Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ósátt­ur við tíma­bund­ið bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra við hval­veið­um. Dró hann fram sam­an­burð á milli dauðarefs­inga í Banda­ríkj­un­um og hval­veiða til að styðja við mál sitt. Bjarni seg­ir jafn­framt að það sé risa­stór ákvörð­un að stöðva hval­veið­ar á grund­velli dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“
Óvænt Umræður leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tóku óvænta stefnu í morgun. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum. Dró hann fram samanburð á milli dauðarefsinga í Bandaríkjunum og hvalveiða.

„Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva veiðarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í morgun og bætti við því að hann hefði lýst sig andsnúinn þeirri stefnu. „Mér er brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, voru til viðtals í þættinum. „Ég sat því miður ekki þennan hluta ríkisstjórnarfundarins þegar þetta mál kom upp,“ sagði Bjarni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða vegna dýravelferðarsjónarmiða hafi ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar daginn sem hún var kynnt. „Ég held að það sé margt til umhugsunar um þessa ákvörðun,“ sagði hann. Margt fleira kæmi til en dýravelferð þegar horft væri á hvort hvalveiðum ætti að halda áfram.

„Sprauta svona efni inn í æðarnar á því“
Bjarni Benediktsson
um dauðarefsingar í Bandaríkjunum í samhengi við gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga.

Bjarni fór svo með umræðuna í nokkuð óvænta átt og gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk,“ sagði hann og bætti við: „Sprauta svona efni inn í æðarnar á því.“

Katrínu var augljóslega brugðið við þennan samanburð. „Ég veit nú ekki hvert þessi umræða er nú komin,“ skaut hún inn í mál Bjarna sem greip orðið aftur og bætti við: „Þetta er fólk sem telur sig vera umkomið að gagnrýna okkur í þessu máli.“

Bjarni sagði að flokkurinn sinn hefðu sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Við höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að það væri risastór ákvörðun að stöðva þær veiðar á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ef þetta er rétt haft eftir Bjarna er hann ekki lengur fær um að meta það sem hann segir. Dauðarefsingar bandaríkjamanna eru auðvitað forkastanlegar og villimennska. En þær hafa ekkert með hvalveiðar íslendinga að gera. Við hvalveiðar er ekki hægt að tryggja að dýrin séu deydd á eins sársaukalausan hátt og krafist er við slátrun dýra. En að bera þær saman við dauðarefsingar er illhæðni (á erlendum málum cynismus).
    1
  • Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði
    Bjarni miðar hvalveiði við manns dráp í Bandaríkjunum, þar er skammt hugsað. Þeir sem drepa mannfólkið eru svipaðir í hugsun og þeir sem td. drepa hvalina. Það segir allt.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er sjaldgæft að mér finnist Bjarni segja sannleikann. En það er vissulega rétt hjá honum að yfirvöld í Bandaríkjunum eru sífellt að drepa fólk. Ekki bara innanlands heldur einnig þúsundir sem búa í fátækum ríkjum.

    Notaðar eru til þess ýmsar aðferðir og iðulega er þessum drápum útvistað þannig að það eru þá gjarnan verktakar sem sjá um hryllinginn. En þetta gera öll herveldin með mjög breytilegum aðferðum.

    En vikulega berast af því fréttir, að bandaríkjafólk stundar sjálfseyðingu af miklum móð og nánast hvatt til þess skjóta á hvort annað með einkennilegri byssulöggjöf og gríðarlegum fordómum.

    Eini munurinn á Bandaríkjunum í þessum morðmálum er að stöðugt berast fréttir af þessu háttarlagi vestra. Á meðan morðunum er gjarnan haldið leyndum hjá öðrum herveldum
    0
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Dýravernd villtra dýra og loftslagsvernd eru nátengd og nánast órjúfanleg bönd þar á milli. Var ekki ríkisstjórn þessa lands að ítreka loforð sín í loftslagsmálum? Kannski stjórnvöld vilji endalausar undanþágur í dýravernd, álíka og í loftslagsmálum, eymingjans greyin. Frábært að Svandís sýnir mennsku og ákveðni varðandi stopp á fáránlegum hvalveiðum þessa eina hobbý-fyrirtækis, Hvals Kristjáns Loftssonar. Áfram Svandís!!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Er ekki í lagi með þennan kökugerðarmann?! Vill hann ekki bera saman epli og appelsínur líka? Íslenska þjóðin er heiladauð að vera með þetta fólk í vinnu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.
Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
3
Viðtal

Áföll, af­leið­ing­ar og leið­ir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár