Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endalok Fréttablaðsins sem flestir sáu fyrir en komu samt á óvart

Ár­um sam­an hef­ur blas­að við að rekstr­armód­el Frétta­blaðs­ins, sem dreift var frítt inn um lúg­ur tug­þús­unda heim­ila, stóð völt­um fót­um. Sta­f­ræn bylt­ing, hratt minnk­andi lest­ur og auk­inn kostn­að­ur mynd­uðu sam­an gríð­ar­legt rekstr­artap. Til­raun til að breyta um stefnu í byrj­un árs mistókst hrap­al­lega, og nú er blað­ið allt. Eft­ir standa tug­ir blaða­manna og annarra starfs­manna án at­vinnu og fjöldi les­enda sem í meira en tvo ára­tugi hafa van­ist því að lesa Frétta­blað­ið á degi hverj­um.

Endalok Fréttablaðsins sem flestir sáu fyrir en komu samt á óvart
Tómt Ritstjórnarskrifstofa Fréttablaðsins bar þess ekki merki síðastliðinn föstudag að hafa hýst eina stærstu einkareknu fréttaritstjórn landsins degi áður. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Seint á árinu 2017 var ein stærsta einkarekna fjölmiðlasamsteypa landsins, 365 miðlar, brotin upp. Ljós­vaka­miðlar henn­­ar, fjar­­skipta­­starf­­semi og frétta­vef­­ur­inn Vísir voru seld til Vodafone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Heildarkaupverðið var um 8,2 milljarðar króna. Það var greitt með reiðufé, hlutabréfum í Sýn og yfirtöku skulda upp á 4,6 milljarða króna. 

Kaupin skiluðu fjarri því sem búist var við og í byrjun árs 2020 var greint frá því að Sýn hefði fært niður viðskiptavild sína um 2,5 milljarða króna. Það hafði einfaldlega verið ofborgað fyrir fjölmiðlana. „Þeir sem greina fyr­ir­tækið eru löngu búnir að átta sig á þessu,“ sagði Heiðar Guð­jóns­son, þá for­stjóri Sýn­ar, í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa. 

Dældu 1,5 milljörðum króna inn

Rekstur Frétta­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, frettabladid.is, var settur í félagið Torg ehf. samhliða sölu ljósvakamiðlanna til Sýnar. Það félag var áfram …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár