Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skoðar að rifta sölunni á eignum Torgs frá Helga til Helga

Ein­ung­is um 100 millj­ón­ir króna eign­ir eru í þrota­búi út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins. Kröf­ur í bú­ið námu 1,5 millj­örð­um króna og sam­þykkt­ar for­gangs­kröf­ur, launakröf­ur frá fyrr­ver­andi starfs­mönn­um og skuld­ir við líf­eyr­is­sjóði, voru upp á 236,5 millj­ón­ir króna. Ljóst má vera að ekki verð­ur til upp í for­gangs­kröf­ur.

Skoðar að rifta sölunni á eignum Torgs frá Helga til Helga
Búið spil Útgáfufélag Fréttablaðsins fór í þrot í vor og blaðið, sem hafði árum saman verið mest lesna dagblað landsins, hætti að koma út samhliða.

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Torgs sem var útgáfufélag Fréttablaðsins og tengdra miðla, metur nú hvort ástæða sé til þess að rifta samningi sem gerður var við félagið Hofgarða ehf. í mars 2021. Frá þessu er greint á mbl.is.

Þá keypti það félag, sem er í eigu fjárfestisins Helga Magnússonar, vörumerki fjölmiðla út úr Torgi, sem var einnig að uppistöðu í eigu Helga Magnússonar. Fyrir það segist Helgi hafa greitt 480 milljónir króna. 

Auk þess keypti dótturfélag Hofgarða dv.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir króna úr þrotabúi Torgs í lok marsmánaðar 2023, á sama tíma og þeir tilkynntu starfsfólki Torgs að félagið væri að fara í þrot og að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt. Fyrir liggur að sú upphæð var ekki greidd í reiðufé ef miðað er við að eignir þrotabús Torgs duga ekki fyrir forgangskröfum.

Helgi lýsti hæstu kröfunni

Fréttablaðið, sem var um árabil mest lesna dagblað landsins, hætti að koma út í lok mars á þessu ári. Útgáfufélag þess, Torg, var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun apríl. Heimildin greindi frá því í síðustu viku að alls hafi 1,5 milljarða króna kröfum verið lýst í búið, en einungis 16 prósent þeirra voru samþykktar, eða kröfur upp á 236,5 milljónir króna. Að uppistöðu var þar um að ræða launakröfur frá fyrrverandi starfsfólki og skuldir við lífeyrissjóði. Félag Helga Magnússonar lýsti hæstu kröfunni í búið, alls upp á 988 milljónir króna. Um almenna kröfu var að ræða og því liggur fyrir að hún fáist ekki greidd. Sömu sögu er að segja um 110 milljón króna skuld  við Skattinn, og þar með ríkissjóð. 

Í umfjöllun mbl.is kemur fram að eignir þrotabúsins nemi um 100 milljónum króna og munu því ekki duga nema fyrir broti af samþykktum forgangskröfum. Á meðal þeirra eigna er prentvél sem Torg átti og notaði til að prenta Fréttablaðið, en Mannlif.is greindi frá því í gær að Landsprent, sem heldur utan um prentsmiðju eigenda Morgunblaðsins, hefði boðið í prentvélina. 

Mikið tap og hrun í lestri

Öllum starfsmönnum Torgs, alls um 100 manns, var sagt upp störfum að morgni 31. mars síðastliðins og félagið í kjölfarið gefið upp til gjaldþrotaskipta. Það gerðist í kjölfar þess að mikið tap hafði verið á rekstri Torgs árum saman og tilraunir til að breyta dreifingu Fréttablaðsins, með því að láta fólk grípa það á fjölförnum stöðum síðdegis í stað þess að fá blaðið inn um lúguna að morgni, höfðu mistekist herfilega með þeim afleiðingum að lestur hrundi og tekjur drógust verulega saman. 

Í síðustu könnun sem Gallup gerði á lestri Fréttablaðsins, sem var fríblað sem var prentað í tugum þúsunda eintaka á dag, mældist lesturinn einungis 14,5 prósent. Þegar best lét, vorið 2007, sögðust 65,2 prósent landsmanna lesa Fréttablaðið. 

Tapið af reglulegum rekstri Torgs á þeim tíma sem Helgi Magnússon og samstarfsfélagar hans stýrðu útgáfufélaginu var gríðarlegt. Á þremur árum, frá byrjun árs 2019 og út árið 2021, var það rúmlega 1,3 milljarðar króna. Við bætist svo tap á rekstrinum á árinu 2022 og á fyrstu mánuðum ársins 2023, sem ekki hefur verið gert opinbert.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
6
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár