„Frá okkar sjónarhóli þá leiddi framkvæmdin til frábærrar fjárhagslegrar niðurstöðu ríkissjóðs og farsæls útboðs,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Hann er enn á þeirri skoðun að útboð Íslandsbanka á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum hafi verið farsælasta útboð Íslandssögunnar, þrátt fyrir að skýrsla Fjármálaeftirlitsins (FME) um útboðið hafi leitt í ljós alvarleg lögbrot af hálfu Íslandsbanka.
Telur þú að þið hafið gert einhver mistök?
„Nei,“ segir Jón Gunnar.
Bankasýslan annaðist útboðið ásamt Íslandsbanka en í skýrslu FME kemur fram að bankinn hafi veitt Bankasýslunni villandi upplýsingar og blekkt stofnunina.
Ríkisstjórnin sagðist í kjölfar útboðsins ætla að leggja Bankasýsluna niður. Það hefur þó ekki raungerst og segist Jón Gunnar ekki vita hvort það muni gerast.
Er enn þörf á ykkur?
„Ég ætla ekki að leggja mat á það en við erum kallaðir fyrir þingnefnd svo það hlýtur að vera eitthvað vit í þvi sem við erum að leggja fram,“ segir Jón Gunnar og vísar til fundar efnahags- og viðskiptanefndar sem hann sat fyrir svörum á í dag.
Athugasemdir (1)