Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Helgi Magnússon lýsti kröfu upp á næstum milljarð í þrotabú Torgs

Út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins skuld­aði Skatt­in­um 110 millj­ón­ir króna þeg­ar það fór í þrot. Alls var kröf­um upp á 1,5 millj­arð króna lýst í bú­ið. Af þeim voru tæp­lega 16 pró­sent sam­þykkt­ar, að uppi­stöðu launakröf­ur starfs­fólks og skuld­ir við líf­eyr­is­sjóði. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort eitt­hvað fá­ist upp í þær kröf­ur.

Helgi Magnússon lýsti kröfu upp á næstum milljarð í þrotabú Torgs
Fyrrverandi eigandi Helgi Magnússon kostaði miklu til þegar hann keypti Fréttablaðið og tengda miðla. Hann lagði auk þess umtalsverða fjármuni inn í reksturinn áður en hann sigldi í þrot í lok mars síðastliðins. Mynd: Torg

Alls var kröfum upp á næstum 1,5 milljarð króna lýst í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið og tengda miðla, en útgáfufélagið var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun apríl. Langhæsta krafan, upp á 988 milljónir króna, kom frá Hofgörðum ehf., félags í eigu Helga Magnússonar, sem var eigandi Torgs áður en það fór í þrot. Þar á eftir kemur krafa frá Skattinum upp á 110 milljónir króna. Um almennar kröfur er að ræða og skiptastjóri hefur ekki tekið afstöðu til þeirra í ljósi þess að fyrir liggur að ekkert muni fást upp í almennar kröfur í búið.

Ástæða þess að forgangskröfur, sem eru meðal annars ógreidd laun starfsfólks og greiðslur í lífeyrissjóði sem ekki hafði verið skilað inn, nema 318,5 milljónum króna, en þær voru þó ekki að öllu leyti samþykktar. Alls nemur umfang samþykktra krafna í þrotabúið 235,4 milljónum króna og því ljóst að skiptastjóri metur sem svo …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ja hann kann þetta gamli bókarinnar hjá Hafskip.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár