Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum

Rekstr­arnið­ur­staða þess hluta Reykja­vík­ur­borg­ar sem er fjár­magn­að­ur með skatt­fé var 1,8 millj­örð­um krón­um verri á fyrsta árs­fjórð­ungi 2023 en fjár­hags­áætl­un hafði gert ráð fyr­ir. Hærri fjár­magns­gjöld vegna verð­bólgu helsta ástæð­an, seg­ir borg­in.

A-hluti Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á þremur mánuðum
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur og mun sitja í því embætti út þetta ár. Þá tekur Einar Þorsteinsson við. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

A-hluti Reykjavíkurborgar, sá hluti reksturs hennar sem rekinn er fyrir skattfé, var rekinn um fjögurra milljarða króna halla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er umtalsvert lakari rekstrarniðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en þær höfðu reiknað með 2,2 milljarða króna tapi. Niðurstaðan er því 1,8 milljörðum krónum verri en reiknað hafði með. 

Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri höfuðborgarinnar sem var lagt fram í borgarráði í dag og var birt í tilkynningarkerfi Kauphallar Íslands í kjölfarið. 

Í tilkynningunni segir að helsta skýringin á auknum taprekstri séu hærri fjármagnsgjöld vegna verðbólgu, en þau voru 995 milljónum krónum hærri en fjárhagsáætlun borgarinnar hafði gert ráð fyrir. Auk þess hafi kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var. Heilt yfir var rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði neikvæð um 764 milljónir króna, sem er 812 milljónum króna verri niðurstaða en fjárhagsáætlun hafði reiknað með. 

Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði jákvætt um 349 milljónir króna. 

Tapaði 15,6 milljörðum í fyrra

Þetta tap bætist við þá 15,6 milljarða króna sem A-hluti Reykjavíkurborgar tapaði í fyrra. Sú niðurstaða var 12,8 milljörðum krónum verri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Samstæða borgarinnar, A- og B-hlutinn, skilaði hins vegar sex milljarða króna hagnaði á árinu 2022, sem var þremur milljörðum króna undir fjárhagsáætlun. Þar skipti mestu að matsbreytingar fjárfestingaeigna, sem eru þær 3.067 íbúðir sem Félagsbústaðir eiga, voru 21 milljarður króna í stað þeirra sex sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum. Þetta gerðist vegna þess að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hér er þó um peninga sem ekki er hægt að ráðstafa nema með því að selja umræddar íbúðir, en Reykjavíkurborg er bakbeinið í félagslega húsnæðiskerfinu á höfuðborgarsvæðinu með nálægt 80 prósent alls slíks húsnæðis á svæðinu innan sinna marka. 

Staðan skárst í höfuðborginni

Heimildin greindi frá því í maí að þrátt fyrir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefði versnað hratt síðustu misserin þá væri skuldastaða A-hluta rekstur hennar betri en allra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Í lok síðasta árs var skulda­hlut­fall­ið lægst í Reykja­vík og Kópa­vogi, skuld­ir á hvern íbúa lægst­ar í þeim sveit­ar­fé­lög­um og veltu­fjár­hlut­fall­ið, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, var hæst í höf­uð­borg­inni.

Skuldahlutfall A-hlutans í Reykjavíkur hefur þó hækkað skarpt á undanförnum árum. Það var 85 prósent í lok árs 2017 en var komið í 112 prósent um síðustu áramót. Í samanburði við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er það hlutfall ekki hátt. Raunar er einungis eitt nágrannasveitarfélag, Kópavogur, sem er með betra skuldahlutfall, en þar er það 111 prósent og staðan því nánast sú sama og í Reykjavík. Hæst er skuldahlutfallið hjá Hafnarfjarðarbæ, 136 prósent, en þar fer það lækkandi. Í Mosfellsbæ er það 132,6 prósent, 130 prósent á Seltjarnarnesi og 125 prósent í Garðabæ.



Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár