Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórútgerðir vilja semja við Rússa en ráðherrar neita

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa ít­rek­að kraf­ist þess við ut­an­rík­is­ráð­herra og mat­væla­ráð­herra að sam­ið verði við Rússa svo ís­lensk­ar út­gerð­ir fái að veiða í rúss­neskri lög­sögu. Ís­lensk stjórn­völd hafa í tvígang sagt að það komi ekki til greina. Tals­manni SFS „fall­ast hend­ur" yf­ir skiln­ings­leysi stjórn­valda.

Stórútgerðir vilja semja við Rússa en ráðherrar neita

„Manni fallast eiginlega hendur,“ eru lokaorð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS (Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi), í tölvupósti sem hún sendi embættismönnum í matvælaráðuneytinu í júlíbyrjun.

Heiðrúnu Lind féllust að því er virðist hendur yfir því skilningsleysi sem SFS taldi sig verða fyrir í samskiptum við ráðherra og embættismenn í tveimur ráðuneytum, utanríkisráðuneytinu og matvælaráðuneytinu, sem höfðu nú í annað sinn á innan við ári hafnað beiðni nokkurra stærstu útgerða landsins, sem SFS hafði lagt fram, um að fá að stunda veiðar í rússneskri lögsögu. Nokkuð sem íslenskum stjórnvöldum þykir ótækt, enda ósamið um þær veiðar milli þjóðanna, og lítil stemming fyrir því að taka upp samningaviðræður við Rússa á sama tíma og íslensk stjórnvöld deila hart á þarlend yfirvöld fyrir ólögmæta innrás og stríðsglæpi í Úkraínu.

Málið snýst um í kringum fjögur þúsund tonn af þorski sem Íslendingar mega að jafnaði veiða innan fiskveiðilögsögu Rússlands norður í Barentshafi. Um þessi …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björgvin Þór Þórhallsson skrifaði
    Tvennt stendur upp úr: stjórnlaus frekja SFS og stóru útgerðarfyrirtækjanna og svo algjörlega hugsjónalaust fólk, bæði í atvinnulífinu og á þingi. Fólk sem vildi ekki taka þátt í refsiaðgerðum vegna Krímskaga.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    SFS-samtökin eru óheiðarleg/undirförul samtök sem skeyta engu um sjálfsvirðingu Íslands, samtökin víla ekki eitt andartak fyrir sér að eiga viðskipti með fisk við STRÍÐSHERRANN/fasistann í Rússlandi, það eru viðskiptaþvinganir í gildi sem íslendingar taka þátt, hvar er ÆRA SFS-samtakanna er ekkert heilagt nema MAMMON komi við sögu ?
    2
  • Vilhjalmur Arnason skrifaði
    Efnahagsþvinganir eru andefni friðs.
    Án samskipta og viðskipta við stríðandi aðila verður aldrey friður.
    Samskipti Bandaríkjanna, ESB og Íslands við Rússa eru öll mótuð á utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem er hrein Rússafóbía byggða á áratuga plani um yfirtöku Rússlands. Regime change plan in action.
    Og stækkun NATO sem ætti frekar að kalla HATO (hate all the others )
    Ef þú hlustar á risaeðluna Björn Bjarnason þá færðu hreina Rússafóbíu beint í æð.
    En allir þeir sem trúa því sem CNN BBC ,AP og Rauters (og fleiri) segja um ódæði Rússa fá áfall og falla í lið með þessari stefnu.

    Ef þú hefur einhvertíman búið í bandaríkjunum og fylgst með fréttum þá sérðu fljótt í gegnum stríðið áróðursmaskínuna sem er sett í gang til að móta almenningsálitið.


    Shock and awe fært inn í stofu.
    Svona fer áróðurinn fram.
    (technically known as rapid dominance of the narrative. ) is a military strategy based on the use of overwhelming shock and spectacular displays of horror to paralyze the peoples perception of the facts and destroy their will to be compassionate.
    This is the perfect manufacturing of HATE. Demonizing the opponent is the prelude to war.


    NATO og Bandaríkin og leiniþjónustur þeirra MI6 og CIA undirbjuggu jarðveginn í áratugi .

    Úkraínumenn eru ekkert skárri en Rússar.
    Og Bandaríkjamenn eru ekkert skárri en Rússar.
    Eina sem aðskilur þessi ríki er fjölmiðlaumfjöllunin.
    Og efnahagsþvinganirnar, samskiptaleysið og hatrið.
    -3
    • Gunnar Gunnarsson skrifaði
      "Samskipti Bandaríkjanna, ESB og Íslands við Rússa eru öll mótuð á utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem er hrein Rússafóbía byggða á áratuga plani um yfirtöku Rússlands."
      Er ekki í lagi með þig?
      USA er svo skítsama um Rússland og hafa aldrei sýnt áhuga á landvinningum í þeirri álfu.
      -1
  • Emil Thorarensen skrifaði
    Mögj góð sa8mantekt og upplýsandi, eins og vænta mátti af hálhu örnunlaðamanninum Helga Seljan.
    6
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Með einhverjum snefil af sjálfsvirðingu semur maður ekki neitt við þetta land.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár