Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Andstætt hagsmunum eigenda að auka innflutning á kjöti

SS hef­ur mark­að sér þá stefnu að flytja að­eins inn kjöt til að fylla upp í þarf­ir fyr­ir eig­in fram­leiðslu. „Fé­lag­ið er í eigu bænda og það eru ekki hags­mun­ir okk­ar að keyra nið­ur verð á inn­lendu kjöti,“ seg­ir Stein­þór Skúla­son fram­kvæmda­stjóri.

Andstætt hagsmunum eigenda að auka innflutning á kjöti
Fara varkára leið Steinþór segir að það séu ekki hagsmunir eigenda SS að flytja inn mikið magn af kjöti. Hann tali fyrir þá hagsmuni. Mynd: Aðsend

„SS hefur markað þá stefnu að flytja bara inn kjöt til að bregðast við skorti en ekki til að vera í einhverri massívri útþenslu á erlendu kjöti, enda er það í andstöðu við hagsmuni félagsmanna SS. Það sem við stöndum fyrir er fyrst og fremst að selja framleiðslu bændanna, þeirra um það bil 900 bænda sem byggja upp SS.“

Þetta segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS. SS er með elstu og umfangsmestu matvælafyrirtækjum landsins, stofnað 1907. Félagið rekur afurðadeild þar sem undir fellur slátrun og vinnsla kjöts bænda sem leggja inn sauðfé, nautgripi, hross og svín. Kjötvinnsla fyrirtækisins á Hvolsvelli er sú stærsta á landinu öllu, fyrirtækið er einn stærsti aðilinn í kjötiðnaði á landinu og selur vörur undir fjölda vörumerkja. Þá rekur SS innflutningsdeild sem flytur inn allra handa matvörur, sælgæti og dýramat, svo nefnd séu dæmi.

Í eigu bænda, ríkissjóðs og neytenda

SS er í grunninn samvinnufélag og segir á vefsíðu þess að það sé í eigu „búvöruframleiðenda á félagssvæði sínu og almennra hluthafa“. Um 900 félagsmenn skipa svokallaða A-deild félagsins. Hins vegar er eignarhaldið nokkuð flóknara en ætla mætti, og í raun má segja að það sé eilitlum ofsögum sagt að félagið sé í eigu búvöruframleiðenda.

SS er skráð á hlutabréfamarkað og hefur verið frá árinu 2011. Fyrirtækið er því líka í eigu aðila sem keypt hafa hlutabréf, eða eignast hlut með öðrum hætti, í B-deild félagsins. Langstærsti eigandinn er Birta lífeyrissjóður sem á rúm 37 prósent, og þar á eftir kemur ríkissjóður Íslands, sem á rúm 22 prósent í gegnum eignarhlut sinn í Landsbankanum. Festa lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandinn og á tæp sjö prósent. Það er því ekki ósanngjarnt að segja að SS sé um sumt að mestu í eigu neytenda. Um tuttugu einstaklingar eiga beinan eignarhlut í félaginu, rúmlega 30 prósent samanlagt og á sá sem stærstan hlutinn á aðeins 2,35 prósent.

Þeir sem halda á B-bréfum í fyrirtækinu geta vissulega haft sínar skoðanir á rekstri SS og komið þeim á framfæri, enda hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á aðalfundum, en ekki atkvæðarétt. Stefna fyrirtækisins er hins vegar ákveðin af félagsmönnum, fyrst á svonefndum deildafundum sem haldnir eruð reglulega í aðdraganda aðalfunda, og svo á aðalfundi þar sem félagsmenn kjósa stjórn og samþykkja samþykktir.

Minni umsvif síðustu misseri

SS er þá enn umsvifameira á matvælamarkaði en kemur fram hér að framan því félagið á Reykjagarð hf. að fullu, fyrirtæki sem elur, slátrar og vinnur kjúklinga, og selur meðal annars undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugl. Þá á félagið einnig Hollt og gott, sem selur grænmeti, ávexti, salöt og sósur. SS er meðlimur í SAFL, og það er Reykjagarður líka.

SS hefur hins vegar ekki verið eins umsvifamikið og mörg önnur fyrirtæki í landbúnaðargeiranum þegar kemur að þátttöku í útboðum tollkvóta, þó félagið hafi verið þátttakandi í slíkum útboðum. Í síðustu tollkvótaúthlutun vegna samnings Íslands við ESB fékk SS úthlutað 10 tonna kvóta til innflutnings á svínakjöti. Á síðasta ári fékk félagið úthlutað 20 tonna kvóta, einnig til innflutnings á svínakjöti. Ári áður var kvótinn tæp 3,5 tonn, þá fyrir skinku. Árið 2020 fékk SS úthlutað 114 tonna kvóta til að flytja inn svínakjöt og árið 2019 var kvótinn 85 tonn. Á árunum 2019 til 2020 fékk Reykjagarður úthlutað tæplega 140 tonna tollkvóta til innflutnings á alifuglakjöti, en hefur ekki fengið úthlutað kvóta síðan.

„SS hefur markað þá stefnu að flytja bara inn kjöt til að bregðast við skorti“
Steinþór Skúlason
forstjóri SS

Spurður hvers vegna dregið hafi úr ásókn SS í tollkvóta nú á síðustu árum, frá því sem var, segir Steinþór Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, að meginástæðan hafi verið hversu hátt gjaldið fyrir kvótana var orðið. „Gjaldið sem greiða þurfti fyrir kvótana var orðið það hátt að við skildum ekki alveg hvað var í gangi. Við vorum fyrst og fremst að flytja inn svínasíður og gjaldið var orðið hærra en það sem þurfti að greiða fyrir að flytja inn umfram tollkvóta, á fullum tollum samkvæmt tollskrá.“

Innflutningur SS er, eins og hjá flestum innflytjendum, meiri en það sem er úthlutað af tollkvótum. „Okkur sýnist að við séum að flytja inn um það bil 4 prósent af því sem flutt er inn af svínakjöti á ári. SS hefur markað þá stefnu að flytja bara inn kjöt til að bregðast við skorti en ekki til að vera í einhverri massívri útþenslu á erlendu kjöti, enda er það í andstöðu við hagsmuni félagsmanna SS. Það sem við stöndum fyrir er fyrst og fremst að selja framleiðslu bændanna, þeirra um það bil 900 bænda sem byggja upp SS,“ segir Steinþór.

Hafa ekki reynt að beita eigendavaldi

Varðandi innflutning á alifuglakjöti sem Reykjagarður, dótturfyrirtæki SS, flutti inn á árunum 2019 og 2020 segir Steinþór að verið hafi verið að bregðast við tímabundnum samdrætti í framleiðslu. Síðan þá hafi eigin framleiðsla gengið betur. Sama stefna sé í gildi hjá Reykjagarði og SS, að nýta eigi eigin innlenda framleiðslu fyrst og fremst.

Steinþór segir að deila megi endalaust um hvort að þeir sem framleiði og selji íslenskt kjöt eigi og megi bjóða í kvóta. Ekkert eitt sé rétt eða rangt í því. „Ég auðvitað tala fyrir þá hagsmuni sem við erum að gæta. Félagið er í eigu bænda og það eru ekki hagsmunir okkar að keyra niður verð á innlendu kjöti. Við förum því þessa varkáru leið.“

Spurður hvort að með þessu sé fyrirtækið mögulega á móti ekki að gæta hagsmuna annarra eigenda sinna en bænda, þeirra sem eiga svonefnd B-bréf í félaginu, sem hafi í raun ekki beinna hagsmuna að gæta varðandi framleiðslu á landbúnaðarafurðum hér á landi, svarar Steinþór: „Það verður að líta til þess að þegar þeir velja að kaupa þessi B-bréf þá liggur alveg fyrir hver stefna fyrirtækisins er, þetta er engin kúvending á stefnu. Sem betur fer hefur reksturinn gengið nokkuð vel svo þessir eigendur hafa fengið ágæta ávöxtun af sínum hlutum.“

Spurður hvort að þessir eigendur fyrirtækisins hafi þá með einhverjum hætti þrýst á um að SS flytji í meira magni inn erlent kjöt, blási út markaðinn eins og Steinþór kallaði það, svarar hann því neitandi. „Nei, enda held ég að það væri mjög langsótt að þeir myndu beita sér þannig. Þessir aðilar hafa ekki atkvæðisrétt, þeir hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundum, en geta ekki knúið á um stefnubreytingu með atkvæðavaldi.“

„En ef þú þarft á annað borð að vinna úr innnfluttu hráefni, er þá einhver greinarmunur á því hvort þú borgar einhverjum heildsala fyrir að flytja það inn eða gerir það sjálfur?“
Steinþór Skúlason
forstjóri SS

Sem fyrr segir í þessari umfjöllun var samþykkt á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga 6. júní síðastliðinn að fyrirtækið og dótturfélög þess ættu ekki að flytja inn landbúnaðarafurðir. Hins vegar er ljóst, eins og Ágúst Andrésson, stjórnarformaður Esju, sagði við Heimildina, að kjötvinnsla þarf að kaupa innflutt kjöt og hefur og mun kaupa það af öðrum innflytjendum. Spurður hvort þetta sé eitthvað sem gæti hugnast SS að gera, eða hvort þetta sé í raun bara blekkingarleikur, segir Steinþór að það sé ekki viðeigandi að hann tjái sig um ákvarðanir kaupfélagsins. „En ef þú þarft á annað borð að vinna úr innnfluttu hráefni, er þá einhver greinarmunur á því hvort þú borgar einhverjum heildsala fyrir að flytja það inn eða gerir það sjálfur? En þetta er alltaf spurning um í hvaða mæli er verið að flytja inn, ertu að gera það til að ryðja innlendum vörum til hliðar eða ertu að gera það til að mæta þörf sem ella verður uppfyllt af öðrum?“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    ,,Andstætt hagsmunum eigenda" eða andstætt hagsmunum almennings?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það borg­ar sig ekki að fram­leiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.
„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þenn­an inn­flutn­ing án toll­kvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár