Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líf á köldu tungli?

Vís­inda­menn finna bygg­ing­ar­efni lífs und­ir ís­hellu á Enceladusi, tungli Sa­t­úrnus­ar

Líf á köldu tungli?
Gígarnir á Enceladusi. Gætu þeir mögulega hafa þeytt lífi út í geiminn ... og hingað?! — Þetta er sýn listamanns af því þegar Cassini-Huygens nálgast gosstrókana til að taka sýni úr þeim.

Leitin að lífi á öðrum hnöttum hefur tekið nýja stefnu. Athygli vísindamanna hefur í bili beinst frá því að hlusta eftir merkjum frá vitsmunalífi á fjarlægum sólkerfum eða greina litróf frá fjarlægum plánetum. Meira að segja tunglið Evrópa við Júpíter, þar sem líf er talið hugsanlegt undir íshellu, fellur um sinn í skuggann af meðalstóru tungli við Satúrnus þar sem öll helstu byggingarefni lífsins virðast nú vera til staðar.

Tunglið heitir Enceladus og er sjötta stærsta tunglið við Satúrnus. Gasrisinn sá er kunnastur fyrir sína tilkomumiklu hringa og Enceladus er einmitt á sveimi í útjaðri næstysta hringsins. Hann er sautjánda stærsta tungl sólkerfisins en ekki nema rétt rúmir 500 kílómetrar í þvermál.

„Ísgígar“ þeyta efni út í geiminn

Yfirborðið er þakið ís en þótt þar ríki fimbulfrost sem svarar 190 gráðum á Celcius, þá er ljóst að í iðrum tunglsins eru öflug jarðfræðileg öfl að verki. Landrek á sér greinilega stað og hefur mótað íshelluna í allskonar tilkomumikið landslag.

Landslag Enceladusar er víða hrikalegt.Tunglið heitir risa úr grísku goðafræðinni sem var andstæðingur guðanna og var að lokum grafinn undir eldfjallinu Etnu á Sikiley. Sú nafngift hefur reynst furðu vel við hæfi.

Og nálægt suðurpól Enceladusar er dularfullt svæði sem virðist næstum „nýtt“ á jarðfræðilegan mælikvarða. Þar eru til dæmis nærri engar gígar eftir loftsteina sem annars má víða sjá á ísnum. Helst er talið að fyrir aðeins 500.000 árum eða svo hafi átt sér þar stað mikil jarðfræðileg umbylting sem hafi gerbreytt landslaginu.

Miklir „ísgígar“ þeyta í sífellu gríðarlegum ís út í loftið á þeim sóðum og þó meirihluti íssins lendi aftur á tunglinu sem snjór, þá sleppur nægilegt magn burt til þess að nú er talið að sá hringur Satúrnusar þar sem Enceladus heldur sig sé meira og minna myndaður úr ísnum frá þessum gígum.

Cassini-Huygens leiðangurinn

Árið 2017 lauk geimfarið Cassini-Huygens 13 ára langri rannsókn sinni á Satúrnusi og tunglum gasrisans. Geimfarinu var þá steypt niður á gasrisann sjálfan og eyddist þar. Það skildi hins vegar sig gríðarlegt magn gagna sem vísindamenn hafa síðan verið að vinna úr og fyrir fáeinum dögum kynntu menn niðurstöðu úr efnagreiningu frá geimfarinu.

Ísgígar Enceladusar eru sjáanlegir langt að.

Cassini-Huygens hafði meðal annars flogið nokkrum sinnum gegnum „gosmökkinn“ sem stendur upp frá ísgígum Enceladusar og nú er seint og um síðir komið á daginn að þar er að finna fosföt í miklum mæli.

Fosföt eru efnasambönd sem innihalda frumefnið forfór og þetta er mikilvægt vegna þess að fosfór er sjötta frumefnið sem vísindamenn telja að séu skilyrði þess að líf verði til og þróist.

Hin efnið fimm eru kolefni, vetni, köfnunarefni, súrefni og brennisteinn (sulfur).

Öll efni til staðar

Undir íshellu Enceladusar er mikið haf sem kann að vera mun hlýrra en yfirborð tunglsins vegna þess að kjarninn er bersýnilega sjóðheitur enn. Og í þessu hafi höfðu vísindamenn þegar talið sig hafa þefað uppi merki um öll efnin fimm — og nú hefur forfór sem sé bæst við.

Og það í svo miklu magni að vísindamenn sjá í rauninni ekkert því til fyrirstöðu að líf kunni að hafa orðið til í hafdjúpum Enceladusar, ekki síst vegna þess hver virkt tunglið er jarðfræðilega. Einhvers konar hverir á hafsbotni gætu mögulega hafa orðið gróðrarstía lífs, eins og sumir telja raunar að hafi gerst á Jörðinni.

Dr. Frank Postberg, einn þeirra sem stýrðu rannsókninni, segir ljóst að skilyrði til lífs séu öll fyrir hendi á Enceladusi. „Við vitum ekki hvort þarna er líf,“ sagði hann í viðtali við The New York Times. „En það er sannarlega þess virði að gá að því.“

Enceladus, tunglið okkar og Jörðin

Erum við öll frá Enceladusi?

Hætt er við að þrátt fyrir mikilvægi hinna nýju niðurstaðna muni enn líða einhverjir áratugir þangað til unnt verður að senda geimfar til Enceladusar til að útkljá málið.

Bill Nye vísindafréttamaður CNN getur hins vegar varla beðið.

„Ef við finnum sannanir um líf á öðrum heimi, þá breytir það okkar heimi,“ sagði hann í viðtali í fyrradag [...] Allir munu upplifa það öðruvísi að vera lifandi vera.“

Og hann varpaði meira að segja fram þeirri kenningu — auðvitað meira í gamni en alvöru á þessu stigi — að það væri ekki útilokað að lífið í mjög frumstæðri mynd hefði borist til Jarðar með geimsteinum úr ís sem þeyst hefðu frá gígum Enceladusi fyrir milljörðum ára ...

Þvermál Enceladusar er ótrúega svipað stærð Íslands.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár