Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
Heiðurskonsúll Ágúst Andrésson er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi, og hefur fengið bágt fyrir í opinberri umræðu undanfarið. Hann segir að slík umræða sé ekki svaraverð.

Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), sem haldinn var 6. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. KS er samvinnufélag, að fullu í eigu tæplega 1.500 félagsmanna, sem flestir eru bændur. Í viðtali við Bændablaðið sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri að ályktun aðalfundarins væri skýr skilaboð til fyrirtækisins.

Sigurjón Rúnar er jafnframt formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, sem börðust hart gegn áframhaldandi niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Sigurjón Rúnar situr einnig í stjórn Esju gæðafæðis, sem er meðal þeirra fyrirtækja sem flutt hafa inn allnokkuð magn landbúnaðarvara síðustu misseri, þar með talið úkraínskan kjúkling.

Esja hefur undanfarin misseri flutt inn tugi tonna af kjöti erlendis frá, unnið það og markaðssett hér á landi. Esja, og KS einnig, eru meðal stofnfélaga SAFL.

Þurfa að þjónusta viðskiptavini

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og stjórnarformaður Esju gæðafæðis, segir í samtali við Heimildina, aðspurður um hví Esja hafi ekki sótt um tollkvóta við síðasta útboð á ESB kvótunum, að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta innflutningi á kjöti. „Það var tekin ákvörðun um það hjá KS að standa ekki í frekari innflutningi á kjöti, svo við kaupum bara núna af öðrum innflytjendum, hvort sem það er Háihólmi eða önnur fyrirtæki. Það var búið að taka þessa ákvörðun áður en til aðalfundar KS kom.“

Esja kaupir því innflutt kjöt af öðrum innflytjendum, einfaldlega vegna þess að kjötframleiðslan í landinu dugar ekki til að uppfylla þarfir markaðarins, segir Ágúst. Það á ekki síst við, í tilfelli Esju, alifuglakjöt og svínakjöt þar eð KS og dótturfyrirtæki þess hafa ekki verið í slíkri framleiðslu eða slátrun. „Við viljum fyrst og fremst vera að höndla með íslenskt kjöt en þar sem það dugar ekki til þá þurfum við eftir sem áður að þjónusta okkar viðskiptavini. Ég held að félagsmenn KS séu ekkert á móti því að við sinnum okkar viðskiptavinum en hins vegar snýst þessi samþykkt aðalfundarins um að við séum ekki að flytja þetta inn sjálf, KS og dótturfélög.“

„Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi“
Ágúst Andrésson
stjórnarformaður Esju gæðafæðis, um innflutning á úkraínskum kjúklingi

Esja er meðal þeirra fyrirtækja sem flutti inn úkraínskan kjúkling, sem fyrr segir. Fyrirtækið flutti inn í tveimur sendingum um 40 tonn og hefur auk þess keypt úkraínskan kjúkling af öðrum innflytjendum. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hætta umræddum innflutningi, áður en til þess kom að bráðabirgðaákvæði um tollaleysi féll úr gildi. „Það var tekin ákvörðun um að við myndum borga af þessu full gjöld og við værum ekki að rugga neinum bátum í því. Síðan var tekin ákvörðun um að við myndum bara frekar láta aðra um þetta og nú er búið að loka fyrir þennan innflutning,“ segir Ágúst. Hann segir enn fremur að, þrátt fyrir að fyrirtækinu væri kleift að sækja um endurgreiðslu á tollunum af hinum úkraínska kjúklingi, þá standi það ekki til. Spurður hvernig á því standi svarar hann: „Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi, það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta, og við tókum bara ákvörðun um þetta á þeim tíma.“

Heiðurskonsúll Rússlands flytur inn vín frá Moldóvu

Ágúst er heiðurskonsúll Rússlands hér landi og hefur verið á það bent, meðal annars í umræðum um innflutning á úkraínskum kjúklingi og deilur á Alþingi um framlengingu á tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum. Spurður hvort að sú umræða hafi farið fyrir brjóstið á honum segir Ágúst: „Ekki þannig. Mér þykir auðvitað leiðinlegt hvernig sumir hafa slitið hlutina úr samhengi en þá er það ekki svaravert og maður er ekkert að pirra sig á því.“

Ágúst segir jafnframt að konsúlsnafnbótin hafi alls ekki verið fyrir honum eða hamlað honum, hvorki nú né áður, en hann hefur borið nafnbótina frá árinu 2014. „Þetta kom til með persónulegum vinskap sem skapaðist milli mín og þáverandi sendiherra Rússlands hér á landi. Ég hef auðvitað stundað viðskipti þarna úti í Rússlandi síðan fyrir aldamót en núna er maður bara að reyna að vinna með öðrum aðilum þar sem opið er fyrir viðskipti. Ég flyt til að mynda inn vín núna frá Moldóvu, og hef gert í ein fjögur ár. Þeim vínframleiðanda kynntist ég einmitt á sýningu í Rússlandi þar sem við vorum að kynna lambakjöt og skyr og annað.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það borg­ar sig ekki að fram­leiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár