Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum

Rekstr­arnið­ur­staða þess hluta Reykja­vík­ur­borg­ar sem er fjár­magn­að­ur með skatt­fé var 1,8 millj­örð­um krón­um verri á fyrsta árs­fjórð­ungi 2023 en fjár­hags­áætl­un hafði gert ráð fyr­ir. Hærri fjár­magns­gjöld vegna verð­bólgu helsta ástæð­an, seg­ir borg­in.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur og mun sitja í því embætti út þetta ár. Þá tekur Einar Þorsteinsson við. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

A-hluti Reykjavíkurborgar, sá hluti reksturs hennar sem rekinn er fyrir skattfé, var rekinn um fjögurra milljarða króna halla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er umtalsvert lakari rekstrarniðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en þær höfðu reiknað með 2,2 milljarða króna tapi. Niðurstaðan er því 1,8 milljörðum krónum verri en reiknað hafði með. 

Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri höfuðborgarinnar sem var lagt fram í borgarráði í dag og var birt í tilkynningarkerfi Kauphallar Íslands í kjölfarið. 

Í tilkynningunni segir að helsta skýringin á auknum taprekstri séu hærri fjármagnsgjöld vegna verðbólgu, en þau voru 995 milljónum krónum hærri en fjárhagsáætlun borgarinnar hafði gert ráð fyrir. Auk þess hafi kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var. Heilt yfir var rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði neikvæð um 764 milljónir króna, sem er 812 milljónum króna verri niðurstaða en fjárhagsáætlun hafði reiknað með. 

Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði jákvætt um 349 milljónir króna. 

Tapaði 15,6 milljörðum í fyrra

Þetta tap bætist við þá 15,6 milljarða króna sem A-hluti Reykjavíkurborgar tapaði í fyrra. Sú niðurstaða var 12,8 milljörðum krónum verri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Samstæða borgarinnar, A- og B-hlutinn, skilaði hins vegar sex milljarða króna hagnaði á árinu 2022, sem var þremur milljörðum króna undir fjárhagsáætlun. Þar skipti mestu að matsbreytingar fjárfestingaeigna, sem eru þær 3.067 íbúðir sem Félagsbústaðir eiga, voru 21 milljarður króna í stað þeirra sex sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum. Þetta gerðist vegna þess að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hér er þó um peninga sem ekki er hægt að ráðstafa nema með því að selja umræddar íbúðir, en Reykjavíkurborg er bakbeinið í félagslega húsnæðiskerfinu á höfuðborgarsvæðinu með nálægt 80 prósent alls slíks húsnæðis á svæðinu innan sinna marka. 

Staðan skárst í höfuðborginni

Heimildin greindi frá því í maí að þrátt fyrir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefði versnað hratt síðustu misserin þá væri skuldastaða A-hluta rekstur hennar betri en allra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Í lok síðasta árs var skulda­hlut­fall­ið lægst í Reykja­vík og Kópa­vogi, skuld­ir á hvern íbúa lægst­ar í þeim sveit­ar­fé­lög­um og veltu­fjár­hlut­fall­ið, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, var hæst í höf­uð­borg­inni.

Skuldahlutfall A-hlutans í Reykjavíkur hefur þó hækkað skarpt á undanförnum árum. Það var 85 prósent í lok árs 2017 en var komið í 112 prósent um síðustu áramót. Í samanburði við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er það hlutfall ekki hátt. Raunar er einungis eitt nágrannasveitarfélag, Kópavogur, sem er með betra skuldahlutfall, en þar er það 111 prósent og staðan því nánast sú sama og í Reykjavík. Hæst er skuldahlutfallið hjá Hafnarfjarðarbæ, 136 prósent, en þar fer það lækkandi. Í Mosfellsbæ er það 132,6 prósent, 130 prósent á Seltjarnarnesi og 125 prósent í Garðabæ.



Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár