Engin vandræði hafa komið upp í tengslum við búsetu um 100 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem búa í JL-húsinu á vegum Reykjavíkurborgar frá því borgin tók við húsnæðinu í byrjun júní. Þetta kemur fram í svörum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við spurningum Heimildarinnar um búsetuúrræðið. „Það hafa ekki verið nein vandræði tengd búsetu umsækjenda í JL-húsinu sem starfsfólki Reykjavíkurborgar er kunnugt um.“
„Mín von er að þegar fólk sér mig úti á götu að tína dósir þá hugsi það: Já, sjáðu, þessi maður vill vinna en ekki: Heyrðu, þessi maður er bófi“
Dósa- og flöskusöfnun flóttamannanna hefur vakið athygli einhverra íbúa í nærliggjandi hverfum og hafa þeir lýst því hvernig hringt hafi verið á lögregluna í eitt skipti þegar þeir leituðu að flöskum til selja auk þess sem mynd af þeim …
Athugasemdir