Plastbarkaaðgerðin á Eritreumanninum Andemariam Beyene, sem búsettur var á Íslandi, var ekki gerð af neyð til að bjarga lífi hans og hefði hann getað lifað í allverulegan tíma áfram ef hann hefði ekki farið í aðgerðina. Þetta er ein af helstu niðurstöðunum í dómi í Svíþjóð sem féll þann 21. júní.
Með dómnum var ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars aðgerðina á Andemariam en hún var gerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Solna árið 2011. Paulo Macchiarini hefur gefið það út að hann muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar Svíþjóðar. Til þess að það verði þarf hann að fá áfrýjunarleyfi frá dómstólnum.
Dómsniðurstaðan byggir meðal annars á því að Macchiarini hafi bæði beitt Andemariam, og aðra sem stóðu að aðgerðinni, blekkingum um neyðina sem og tæknina á bak við aðgerðina.
Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál sem komið …
Athugasemdir