Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum

Rekstr­arnið­ur­staða þess hluta Reykja­vík­ur­borg­ar sem er fjár­magn­að­ur með skatt­fé var 1,8 millj­örð­um krón­um verri á fyrsta árs­fjórð­ungi 2023 en fjár­hags­áætl­un hafði gert ráð fyr­ir. Hærri fjár­magns­gjöld vegna verð­bólgu helsta ástæð­an, seg­ir borg­in.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur og mun sitja í því embætti út þetta ár. Þá tekur Einar Þorsteinsson við. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

A-hluti Reykjavíkurborgar, sá hluti reksturs hennar sem rekinn er fyrir skattfé, var rekinn um fjögurra milljarða króna halla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er umtalsvert lakari rekstrarniðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en þær höfðu reiknað með 2,2 milljarða króna tapi. Niðurstaðan er því 1,8 milljörðum krónum verri en reiknað hafði með. 

Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri höfuðborgarinnar sem var lagt fram í borgarráði í dag og var birt í tilkynningarkerfi Kauphallar Íslands í kjölfarið. 

Í tilkynningunni segir að helsta skýringin á auknum taprekstri séu hærri fjármagnsgjöld vegna verðbólgu, en þau voru 995 milljónum krónum hærri en fjárhagsáætlun borgarinnar hafði gert ráð fyrir. Auk þess hafi kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var. Heilt yfir var rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði neikvæð um 764 milljónir króna, sem er 812 milljónum króna verri niðurstaða en fjárhagsáætlun hafði reiknað með. 

Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði jákvætt um 349 milljónir króna. 

Tapaði 15,6 milljörðum í fyrra

Þetta tap bætist við þá 15,6 milljarða króna sem A-hluti Reykjavíkurborgar tapaði í fyrra. Sú niðurstaða var 12,8 milljörðum krónum verri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Samstæða borgarinnar, A- og B-hlutinn, skilaði hins vegar sex milljarða króna hagnaði á árinu 2022, sem var þremur milljörðum króna undir fjárhagsáætlun. Þar skipti mestu að matsbreytingar fjárfestingaeigna, sem eru þær 3.067 íbúðir sem Félagsbústaðir eiga, voru 21 milljarður króna í stað þeirra sex sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum. Þetta gerðist vegna þess að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hér er þó um peninga sem ekki er hægt að ráðstafa nema með því að selja umræddar íbúðir, en Reykjavíkurborg er bakbeinið í félagslega húsnæðiskerfinu á höfuðborgarsvæðinu með nálægt 80 prósent alls slíks húsnæðis á svæðinu innan sinna marka. 

Staðan skárst í höfuðborginni

Heimildin greindi frá því í maí að þrátt fyrir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefði versnað hratt síðustu misserin þá væri skuldastaða A-hluta rekstur hennar betri en allra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Í lok síðasta árs var skulda­hlut­fall­ið lægst í Reykja­vík og Kópa­vogi, skuld­ir á hvern íbúa lægst­ar í þeim sveit­ar­fé­lög­um og veltu­fjár­hlut­fall­ið, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, var hæst í höf­uð­borg­inni.

Skuldahlutfall A-hlutans í Reykjavíkur hefur þó hækkað skarpt á undanförnum árum. Það var 85 prósent í lok árs 2017 en var komið í 112 prósent um síðustu áramót. Í samanburði við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er það hlutfall ekki hátt. Raunar er einungis eitt nágrannasveitarfélag, Kópavogur, sem er með betra skuldahlutfall, en þar er það 111 prósent og staðan því nánast sú sama og í Reykjavík. Hæst er skuldahlutfallið hjá Hafnarfjarðarbæ, 136 prósent, en þar fer það lækkandi. Í Mosfellsbæ er það 132,6 prósent, 130 prósent á Seltjarnarnesi og 125 prósent í Garðabæ.



Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár