst þann 2. júní í kjölfar þess að að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá embættinu, en Ástráður hafði verið settur í embættið tímabundið frá 1. júní.

Umsóknarfrestur var til og með 19. júní og alls bárust sex umsóknir um embættið. Umsækjendur metnir af ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði, en nefndin var skipuð fulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins og ráðherra.

Tveir umsækjendur þóttu mjög vel hæfir

Nefndin skilaði álitsgerð sinni 10. júlí og var niðurstaða hennar að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embætti ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það hafi verið mat félags- og vinnumarkaðsráðherra að af þeim tveimur umsækjendum sem nefndin taldi mjög vel hæfa til að gegna embætti ríkissáttasemjara uppfylli Ástráður best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem gegnir embættinu.

Auk Ástráðs sóttust þau Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms, Hilmar Már Gunnlaugsson lyfjafræðingur, Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga, Muhammad Abu Ayub vaktstjóri og Skúli Þór Sveinsson sölumaður, eftir embættinu.

Ástráður Haraldsson lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1991 og var skipaður hæstaréttarlögmaður árið 1995. Hann starfaði svo sem lögmaður í á þriðja áratug áður en hann tók við embætti héraðsdómara í janúar árið 2018.

Til viðbótar hefur hann verið prófdómari í vinnurétti auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu í vinnurétti. Hann hefur einnig haft aðkomu að embætti ríkissáttasemjara í störfum sínum, en hann var í hlutastarfi sem aðstoðarsáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2019 þar til hann tók við embætti dómara við Félagsdóm árið 2022. Hann var settur ríkissáttasemjari í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í febrúar og mars árið 2023 eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá þeirri deilu, auk þess sem hann hefur verið settur ríkissáttasemjari frá 1. júní 2023, sem áður segir.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár