Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn meira áfall fyrir þau sem vildu losa um hlut ríkisins

Þing­mað­ur Við­reisn­ar, tel­ur úti­lok­að að rík­is­stjórn­in muni halda áfram með sölu á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka. Hún seg­ist ekki treysta rík­is­stjórn­inni til þess en ef sal­an fer ekki í gegn í ár mynd­ast tug­millj­arða gat í fjár­lög­um sem eng­in ákvörð­un hef­ur ver­ið tek­in um hvernig skuli fylla.

Enn meira áfall fyrir þau sem vildu losa um hlut ríkisins
Slegin Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir brotin enn alvarlegri en hún hafði gert ráð fyrir. Mynd: Eyþór Árnason

Þetta er alvarlegra en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um lögbrot Íslandsbanka sem útlistuð eru í sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) sem birt var í morgun. 

Bankinn viðurkennir að hafa brotið lög við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrra. Vegna sáttarinnar mun bankinn greiða sögulega háa sekt, 1,2 milljarða króna. 

FME telur að brotin hafi ekki verið tilfallandi heldur alvarleg og kerfislæg. Þorbjörg segir það gefa til kynna að bankinn hafi í sumum tilvikum farið meðvitað gegn reglum. 

„Ég er bara slegin,“ segir Þorbjörg sem sér ekki hvernig bankinn ætli að endurheimta traust almennings.

„Tilraun til þess að klippa ábyrgðina við undirsátana“

Þorbjörg telur að næstu skref ættu að varða pólitíkina. 

„Það er ríkisstjórnin sem ákveður að fara í þetta söluferli. Það er ríkisstjórnin sem smíðar umgjörðina. Mér finnst blasa við að skilaboð til bankans og söluaðila …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Viðbot af hverju er verið að selja GULLHÆNURNAR t.d. banka ofl. sem gefur okkur eitthvað þjoðinni etthvað i vasann.ATH. Landsvirkjun og aðra meginstofna okkar þjoðfelags,
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Allir jafn hissa, hissa a hverju?Allskonar mal þessu likt og mal i allskonar liki,sem við þjoðin
    faum ekki að vita en eftir u.þ.b. 100 ar.Þetta folk er a launum hja okkur,við kusum það,við treystum þvi sama hvaða flokk við kusum yfirleitt verðum við fyrir vonbrigðum öllu jafna.

    Það er margt gott her a ISLANDI. EN ÞAÐ VERÐUR AÐ TAKA A SPILLINGUNNI STRAX hun er buin
    að vera her viðloðandi i marga aratugi.

    Eg er til i að fletta ofan að sumu en eg get það varla einn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu