Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni Benediktsson: Væri heppilegra að hleypa öllum að útboðinu næst

Fjár­mála­ráð­herra tel­ur frek­ari sölu á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka skyn­sam­lega þó hún sé ekki á áætl­un strax. Al­mennt út­boð þar sem öll geta tek­ið þátt væri að mati ráð­herr­ans heppi­legri leið en sú sem var far­in síð­ast.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki hans hlutverk að krefjast þess að stjórnendur Íslandsbanka segi af sér vegna þeirra lögbrota sem framin voru í bankanum við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í honum. Aftur á móti sé ekki óeðlilegt að nú sé rætt um hvort mannabreytingar þurfi að eiga sér stað innan bankans. 

Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) um brot bankans málar upp dökka mynd af því hvernig staðið var að sölunni á hlut ríkisins. Íslandsbanki hefur gengist við því að hafa brotið lög í ferlinu. 

Sátt FME og bankans, sem mun greiða sögulega háa sekt vegna málsins, var rædd á fundi ríkisstjórnar og ráðherranefndar um efnahagsmál í morgun.

Andstaðan syngi alltaf sama sönginn

Stjórnarandstaðan kallaði eftir afsögn Bjarna eftir að skýrslan var gefin út, en ekki er tekið á hlutverki hans við undirbúning sölunnar í skýrslunni. Í henni er fjallað um hlut Íslandsbanka í málinu. Stjórnarandstaðan segir samt sem áður að ábyrgðin liggi hjá Bjarna sem fjármálaráðherra.

Hann segist sakna þess að heyra eitthvað frumlegt eða málefnalegt frá stjórnarandstöðunni. 

„Stjórnarandstaðan syngur alltaf sama sönginn,“ segir hann. 

Umrædd stjórnarandstaða hefur einnig krafist þess að sérstök rannsóknarnefnd verði skipuð vegna sölunnar. Það hefur ríkisstjórnin ekki tekið vel í. 

„Ég spyr þá sem kalla eftir sérstakri rannsóknarnefnd: Hvar höfum við séð vísbendingar um að Ríkisendurskoðun eða núna eftir atvikum fjármálaeftirlitið skorti einhverjar valdheimildir til að varpa ljósi á málið? Ég sé engin merki um það. Þvert á móti sé ég ekki annað en að allt það sem máli skiptir hafi fengið skoðun, öllu hafi verið velt upp og það hafi verið tekið á því í samhengi við tilefnið.“

En FME hefur ekki heimild til þess að rannsaka þitt hlutverk? 

„Mitt hlutverk hefur verið rannsakað sérstaklega af ríkisendurskoðanda. Það er hans hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og hann hefur til þess mjög víðtækar heimildir. Reyndar er umboðsmaður Alþingis líka með víðtækar heimildir.“

Jákvæður frumjöfnuður stoppi í gatið

Ríkið á enn rúm 40 prósent í Íslandsbanka og gerði ríkisstjórnin ráð fyrir því að losa um þann hlut á þessu ári til þess að hjálpa til við að fjármagna ríkissjóð. Nú er ekki útlit fyrir að slík sala fari í gegn á þessu ári. Spurður um gatið sem myndast í fjárlögum segir Bjarni að forsendur hafi breyst og að afkoma ríkissjóðs sé mun betri í ár en gert var ráð fyrir í fjármálafrumvarpinu. 

„Það birtist okkur í frumjöfnuðinum sem stefnir í að fara 90 milljarða fram úr því sem við áður áætluðum. Það vinnur upp fjármögnunarþörfina sem myndast við það að við seljum ekki bankann og gott betur en það,“ segir Bjarni og vísar þá í að nýleg þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. afkoma að frátöldum vaxtagjöldum, verði jákvæður um nærri 44 milljarða króna í ár. Er það 90 milljörðum betri afkoma en útlit var fyrir þegar fjárlögin voru samþykkt í desember síðastliðnum. 

100 milljarðar á borðinu

En Bjarni telur samt vænlegt að selja hlut ríkisins í bankanum í framtíðinni. 

„Ég bendi á það að það að selja hlut eins og þann sem ríkið á núna í Íslandsbanka myndi mögulega útvega ríkissjóði svona 100 milljarða sem við þá þyrftum ekki að taka, en ef við þyrftum að taka þá peninga að láni þá erum við að gera það núna á tiltölulega slæmum kjörum borið saman við undanfarin ár þannig að það eru mjög miklir hagsmunir í því að við hættum ekki við áform um að losa um eignarhlutinn í Íslandsbanka.“

Þú sérð fyrir þér að það verði gert, bara ekki alveg strax? 

„Við þurfum bara að skapa aðstæður til þess eins og við getum gert og svo þurfa auðvitað ytri aðstæður að vera hagfelldar þannig að það sé hagfellt fyrir ríkissjóð að losa um eignarhlutinn miðað við markaðsaðstæður,“ segir Bjarni. 

Hvernig munið þið gera þetta öðruvísi næst? 

„Ég held að við séum í grófum dráttum sammála um það að almennt útboð þar sem allir ættu kost á að taka þátt væri heppilegri leið. Það er ekki leið sem gefur kost á að selja jafn stóran hlut á jafn skömmum tíma eins og var gert með þessu fyrirkomulagi sem var síðast en það er leið sem á margan annan hátt er heppilegri,“ segir Bjarni. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Gjaldþrotasmiðir fyrirhrunsáranna sem ekkert hafa lært í 15 ár eiga ekki að leiða umræðuna um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálastofnunum.
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Mitt hlutverk hefur verið rannsakað sérstaklega af ríkisendurskoðanda...." Lygi. Aðeins að takmörkuðu leiti.
    0
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Bjarni syngur alltaf sama lygasönginn
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    „Væri heppilegra að hleypa öllum að útboðinu næst“ spyr Bjarni. Svarið er Já.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár