Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins seg­ir að sal­an á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars í fyrra hafi ekki bara ver­ið eitt af far­sæl­ustu út­boð­um Ís­lands­sög­unn­ar held­ur „held­ur vænt­an­lega eitt af far­sæl­ustu hluta­fjárút­boð­um sem átti sér stað í Evr­ópu á síð­ustu mán­uð­um.“

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar
Forstjórinn Formenn ríkisstjórnarflokkanna boðuðu að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður í yfirlýsingu sem birt var fyrir rúmum 14 mánuðum síðan. Hún starfar enn og telur sig hafa fullt umboð. Mynd: Skjáskot

„Ég sagði hérna fyrir framan stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrra að þetta væri farsælasta útboð Íslandssögunnar. Ég stend við það.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Þar átti hann við lokað útboð á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var á nokkrum klukkutímum fyrir 52,65 milljarða króna þann 22. mars í fyrra. Jón Gunnar bætti við að þetta hafi ekki bara verið „eitt farsælasta útboð Íslandssögunnar, heldur væntanlega eitt af farsælustu hlutafjárútboðum sem átti sér stað í Evrópu á síðustu mánuðum.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, sagði í kjölfarið: „Eins og þið heyrið þá er hann mjög stoltur af útboðinu.“

Jón Gunnar var þar að vísa til ummæla sem hann lét falla á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is 2. desember 2022. Þar sagði hann: „Sala rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í mars er að mín­um dómi far­sæl­asta hluta­fjárút­boð Íslands­sög­unn­ar. Við get­um aldrei litið fram hjá því þegar við ákveðum næstu sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins.“

Margháttaðar brotalamir og lögbrot opinberuð

Tilefni fundarins í efnahags- og viðskiptanefnd var sátt sem Íslandsbanki, einn þeirra söluráðgjafa sem Bankasýsla réð til að selja hlutinn, gerði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna alvarlegra, kerfislægra og margþættra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboðið. Sú niðurstaða hefur þegar kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, starfið auk þess sem Íslandsbanki samþykkti að borga næstum 1,2 milljarða króna sekt vegna lögbrotanna. 

Áður hafði Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu, í stjórnsýsluúttekt sem gerð var opinber í nóvember í fyrra, að fjölmargir annmarkar hefðu verið á söluferlinu. Mikil gagnrýni var sett fram á framgöngu Bankasýslunnar og starfsmanna hennar í því. Niðurstaðan var sú að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn auk þess sem Bankasýslan hafði ekki haft réttar upplýsingar um eftirspurn þegar ákvörðun um verð og umfang sölu var tekin. Í skýrslunni segir að „upp­­lýs­ingar til ráð­herra í rök­studda mat­inu voru óná­­kvæmar bæði hvað varðar fjölda þeirra fjár­­­festa sem skráðu sig fyrir hlutum og heild­­ar­fjár­­hæð til­­­boða. Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­­kvæmum upp­­lýs­ing­­um.“

Auk þessa stendur yfir athugun umboðsmanns Alþingis á hæfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við söluna í ljósi þess að félag föður hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Telja sig hafa fullt umboð

Forsvarsmenn Bankasýslunnar voru einnig spurðir út í umboð sitt, í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu boðað það með yfirlýsingu dagsett 19. apríl í fyrra að stofnunin yrði lögð niður. Lárus svaraði því til að það væri ekki búið að leggja Bankasýsluna niður, þrátt fyrir að langur tími væri liðinn síðan að yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna var birt. „Bankasýslan er ennþá í fullu gildi. Það hefur ekkert verið dregið neitt úr hennar hlutverki. Þar með höfum við fullt umboð.“

Fyrir liggur að Bankasýslan kallaði eftir því að hluthafafundur yrði haldinn vegna sáttarinnar sem gerð var við fjármálaeftirlitið. Lárus sagði á fundinum í dag að það væri ekki heppilegt að skipta út allri stjórn bankans á þeim fundi, en hann mun fara fram 28. júlí næstkomandi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Það er eins Jón Gunnar sé ekki nú mjög skýr í kollinum ??
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar”
    Ef tilgangurinn með þessum gjörningi öllum var að rýra traust almennings á Bben, Bankasýslunni, Íslandsbanka og fjármálakerfinu almennt þá heppnaðist þetta auðvitað fullkomlega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
2
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Sigur Trump í höfn
5
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.
Íslendingar í Bandaríkjunum fylgjast spenntir með kosningunum
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Ís­lend­ing­ar í Banda­ríkj­un­um fylgj­ast spennt­ir með kosn­ing­un­um

Banda­ríkja­menn kjósa sér for­seta í dag. Heim­ild­in náði tali af tveim­ur Ís­lend­ing­um sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um. Báð­ir við­mæl­end­ur töldu lík­legt að Harris færi með sig­ur en mik­il óvissa rík­ir um úr­slit kosn­ing­anna og sig­ur­mögu­leika fram­bjóð­end­anna. Skoð­anakann­an­ir benda flest­ar til þess að af­ar mjótt sé á mun­in­um milli Harris og Trump.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár