Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ástráður á meðal sex umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara

Sex manns sækj­ast eft­ir embætti rík­is­sátta­semj­ara, sem aug­lýst var í upp­hafi mán­að­ar. Þeirra á með­al eru lektor við við­skipta­deild HR, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari og formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra nátt­úru­fræð­inga.

Ástráður á meðal sex umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara
Settur sátti Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sex sem sækjast eftir embætti ríkissáttasemjara. Mynd: Ríkissáttasemjari

Settur ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, er á meðal þeirra sex einstaklinga sem sækjast eftir því að gegna embætti ríkissáttasemjara. Embættið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mánaðarins, í kjölfar þess að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá embættinu. 

Nú hefur listi yfir umsækjendur verið birtur á vef stjórnarráðsins.

Auk Ástráðs sækjast þau Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms, Hilmar Már Gunnlaugsson lyfjafræðingur, Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga, Muhammad Abu Ayub vaktstjóri og Skúli Þór Sveinsson sölumaður, eftir embættinu.

Á vef stjórnarráðsins segir að hæfni umsækjenda verði metin af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð er á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra mun að því búnu skipa í embættið til fimm ára.

Fyrrverandi ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, gegndi embættinu frá 1. apríl 2020, eða í rúm þrjú ár. Ástráður Haraldsson var settur ríkissáttasemjari við brotthvarf hans úr embættinu, en Ástráður hafði áður leyst Aðalstein af sem ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í upphafi ársins.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár