Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skoðar að rifta sölunni á eignum Torgs frá Helga til Helga

Ein­ung­is um 100 millj­ón­ir króna eign­ir eru í þrota­búi út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins. Kröf­ur í bú­ið námu 1,5 millj­örð­um króna og sam­þykkt­ar for­gangs­kröf­ur, launakröf­ur frá fyrr­ver­andi starfs­mönn­um og skuld­ir við líf­eyr­is­sjóði, voru upp á 236,5 millj­ón­ir króna. Ljóst má vera að ekki verð­ur til upp í for­gangs­kröf­ur.

Skoðar að rifta sölunni á eignum Torgs frá Helga til Helga
Búið spil Útgáfufélag Fréttablaðsins fór í þrot í vor og blaðið, sem hafði árum saman verið mest lesna dagblað landsins, hætti að koma út samhliða.

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Torgs sem var útgáfufélag Fréttablaðsins og tengdra miðla, metur nú hvort ástæða sé til þess að rifta samningi sem gerður var við félagið Hofgarða ehf. í mars 2021. Frá þessu er greint á mbl.is.

Þá keypti það félag, sem er í eigu fjárfestisins Helga Magnússonar, vörumerki fjölmiðla út úr Torgi, sem var einnig að uppistöðu í eigu Helga Magnússonar. Fyrir það segist Helgi hafa greitt 480 milljónir króna. 

Auk þess keypti dótturfélag Hofgarða dv.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir króna úr þrotabúi Torgs í lok marsmánaðar 2023, á sama tíma og þeir tilkynntu starfsfólki Torgs að félagið væri að fara í þrot og að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt. Fyrir liggur að sú upphæð var ekki greidd í reiðufé ef miðað er við að eignir þrotabús Torgs duga ekki fyrir forgangskröfum.

Helgi lýsti hæstu kröfunni

Fréttablaðið, sem var um árabil mest lesna dagblað landsins, hætti að koma út í lok mars á þessu ári. Útgáfufélag þess, Torg, var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun apríl. Heimildin greindi frá því í síðustu viku að alls hafi 1,5 milljarða króna kröfum verið lýst í búið, en einungis 16 prósent þeirra voru samþykktar, eða kröfur upp á 236,5 milljónir króna. Að uppistöðu var þar um að ræða launakröfur frá fyrrverandi starfsfólki og skuldir við lífeyrissjóði. Félag Helga Magnússonar lýsti hæstu kröfunni í búið, alls upp á 988 milljónir króna. Um almenna kröfu var að ræða og því liggur fyrir að hún fáist ekki greidd. Sömu sögu er að segja um 110 milljón króna skuld  við Skattinn, og þar með ríkissjóð. 

Í umfjöllun mbl.is kemur fram að eignir þrotabúsins nemi um 100 milljónum króna og munu því ekki duga nema fyrir broti af samþykktum forgangskröfum. Á meðal þeirra eigna er prentvél sem Torg átti og notaði til að prenta Fréttablaðið, en Mannlif.is greindi frá því í gær að Landsprent, sem heldur utan um prentsmiðju eigenda Morgunblaðsins, hefði boðið í prentvélina. 

Mikið tap og hrun í lestri

Öllum starfsmönnum Torgs, alls um 100 manns, var sagt upp störfum að morgni 31. mars síðastliðins og félagið í kjölfarið gefið upp til gjaldþrotaskipta. Það gerðist í kjölfar þess að mikið tap hafði verið á rekstri Torgs árum saman og tilraunir til að breyta dreifingu Fréttablaðsins, með því að láta fólk grípa það á fjölförnum stöðum síðdegis í stað þess að fá blaðið inn um lúguna að morgni, höfðu mistekist herfilega með þeim afleiðingum að lestur hrundi og tekjur drógust verulega saman. 

Í síðustu könnun sem Gallup gerði á lestri Fréttablaðsins, sem var fríblað sem var prentað í tugum þúsunda eintaka á dag, mældist lesturinn einungis 14,5 prósent. Þegar best lét, vorið 2007, sögðust 65,2 prósent landsmanna lesa Fréttablaðið. 

Tapið af reglulegum rekstri Torgs á þeim tíma sem Helgi Magnússon og samstarfsfélagar hans stýrðu útgáfufélaginu var gríðarlegt. Á þremur árum, frá byrjun árs 2019 og út árið 2021, var það rúmlega 1,3 milljarðar króna. Við bætist svo tap á rekstrinum á árinu 2022 og á fyrstu mánuðum ársins 2023, sem ekki hefur verið gert opinbert.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár