Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Líf á köldu tungli?

Vís­inda­menn finna bygg­ing­ar­efni lífs und­ir ís­hellu á Enceladusi, tungli Sa­t­úrnus­ar

Líf á köldu tungli?
Gígarnir á Enceladusi. Gætu þeir mögulega hafa þeytt lífi út í geiminn ... og hingað?! — Þetta er sýn listamanns af því þegar Cassini-Huygens nálgast gosstrókana til að taka sýni úr þeim.

Leitin að lífi á öðrum hnöttum hefur tekið nýja stefnu. Athygli vísindamanna hefur í bili beinst frá því að hlusta eftir merkjum frá vitsmunalífi á fjarlægum sólkerfum eða greina litróf frá fjarlægum plánetum. Meira að segja tunglið Evrópa við Júpíter, þar sem líf er talið hugsanlegt undir íshellu, fellur um sinn í skuggann af meðalstóru tungli við Satúrnus þar sem öll helstu byggingarefni lífsins virðast nú vera til staðar.

Tunglið heitir Enceladus og er sjötta stærsta tunglið við Satúrnus. Gasrisinn sá er kunnastur fyrir sína tilkomumiklu hringa og Enceladus er einmitt á sveimi í útjaðri næstysta hringsins. Hann er sautjánda stærsta tungl sólkerfisins en ekki nema rétt rúmir 500 kílómetrar í þvermál.

„Ísgígar“ þeyta efni út í geiminn

Yfirborðið er þakið ís en þótt þar ríki fimbulfrost sem svarar 190 gráðum á Celcius, þá er ljóst að í iðrum tunglsins eru öflug jarðfræðileg öfl að verki. Landrek á sér greinilega stað og hefur mótað íshelluna í allskonar tilkomumikið landslag.

Landslag Enceladusar er víða hrikalegt.Tunglið heitir risa úr grísku goðafræðinni sem var andstæðingur guðanna og var að lokum grafinn undir eldfjallinu Etnu á Sikiley. Sú nafngift hefur reynst furðu vel við hæfi.

Og nálægt suðurpól Enceladusar er dularfullt svæði sem virðist næstum „nýtt“ á jarðfræðilegan mælikvarða. Þar eru til dæmis nærri engar gígar eftir loftsteina sem annars má víða sjá á ísnum. Helst er talið að fyrir aðeins 500.000 árum eða svo hafi átt sér þar stað mikil jarðfræðileg umbylting sem hafi gerbreytt landslaginu.

Miklir „ísgígar“ þeyta í sífellu gríðarlegum ís út í loftið á þeim sóðum og þó meirihluti íssins lendi aftur á tunglinu sem snjór, þá sleppur nægilegt magn burt til þess að nú er talið að sá hringur Satúrnusar þar sem Enceladus heldur sig sé meira og minna myndaður úr ísnum frá þessum gígum.

Cassini-Huygens leiðangurinn

Árið 2017 lauk geimfarið Cassini-Huygens 13 ára langri rannsókn sinni á Satúrnusi og tunglum gasrisans. Geimfarinu var þá steypt niður á gasrisann sjálfan og eyddist þar. Það skildi hins vegar sig gríðarlegt magn gagna sem vísindamenn hafa síðan verið að vinna úr og fyrir fáeinum dögum kynntu menn niðurstöðu úr efnagreiningu frá geimfarinu.

Ísgígar Enceladusar eru sjáanlegir langt að.

Cassini-Huygens hafði meðal annars flogið nokkrum sinnum gegnum „gosmökkinn“ sem stendur upp frá ísgígum Enceladusar og nú er seint og um síðir komið á daginn að þar er að finna fosföt í miklum mæli.

Fosföt eru efnasambönd sem innihalda frumefnið forfór og þetta er mikilvægt vegna þess að fosfór er sjötta frumefnið sem vísindamenn telja að séu skilyrði þess að líf verði til og þróist.

Hin efnið fimm eru kolefni, vetni, köfnunarefni, súrefni og brennisteinn (sulfur).

Öll efni til staðar

Undir íshellu Enceladusar er mikið haf sem kann að vera mun hlýrra en yfirborð tunglsins vegna þess að kjarninn er bersýnilega sjóðheitur enn. Og í þessu hafi höfðu vísindamenn þegar talið sig hafa þefað uppi merki um öll efnin fimm — og nú hefur forfór sem sé bæst við.

Og það í svo miklu magni að vísindamenn sjá í rauninni ekkert því til fyrirstöðu að líf kunni að hafa orðið til í hafdjúpum Enceladusar, ekki síst vegna þess hver virkt tunglið er jarðfræðilega. Einhvers konar hverir á hafsbotni gætu mögulega hafa orðið gróðrarstía lífs, eins og sumir telja raunar að hafi gerst á Jörðinni.

Dr. Frank Postberg, einn þeirra sem stýrðu rannsókninni, segir ljóst að skilyrði til lífs séu öll fyrir hendi á Enceladusi. „Við vitum ekki hvort þarna er líf,“ sagði hann í viðtali við The New York Times. „En það er sannarlega þess virði að gá að því.“

Enceladus, tunglið okkar og Jörðin

Erum við öll frá Enceladusi?

Hætt er við að þrátt fyrir mikilvægi hinna nýju niðurstaðna muni enn líða einhverjir áratugir þangað til unnt verður að senda geimfar til Enceladusar til að útkljá málið.

Bill Nye vísindafréttamaður CNN getur hins vegar varla beðið.

„Ef við finnum sannanir um líf á öðrum heimi, þá breytir það okkar heimi,“ sagði hann í viðtali í fyrradag [...] Allir munu upplifa það öðruvísi að vera lifandi vera.“

Og hann varpaði meira að segja fram þeirri kenningu — auðvitað meira í gamni en alvöru á þessu stigi — að það væri ekki útilokað að lífið í mjög frumstæðri mynd hefði borist til Jarðar með geimsteinum úr ís sem þeyst hefðu frá gígum Enceladusi fyrir milljörðum ára ...

Þvermál Enceladusar er ótrúega svipað stærð Íslands.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár