Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
Heiðurskonsúll Ágúst Andrésson er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi, og hefur fengið bágt fyrir í opinberri umræðu undanfarið. Hann segir að slík umræða sé ekki svaraverð.

Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), sem haldinn var 6. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. KS er samvinnufélag, að fullu í eigu tæplega 1.500 félagsmanna, sem flestir eru bændur. Í viðtali við Bændablaðið sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri að ályktun aðalfundarins væri skýr skilaboð til fyrirtækisins.

Sigurjón Rúnar er jafnframt formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, sem börðust hart gegn áframhaldandi niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Sigurjón Rúnar situr einnig í stjórn Esju gæðafæðis, sem er meðal þeirra fyrirtækja sem flutt hafa inn allnokkuð magn landbúnaðarvara síðustu misseri, þar með talið úkraínskan kjúkling.

Esja hefur undanfarin misseri flutt inn tugi tonna af kjöti erlendis frá, unnið það og markaðssett hér á landi. Esja, og KS einnig, eru meðal stofnfélaga SAFL.

Þurfa að þjónusta viðskiptavini

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og stjórnarformaður Esju gæðafæðis, segir í samtali við Heimildina, aðspurður um hví Esja hafi ekki sótt um tollkvóta við síðasta útboð á ESB kvótunum, að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta innflutningi á kjöti. „Það var tekin ákvörðun um það hjá KS að standa ekki í frekari innflutningi á kjöti, svo við kaupum bara núna af öðrum innflytjendum, hvort sem það er Háihólmi eða önnur fyrirtæki. Það var búið að taka þessa ákvörðun áður en til aðalfundar KS kom.“

Esja kaupir því innflutt kjöt af öðrum innflytjendum, einfaldlega vegna þess að kjötframleiðslan í landinu dugar ekki til að uppfylla þarfir markaðarins, segir Ágúst. Það á ekki síst við, í tilfelli Esju, alifuglakjöt og svínakjöt þar eð KS og dótturfyrirtæki þess hafa ekki verið í slíkri framleiðslu eða slátrun. „Við viljum fyrst og fremst vera að höndla með íslenskt kjöt en þar sem það dugar ekki til þá þurfum við eftir sem áður að þjónusta okkar viðskiptavini. Ég held að félagsmenn KS séu ekkert á móti því að við sinnum okkar viðskiptavinum en hins vegar snýst þessi samþykkt aðalfundarins um að við séum ekki að flytja þetta inn sjálf, KS og dótturfélög.“

„Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi“
Ágúst Andrésson
stjórnarformaður Esju gæðafæðis, um innflutning á úkraínskum kjúklingi

Esja er meðal þeirra fyrirtækja sem flutti inn úkraínskan kjúkling, sem fyrr segir. Fyrirtækið flutti inn í tveimur sendingum um 40 tonn og hefur auk þess keypt úkraínskan kjúkling af öðrum innflytjendum. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hætta umræddum innflutningi, áður en til þess kom að bráðabirgðaákvæði um tollaleysi féll úr gildi. „Það var tekin ákvörðun um að við myndum borga af þessu full gjöld og við værum ekki að rugga neinum bátum í því. Síðan var tekin ákvörðun um að við myndum bara frekar láta aðra um þetta og nú er búið að loka fyrir þennan innflutning,“ segir Ágúst. Hann segir enn fremur að, þrátt fyrir að fyrirtækinu væri kleift að sækja um endurgreiðslu á tollunum af hinum úkraínska kjúklingi, þá standi það ekki til. Spurður hvernig á því standi svarar hann: „Við höfum bara litið á þetta þannig að þetta hafi verið rangt í upphafi, það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta, og við tókum bara ákvörðun um þetta á þeim tíma.“

Heiðurskonsúll Rússlands flytur inn vín frá Moldóvu

Ágúst er heiðurskonsúll Rússlands hér landi og hefur verið á það bent, meðal annars í umræðum um innflutning á úkraínskum kjúklingi og deilur á Alþingi um framlengingu á tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum. Spurður hvort að sú umræða hafi farið fyrir brjóstið á honum segir Ágúst: „Ekki þannig. Mér þykir auðvitað leiðinlegt hvernig sumir hafa slitið hlutina úr samhengi en þá er það ekki svaravert og maður er ekkert að pirra sig á því.“

Ágúst segir jafnframt að konsúlsnafnbótin hafi alls ekki verið fyrir honum eða hamlað honum, hvorki nú né áður, en hann hefur borið nafnbótina frá árinu 2014. „Þetta kom til með persónulegum vinskap sem skapaðist milli mín og þáverandi sendiherra Rússlands hér á landi. Ég hef auðvitað stundað viðskipti þarna úti í Rússlandi síðan fyrir aldamót en núna er maður bara að reyna að vinna með öðrum aðilum þar sem opið er fyrir viðskipti. Ég flyt til að mynda inn vín núna frá Moldóvu, og hef gert í ein fjögur ár. Þeim vínframleiðanda kynntist ég einmitt á sýningu í Rússlandi þar sem við vorum að kynna lambakjöt og skyr og annað.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það borg­ar sig ekki að fram­leiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár