Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hleypa fólki að gosinu

Fólk sem vill berja eld­gos­ið við Litla Hrút aug­um þarf að ganga sam­tals um 20 kíló­metra. Ein­ung­is er hægt að ganga frá Suð­ur­strand­ar­vegi en ekki frá öðr­um veg­um eða vega­slóð­um. Göngu­fólk er beð­ið um að vera sér­stak­lega vel und­ir­bú­ið.

Hleypa fólki að gosinu
Nýtt hraun Göngufólk getur nú lagt leið sína að sérstökum útsýnisstað þar sem hægt er horfa á eldgosið sem hófst í gær. Mynd: AFP

Búið að er opna fyrir ferðir fólks að sérstökum útsýnispunkti þar sem hægt er að horfa yfir eldgosið sem hófst síðdegis á mánudag. Einungis er hægt að ganga frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Viðbragðsaðilar kalla leiðina sem um ræðir Meradalaleið en hún er merkt inn á kortið hér að neðan með bláum lit. Ganga fram og til baka er um 20 kílómetrar í heildina og sérstaklega er tekið fram að hún henti þar af leiðandi ekki öllum. Í tilkynningunni segir að Veðurstofan muni fljótlega gefa út uppfært hættukort af svæðinu.

MeradalaleiðGöngufólk þarf að ganga frá Suðurstrandavegi eftir bláu línunni, hinni svokölluðu Meradalaleið, að sérstökum útsýnisstað.

„Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Göngufólk fari að öllu með gát

Þeim tilmælum er beint til fólks að klæða sig eftir veðri, að hafa með sér nesti og ekki síst vel hlaðinn farsíma. Þó er ekki hægt að tryggja öruggt samband farsíma á svæðinu. Göngufólk er enn fremur beðið um að fylgjast vel með fréttaflutningi og upplýsingum frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands. Þar að auki megi finna upplýsingar á safetravel.is.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef sem Umhverfisstofnun heldur úti, loftgaedi.is. Þar má einnig finna hlekk á textaspá frá Veðurstofu Íslands fyrir gasmengun.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Litla-Hrút

Fóru á rafmagnshjólastólum í átt að glóandi hrauninu
FréttirEldgos við Litla-Hrút

Fóru á raf­magns­hjóla­stól­um í átt að gló­andi hraun­inu

Andri Val­geirs­son og Hall­grím­ur Ey­munds­son lögðu af stað í ferða­lag í átt að eld­gos­inu við Litla-Hrút á raf­magns­hjóla­stól­um um síð­ustu helgi. Ferð­in gekk stór­áfalla­laust fyr­ir sig, þó þeir hafi kast­ast að­eins til í stól­un­um vegna tor­færs lands­lags og hleðsl­an á raf­hlöð­um stól­anna hafi klár­ast á baka­leið­inni. Andri kall­ar eft­ir því að að­gengi að ís­lensk­um nátt­úruperl­um verði bætt, svo fólk sem not­ast við hjóla­stól geti feng­ið að sjá land­ið eins og gang­andi fólk.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár