Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu“

For­stjóri Húsa­smiðj­un­ar seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa hækk­að verð á vör­um sem síð­an voru sett­ar á út­sölu. Verk­efna­stjóri verð­lags­eft­ir­lits ASÍ skor­ar á Húsa­smiðj­una og önn­ur fyr­ir­tæki að birta verð­sögu vara sinna í þágu neyt­enda. Neyt­enda­stofu bár­ust til­kynn­ing­ar um mál­ið í gær­kvöldi.

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu“
Forstjóri Húsasmiðjunnar og Benjamín Julian Árni Stefánsson segir greiningu Benjamín Julian á verðhækkunum vara ekki rétta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu,“ segir forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson í samtali við Heimildina. Grein Benjamín Julian verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ sem ber heitið Hvenær er útsala útsala? gagnrýnir Húsasmiðjuna fyrir að hækka verð á vörum rétt áður en þær voru settar á sumarútsölu. 

Fyrr í vikunni hófst sumarútsala byggingavöruverslunarinnar en þar má finna vörur á allt að 50% afslætti. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum -- "allt að 50% afsláttur". Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkuðu verð á yfir 200 vörum sem síðan voru lækkuð í dag,“ skrifar verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. 

Í kjölfar greinar Benjamín, frétt Vísis um málið og þeirra viðbragða sem hún vakti birti Fésbókarsíða Húsasmiðjunnar færsluna „Skotið fyrst og spurt svo...,“ en þar segir meðal annars: „Engar verðlistahækkanir hafa verið á þeim vörum sem ASÍ vísar í síðustu daga. Það er því óásættanleg framsetning sem kemur fram í frétt Vísis og á bloggi Julian, þetta sýnir frekar þá staðreynd að við erum í harðri samkeppni, með stutt, blautt og kalt sumar og þurfum að selja árstíðarvörurnar á góðu verði fyrir haustið.“ 

Engar hækkanir

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir vörurnar ekki hafa verið hækkaðar í verði heldur hafi tilboð á þeim liðið undir lok síðastliðin sunnudag, 25. júní. Eftir það tilboð fóru vörurnar aftur á sitt eðlilega verð. Síðan hófst sumarútsala verslunarinnar og þá lækkuðu vörurnar á ný. „Ég kannaði þetta sérstaklega hjá okkar innkaupafólki. Núna í vikunni voru engar verðhækkanir á vöruflokkum eða öðru slíku.“

Árni StefánssonSegir Húsasmiðjuna vinna eftir reglum Neytendastofu.

Hann segir það venjuna að vörur fari aftur á listaverð eftir að tilboð renni út. „Við viljum alls ekki að það sé verið að væna okkur fyrir að hækka vöru sérstaklega fyrir útsölu. Það eru sannarlega ekki viðskiptahættir sem við viljum stunda.“ 

Aðspurður hvort að þeir neytendur sem hitti á hefðbundna rekstardaga á milli útsölu- og tilboðsdaga séu þá óheppnir að borga hærra verð fyrir vörur segir Árni: „Já það er bara eins og í allri verslun almennt að maður getur verið... vanalega er langt á milli tilboða á einstökum vörum. En það er mjög hörð samkeppni í þessum sumarvörum og þetta er tiltölulega stuttur gluggi sem verið er að selja þær í.“

Samkvæmt Árna er öllum upp á lagt hjá Húsasmiðjunni að vinna eftir reglum Neytendastofu í kringum auglýsingar og tilboð. Því hafi ekki verið neinn ásetningur um að blekkja viðskiptavini og segir hann staðreyndirnar tala sínu máli.

Raunveruleg verðhækkun

Matthildur Sveinsdóttir sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir fyrstu ábendingar um útsöluna hafa borist í gærkvöldi og því sé málið í frumskoðun.

SumarútsalaAuglýsing Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Um reglur er varða útsölur segir Matthildur: „Það er regla um það að þegar þú ert að kynna einhverja verðlækkun, sama hvað hún heitir, að þá þarf verðlækkunin að vera raunveruleg þannig að varan sé raunverulega að lækka í verði. Þú mátt ekki setja þetta fram með villandi hætti.“ Hún segir ekki vera til föst viðmið um hve lengi vörur þurfi að vera seldar á hærra verði áður en að hægt sé að lækka verðið. 

Eru reglurnar þannig núna að ég mætti selja ís á 1000 krónur og svo allt í einu hækka verðið upp í 2000 krónur, lækka það svo aftur í 1000kr og segja að ísinn væri á 50% afslætti?

„Við höfum tekið ákvarðanir um að það sé brot gegn lögunum,“ segir Matthildur og bætir síðan við: „Ef þú ert með ís sem selst mjög mikið af að þá yrði mögulega gerð krafa um að þú hafir raunverulega selt hana á þessu verði en ef þetta er vara sem er kannski lítil velta á að þá eru alveg tilvik þar sem neytendastofa hefur látið duga að sýnt hafi verið fram á að hún hafi raunverulega verið boðin fram til sölu.“ 

Birta verðsöguna

Alls telur Benjamín 216 vörur hafa verið hækkaðar í verði rétt fyrir útsöluna og eru þær útlistaðar í grein hans. Aðspurður hvernig neytendur geti verið vakandi fyrir villandi upplýsingum fyrirtækja segir hann það ekki á nokkurn mann leggjandi að safna slíkum gögnum. „Enn ein ástæðan fyrir því að fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í að birta verðsögu á vörunum sem þau eru með.“ 

Benjamín skorar á Húsasmiðjuna og aðrar verslanir að birta verðsögu á vörunum sínum til að fólk geti séð hver raunverulegur afsláttur er. 

Von er á frumvarpi um Evrópureglugerð á næstunni á Alþingi. Reglugerðin myndi herða skilyrði á markaði og auka eftirlit. Þá þyrfti að miða útsöluverð við ódýrasta verð vörunnar síðustu 30 daga. „Hún felur í sér að þegar að þú auglýsir lækkað verð þarf fyrra verðið að vera lægsta verðið sem vara var á síðustu 30 daga tímabili. Þannig að ef þú ert með afslátt í dag og þeim afslætti lýkur eftir viku og þú ætlar eftir tvær vikur aftur að bjóða lækkað verð að þá er fyrra verðið á seinna afsláttartímabilinu lækkaða verðið á síðasta afslætti,“ segir Matthildur.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Sá að Húsasmiðjan hafði hækkað verðið á Texas sláttuvél upp í 99.000 kr. og lækkað aftur niður í 72.000 kr. á tilboði.
    Ég keypti svona vél í Húsasmiðjunni fyrir 2-3 árum og borgaði milli 40 og 50.000 kr. fyrir vélina, ekki á útsölu. Ég fæ ekki séð hvernig verðið getur farið upp í 99.000 kr. Þrátt fyrir hækkun á stáli eða töluverða verðbólgu á tímabilinu. Það verður gaman að sjá hvort þetta háa verð á vélinni helst eftir að útsölunni lýkur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
2
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
4
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
6
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
3
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
10
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár