Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.

Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
Átök Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa síðustu vikur tekist á um málefni heimilislausra. Mynd: Wikimedia Commons

„Fram hafa komið upplýsingar frá opinberum aðilum og í fjölmiðlum, að málefni heimilislausra verði að taka fastari tökum,“ segir í bókun Samfylkingarinnar á síðasta fundi bæjarráðs í Hafnarfirði.

Þar kom fram að Samfylkingin hefði ítrekað lagt fram tillögur í málaflokknum sem byggja á álitsgerði og samantekt sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu en þeim vísað frá af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og því borið við að málið sé í vinnslu annars staðar. Þannig hefur meirihlutinn hafnað því að bærinn taki pólitíska forystu í málaflokknum meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur sem eitt á svæðinu rekur neyðarskýli fyrir heimilislausa með flóknar þjónustuþarfir.

„Á sama tíma fást ekki svör við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði, sbr. fundargerð ráðsins frá 27.júní, við sjálfsögðum spurningum um málið, sem lúta að verklagi og vinnubrögðum í málaflokknum. Ekki hefur tekist að fá svör við ákveðnum lykilatriðum. Þessir þöggunartilburðir meirihlutaflokkanna eru til vansa og lítilsvirðing við málaflokkinn, sem er þjónusta við fólk í fjölþættum vanda. Samfylkingin mun fylgja þessu máli eftir og ganga eftir svörum og efndum í málaflokknum,“ segir í bókuninni.

Heimildin greindi frá því 9. júní síðastliðinn að heimilislausum karlmanni með lögheimili í Hafnarfirði var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti hann sig lífi í kjölfarið. Síðan þá hefur verið tekist á um málefni heimilislausra meðal bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

Á fundi bæjarráðs bókaði meirihlutinn efnislega það sama og hefur komið fram áður; að fjallað hefur verið um málefni heimilislausra í fjölskylduráði, að farið var af stað með samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að frumkvæði Hafnarfjarðarbæjar og að fjölskylduráð hafi falið sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs að hefja samtal við sviðsstjóra aðildarsveitarfélagana um niðurstöður skýrslu starfshóps um málefni heimilislausra. Þetta samtal sé hafið og verði á dagskrá á fundi Sambands sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðisins í júlí.

Fjölskylduráð er það ráð sem fer með málefni heimilislausra. Á fundi fjölskylduráðs þann 12. júní, þremur dögum eftir að fréttir birtust af andláti mannsins, óskaði ráðið eftir að lagðar væru fram verklagsreglur um aðengi að neyðarskýlunum. Hugmyndin var að við að sjá verklagsreglurnar gætu fulltrúar ráðsins frekar áttað sig á því hvernig það gat gerst að heimilislausum manni var vísað frá neyðarskýlinu að kröfu Hafnarfjarðarbæjar. Ekkert nýtt var hins vegar að finna í minnisblaði sem lagt var fram vegna málefna heimilislausra á næsta fundi fjölskylduráðs sem var haldinn 27. júní sem gat varpað ljósi á það.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði lögðu þá fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Hvenær stendur til að leggja fram þær verklagsreglur, sem fjölskylduráð óskaði eftir að yrðu lagðar fram á fundi sínum þann 12. júní?

2. Hefur verið stuðst við það vinnulag að óska eftir því að starfsfólk gistiskýlanna upplýsi Hafnarfjarðarbæ um það ef einstaklingur leitar til þeirra þrjá daga í röð frá því samningur við Reykjavíkurborg um aðgengi einstaklinga með lögheimili í Hafnarfirði að gistiskýlum var undirritaður í júní 2017?
a. Eru önnur sveitarfélög, sem eru með samninga við Reykjavíkurborg um aðgengi að gistiskýlum, með sömu vinnureglu?
b. Stendur til að endurskoða þessa vinnureglu Hafnarfjarðarbæjar?

3. Af hvaða ástæðum hafnar Hafnarfjarðarbær einstaklingum um gistingu í gistiskýlum á vegum Reykjavíkurborgar? Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi svo Hafnarfjarðarbær neiti einstaklingi um húsaskjól í gistiskýlum á vegum Reykjavíkurborgar?

4. Í minnisblaði sem lagt er fram undir málinu í dag segir að engum einstaklingi hafi verið vísað frá gistiskýlum á vegum Reykjavíkurborgar án þess að önnur úrræði hafi staðið þeim til boða.
a. Hvaða önnur úrræði standa einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði til boða þegar þeim er hafnað um gistingu í gistiskýlum á vegum Reykjavíkurborgar?

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisleysi

Heimilislaus með ígerð í báðum handleggjum - „Þú veist hvernig þetta er“
FréttirHeimilisleysi

Heim­il­is­laus með ígerð í báð­um hand­leggj­um - „Þú veist hvernig þetta er“

Njáll Skarp­héð­ins­son er þreytt­ur á því að vera heim­il­is­laus. Hann þrá­ir að vera í stöðu til að hitta börn­in sín og barna­börn, að bjóða þeim í heim­sókn. Ný­ver­ið bland­aði hann sér óvænt í mót­mæli á Aust­ur­velli þar sem fólk gaf hon­um pen­ing til að fara. Pen­ing­inn ætl­aði hann að nota til að kaupa dóp. „Ég er að verða ör­magna,“ seg­ir hann.
„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
FréttirHeimilisleysi

Leys­um ekki vanda heim­il­is­lausra „þótt við leggj­um fram ein­hverj­ar til­lög­ur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.
„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
FréttirHeimilisleysi

„Í besta falli ósmekk­leg gas­lýs­ing“ - Seg­ir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ hvetja heim­il­is­lausa til að færa lög­heim­il­ið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.
„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
FréttirHeimilisleysi

„Ekki í boði að út­hýsa þeim“ – Kalla eft­ir svör­um frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ um að­gengi að neyð­ar­skýl­un­um

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
FréttirHeimilisleysi

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár