Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
Heiðurskonsúll Ágúst Andrésson er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi, og hefur fengið bágt fyrir í opinberri umræðu undanfarið. Hann segir að slík umræða sé ekki svaraverð.

Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), sem haldinn var 6. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. KS er samvinnufélag, að fullu í eigu tæplega 1.500 félagsmanna, sem flestir eru bændur. Í viðtali við Bændablaðið sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri að ályktun aðalfundarins væri skýr skilaboð til fyrirtækisins.

Sigurjón Rúnar er jafnframt formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, sem börðust hart gegn áframhaldandi niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Sigurjón Rúnar situr einnig í stjórn Esju gæðafæðis, sem er meðal þeirra fyrirtækja sem flutt hafa inn allnokkuð magn landbúnaðarvara síðustu misseri, þar með talið úkraínskan kjúkling.

Esja hefur undanfarin misseri flutt inn tugi tonna af kjöti erlendis frá, unnið það og markaðssett hér á landi. Esja, og KS einnig, eru meðal stofnfélaga SAFL.

Þurfa að þjónusta viðskiptavini

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og stjórnarformaður Esju gæðafæðis, segir í samtali við Heimildina, aðspurður um hví Esja hafi ekki sótt um tollkvóta við síðasta útboð á ESB kvótunum, að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta innflutningi á kjöti. „Það var tekin ákvörðun um það hjá KS að standa ekki í frekari innflutningi á kjöti, svo við kaupum bara núna af öðrum innflytjendum, hvort sem það er Háihólmi eða önnur fyrirtæki. Það var búið að taka þessa ákvörðun áður en til aðalfundar KS kom.“

Esja kaupir því innflutt kjöt af öðrum innflytjendum, einfaldlega vegna þess að kjötframleiðslan í landinu dugar ekki til að uppfylla þarfir markaðarins, segir Ágúst. Það á ekki síst við, í tilfelli Esju, alifuglakjöt og svínakjöt þar eð KS og dótturfyrirtæki þess hafa ekki verið í slíkri framleiðslu eða slátrun. „Við viljum fyrst og fremst vera að höndla með íslenskt kjöt en þar sem það dugar ekki til þá þurfum við eftir sem áður að þjónusta okkar viðskiptavini. Ég held að félagsmenn KS séu ekkert á móti því að við sinnum okkar viðskiptavinum en hins vegar snýst þessi samþykkt aðalfundarins um að við séum ekki að flytja þetta inn sjálf, KS og dótturfélög.“

„Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi“
Ágúst Andrésson
stjórnarformaður Esju gæðafæðis, um innflutning á úkraínskum kjúklingi

Esja er meðal þeirra fyrirtækja sem flutti inn úkraínskan kjúkling, sem fyrr segir. Fyrirtækið flutti inn í tveimur sendingum um 40 tonn og hefur auk þess keypt úkraínskan kjúkling af öðrum innflytjendum. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hætta umræddum innflutningi, áður en til þess kom að bráðabirgðaákvæði um tollaleysi féll úr gildi. „Það var tekin ákvörðun um að við myndum borga af þessu full gjöld og við værum ekki að rugga neinum bátum í því. Síðan var tekin ákvörðun um að við myndum bara frekar láta aðra um þetta og nú er búið að loka fyrir þennan innflutning,“ segir Ágúst. Hann segir enn fremur að, þrátt fyrir að fyrirtækinu væri kleift að sækja um endurgreiðslu á tollunum af hinum úkraínska kjúklingi, þá standi það ekki til. Spurður hvernig á því standi svarar hann: „Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi, það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta, og við tókum bara ákvörðun um þetta á þeim tíma.“

Heiðurskonsúll Rússlands flytur inn vín frá Moldóvu

Ágúst er heiðurskonsúll Rússlands hér landi og hefur verið á það bent, meðal annars í umræðum um innflutning á úkraínskum kjúklingi og deilur á Alþingi um framlengingu á tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum. Spurður hvort að sú umræða hafi farið fyrir brjóstið á honum segir Ágúst: „Ekki þannig. Mér þykir auðvitað leiðinlegt hvernig sumir hafa slitið hlutina úr samhengi en þá er það ekki svaravert og maður er ekkert að pirra sig á því.“

Ágúst segir jafnframt að konsúlsnafnbótin hafi alls ekki verið fyrir honum eða hamlað honum, hvorki nú né áður, en hann hefur borið nafnbótina frá árinu 2014. „Þetta kom til með persónulegum vinskap sem skapaðist milli mín og þáverandi sendiherra Rússlands hér á landi. Ég hef auðvitað stundað viðskipti þarna úti í Rússlandi síðan fyrir aldamót en núna er maður bara að reyna að vinna með öðrum aðilum þar sem opið er fyrir viðskipti. Ég flyt til að mynda inn vín núna frá Moldóvu, og hef gert í ein fjögur ár. Þeim vínframleiðanda kynntist ég einmitt á sýningu í Rússlandi þar sem við vorum að kynna lambakjöt og skyr og annað.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það borg­ar sig ekki að fram­leiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár