Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni Benediktsson: Væri heppilegra að hleypa öllum að útboðinu næst

Fjár­mála­ráð­herra tel­ur frek­ari sölu á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka skyn­sam­lega þó hún sé ekki á áætl­un strax. Al­mennt út­boð þar sem öll geta tek­ið þátt væri að mati ráð­herr­ans heppi­legri leið en sú sem var far­in síð­ast.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki hans hlutverk að krefjast þess að stjórnendur Íslandsbanka segi af sér vegna þeirra lögbrota sem framin voru í bankanum við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í honum. Aftur á móti sé ekki óeðlilegt að nú sé rætt um hvort mannabreytingar þurfi að eiga sér stað innan bankans. 

Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) um brot bankans málar upp dökka mynd af því hvernig staðið var að sölunni á hlut ríkisins. Íslandsbanki hefur gengist við því að hafa brotið lög í ferlinu. 

Sátt FME og bankans, sem mun greiða sögulega háa sekt vegna málsins, var rædd á fundi ríkisstjórnar og ráðherranefndar um efnahagsmál í morgun.

Andstaðan syngi alltaf sama sönginn

Stjórnarandstaðan kallaði eftir afsögn Bjarna eftir að skýrslan var gefin út, en ekki er tekið á hlutverki hans við undirbúning sölunnar í skýrslunni. Í henni er fjallað um hlut Íslandsbanka í málinu. Stjórnarandstaðan segir samt sem áður að ábyrgðin liggi hjá Bjarna sem fjármálaráðherra.

Hann segist sakna þess að heyra eitthvað frumlegt eða málefnalegt frá stjórnarandstöðunni. 

„Stjórnarandstaðan syngur alltaf sama sönginn,“ segir hann. 

Umrædd stjórnarandstaða hefur einnig krafist þess að sérstök rannsóknarnefnd verði skipuð vegna sölunnar. Það hefur ríkisstjórnin ekki tekið vel í. 

„Ég spyr þá sem kalla eftir sérstakri rannsóknarnefnd: Hvar höfum við séð vísbendingar um að Ríkisendurskoðun eða núna eftir atvikum fjármálaeftirlitið skorti einhverjar valdheimildir til að varpa ljósi á málið? Ég sé engin merki um það. Þvert á móti sé ég ekki annað en að allt það sem máli skiptir hafi fengið skoðun, öllu hafi verið velt upp og það hafi verið tekið á því í samhengi við tilefnið.“

En FME hefur ekki heimild til þess að rannsaka þitt hlutverk? 

„Mitt hlutverk hefur verið rannsakað sérstaklega af ríkisendurskoðanda. Það er hans hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og hann hefur til þess mjög víðtækar heimildir. Reyndar er umboðsmaður Alþingis líka með víðtækar heimildir.“

Jákvæður frumjöfnuður stoppi í gatið

Ríkið á enn rúm 40 prósent í Íslandsbanka og gerði ríkisstjórnin ráð fyrir því að losa um þann hlut á þessu ári til þess að hjálpa til við að fjármagna ríkissjóð. Nú er ekki útlit fyrir að slík sala fari í gegn á þessu ári. Spurður um gatið sem myndast í fjárlögum segir Bjarni að forsendur hafi breyst og að afkoma ríkissjóðs sé mun betri í ár en gert var ráð fyrir í fjármálafrumvarpinu. 

„Það birtist okkur í frumjöfnuðinum sem stefnir í að fara 90 milljarða fram úr því sem við áður áætluðum. Það vinnur upp fjármögnunarþörfina sem myndast við það að við seljum ekki bankann og gott betur en það,“ segir Bjarni og vísar þá í að nýleg þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. afkoma að frátöldum vaxtagjöldum, verði jákvæður um nærri 44 milljarða króna í ár. Er það 90 milljörðum betri afkoma en útlit var fyrir þegar fjárlögin voru samþykkt í desember síðastliðnum. 

100 milljarðar á borðinu

En Bjarni telur samt vænlegt að selja hlut ríkisins í bankanum í framtíðinni. 

„Ég bendi á það að það að selja hlut eins og þann sem ríkið á núna í Íslandsbanka myndi mögulega útvega ríkissjóði svona 100 milljarða sem við þá þyrftum ekki að taka, en ef við þyrftum að taka þá peninga að láni þá erum við að gera það núna á tiltölulega slæmum kjörum borið saman við undanfarin ár þannig að það eru mjög miklir hagsmunir í því að við hættum ekki við áform um að losa um eignarhlutinn í Íslandsbanka.“

Þú sérð fyrir þér að það verði gert, bara ekki alveg strax? 

„Við þurfum bara að skapa aðstæður til þess eins og við getum gert og svo þurfa auðvitað ytri aðstæður að vera hagfelldar þannig að það sé hagfellt fyrir ríkissjóð að losa um eignarhlutinn miðað við markaðsaðstæður,“ segir Bjarni. 

Hvernig munið þið gera þetta öðruvísi næst? 

„Ég held að við séum í grófum dráttum sammála um það að almennt útboð þar sem allir ættu kost á að taka þátt væri heppilegri leið. Það er ekki leið sem gefur kost á að selja jafn stóran hlut á jafn skömmum tíma eins og var gert með þessu fyrirkomulagi sem var síðast en það er leið sem á margan annan hátt er heppilegri,“ segir Bjarni. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Gjaldþrotasmiðir fyrirhrunsáranna sem ekkert hafa lært í 15 ár eiga ekki að leiða umræðuna um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálastofnunum.
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Mitt hlutverk hefur verið rannsakað sérstaklega af ríkisendurskoðanda...." Lygi. Aðeins að takmörkuðu leiti.
    0
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Bjarni syngur alltaf sama lygasönginn
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    „Væri heppilegra að hleypa öllum að útboðinu næst“ spyr Bjarni. Svarið er Já.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár