„Nei, ég tel mig vera styrkum fótum að birta þetta þar sem liggja fyrir þrjú lögfræðiálit þar sem segir að skylt sé að birta þetta. Það eina sem hefur staðið í vegi fyrir að þetta sé birt er að forseti Alþingis er ekki til í að birta þetta,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í samtali við Heimildina.
Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fengu útprentað afrit af skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol í pósthólf sín í morgun. Píratar birtu skýrsluna á vefsíðu sinni fyrr í dag en mikil leynd hefur hvílt yfir henni síðan árið 2018. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki þýtt að trúnaði yfir skýrslunni hafi verið aflétt.
„Ég fékk hana í hendur og fannst mikilvægt að þetta kæmi …
Athugasemdir (1)