Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins seg­ir að sal­an á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars í fyrra hafi ekki bara ver­ið eitt af far­sæl­ustu út­boð­um Ís­lands­sög­unn­ar held­ur „held­ur vænt­an­lega eitt af far­sæl­ustu hluta­fjárút­boð­um sem átti sér stað í Evr­ópu á síð­ustu mán­uð­um.“

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar
Forstjórinn Formenn ríkisstjórnarflokkanna boðuðu að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður í yfirlýsingu sem birt var fyrir rúmum 14 mánuðum síðan. Hún starfar enn og telur sig hafa fullt umboð. Mynd: Skjáskot

„Ég sagði hérna fyrir framan stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrra að þetta væri farsælasta útboð Íslandssögunnar. Ég stend við það.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Þar átti hann við lokað útboð á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var á nokkrum klukkutímum fyrir 52,65 milljarða króna þann 22. mars í fyrra. Jón Gunnar bætti við að þetta hafi ekki bara verið „eitt farsælasta útboð Íslandssögunnar, heldur væntanlega eitt af farsælustu hlutafjárútboðum sem átti sér stað í Evrópu á síðustu mánuðum.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, sagði í kjölfarið: „Eins og þið heyrið þá er hann mjög stoltur af útboðinu.“

Jón Gunnar var þar að vísa til ummæla sem hann lét falla á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is 2. desember 2022. Þar sagði hann: „Sala rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í mars er að mín­um dómi far­sæl­asta hluta­fjárút­boð Íslands­sög­unn­ar. Við get­um aldrei litið fram hjá því þegar við ákveðum næstu sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins.“

Margháttaðar brotalamir og lögbrot opinberuð

Tilefni fundarins í efnahags- og viðskiptanefnd var sátt sem Íslandsbanki, einn þeirra söluráðgjafa sem Bankasýsla réð til að selja hlutinn, gerði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna alvarlegra, kerfislægra og margþættra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboðið. Sú niðurstaða hefur þegar kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, starfið auk þess sem Íslandsbanki samþykkti að borga næstum 1,2 milljarða króna sekt vegna lögbrotanna. 

Áður hafði Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu, í stjórnsýsluúttekt sem gerð var opinber í nóvember í fyrra, að fjölmargir annmarkar hefðu verið á söluferlinu. Mikil gagnrýni var sett fram á framgöngu Bankasýslunnar og starfsmanna hennar í því. Niðurstaðan var sú að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn auk þess sem Bankasýslan hafði ekki haft réttar upplýsingar um eftirspurn þegar ákvörðun um verð og umfang sölu var tekin. Í skýrslunni segir að „upp­­lýs­ingar til ráð­herra í rök­studda mat­inu voru óná­­kvæmar bæði hvað varðar fjölda þeirra fjár­­­festa sem skráðu sig fyrir hlutum og heild­­ar­fjár­­hæð til­­­boða. Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­­kvæmum upp­­lýs­ing­­um.“

Auk þessa stendur yfir athugun umboðsmanns Alþingis á hæfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við söluna í ljósi þess að félag föður hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Telja sig hafa fullt umboð

Forsvarsmenn Bankasýslunnar voru einnig spurðir út í umboð sitt, í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu boðað það með yfirlýsingu dagsett 19. apríl í fyrra að stofnunin yrði lögð niður. Lárus svaraði því til að það væri ekki búið að leggja Bankasýsluna niður, þrátt fyrir að langur tími væri liðinn síðan að yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna var birt. „Bankasýslan er ennþá í fullu gildi. Það hefur ekkert verið dregið neitt úr hennar hlutverki. Þar með höfum við fullt umboð.“

Fyrir liggur að Bankasýslan kallaði eftir því að hluthafafundur yrði haldinn vegna sáttarinnar sem gerð var við fjármálaeftirlitið. Lárus sagði á fundinum í dag að það væri ekki heppilegt að skipta út allri stjórn bankans á þeim fundi, en hann mun fara fram 28. júlí næstkomandi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Það er eins Jón Gunnar sé ekki nú mjög skýr í kollinum ??
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar”
    Ef tilgangurinn með þessum gjörningi öllum var að rýra traust almennings á Bben, Bankasýslunni, Íslandsbanka og fjármálakerfinu almennt þá heppnaðist þetta auðvitað fullkomlega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
4
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár