Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ósátt­ur við tíma­bund­ið bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra við hval­veið­um. Dró hann fram sam­an­burð á milli dauðarefs­inga í Banda­ríkj­un­um og hval­veiða til að styðja við mál sitt. Bjarni seg­ir jafn­framt að það sé risa­stór ákvörð­un að stöðva hval­veið­ar á grund­velli dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“
Óvænt Umræður leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tóku óvænta stefnu í morgun. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum. Dró hann fram samanburð á milli dauðarefsinga í Bandaríkjunum og hvalveiða.

„Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva veiðarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í morgun og bætti við því að hann hefði lýst sig andsnúinn þeirri stefnu. „Mér er brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, voru til viðtals í þættinum. „Ég sat því miður ekki þennan hluta ríkisstjórnarfundarins þegar þetta mál kom upp,“ sagði Bjarni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða vegna dýravelferðarsjónarmiða hafi ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar daginn sem hún var kynnt. „Ég held að það sé margt til umhugsunar um þessa ákvörðun,“ sagði hann. Margt fleira kæmi til en dýravelferð þegar horft væri á hvort hvalveiðum ætti að halda áfram.

„Sprauta svona efni inn í æðarnar á því“
Bjarni Benediktsson
um dauðarefsingar í Bandaríkjunum í samhengi við gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga.

Bjarni fór svo með umræðuna í nokkuð óvænta átt og gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk,“ sagði hann og bætti við: „Sprauta svona efni inn í æðarnar á því.“

Katrínu var augljóslega brugðið við þennan samanburð. „Ég veit nú ekki hvert þessi umræða er nú komin,“ skaut hún inn í mál Bjarna sem greip orðið aftur og bætti við: „Þetta er fólk sem telur sig vera umkomið að gagnrýna okkur í þessu máli.“

Bjarni sagði að flokkurinn sinn hefðu sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Við höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að það væri risastór ákvörðun að stöðva þær veiðar á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ef þetta er rétt haft eftir Bjarna er hann ekki lengur fær um að meta það sem hann segir. Dauðarefsingar bandaríkjamanna eru auðvitað forkastanlegar og villimennska. En þær hafa ekkert með hvalveiðar íslendinga að gera. Við hvalveiðar er ekki hægt að tryggja að dýrin séu deydd á eins sársaukalausan hátt og krafist er við slátrun dýra. En að bera þær saman við dauðarefsingar er illhæðni (á erlendum málum cynismus).
    1
  • Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði
    Bjarni miðar hvalveiði við manns dráp í Bandaríkjunum, þar er skammt hugsað. Þeir sem drepa mannfólkið eru svipaðir í hugsun og þeir sem td. drepa hvalina. Það segir allt.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er sjaldgæft að mér finnist Bjarni segja sannleikann. En það er vissulega rétt hjá honum að yfirvöld í Bandaríkjunum eru sífellt að drepa fólk. Ekki bara innanlands heldur einnig þúsundir sem búa í fátækum ríkjum.

    Notaðar eru til þess ýmsar aðferðir og iðulega er þessum drápum útvistað þannig að það eru þá gjarnan verktakar sem sjá um hryllinginn. En þetta gera öll herveldin með mjög breytilegum aðferðum.

    En vikulega berast af því fréttir, að bandaríkjafólk stundar sjálfseyðingu af miklum móð og nánast hvatt til þess skjóta á hvort annað með einkennilegri byssulöggjöf og gríðarlegum fordómum.

    Eini munurinn á Bandaríkjunum í þessum morðmálum er að stöðugt berast fréttir af þessu háttarlagi vestra. Á meðan morðunum er gjarnan haldið leyndum hjá öðrum herveldum
    0
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Dýravernd villtra dýra og loftslagsvernd eru nátengd og nánast órjúfanleg bönd þar á milli. Var ekki ríkisstjórn þessa lands að ítreka loforð sín í loftslagsmálum? Kannski stjórnvöld vilji endalausar undanþágur í dýravernd, álíka og í loftslagsmálum, eymingjans greyin. Frábært að Svandís sýnir mennsku og ákveðni varðandi stopp á fáránlegum hvalveiðum þessa eina hobbý-fyrirtækis, Hvals Kristjáns Loftssonar. Áfram Svandís!!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Er ekki í lagi með þennan kökugerðarmann?! Vill hann ekki bera saman epli og appelsínur líka? Íslenska þjóðin er heiladauð að vera með þetta fólk í vinnu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
6
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár