Hundrað ár frá fyrstu íslensku kvikmyndinni

Á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn var öld lið­in frá því að gam­an­mynd Lofts Guð­munds­son­ar, Æv­in­týri Jóns og Gvend­ar, var frum­sýnd. Að­eins tvær mín­út­ur hafa varð­veist af mynd­inni, sem Heim­ild­in birt­ir með leyfi Kvik­mynda­safns­ins. Mik­ið af ís­lenskri kvik­mynda­sögu á í hættu að glat­ast og hef­ur safn­ið þurft að baka gaml­ar spól­ur í ofni svo hægt sé að horfa á þær.

Hundrað ár frá fyrstu íslensku kvikmyndinni
Kvikmyndasafn Íslands Gunnar og Þóra og samstarfsmenn þeirra bera ábyrgð á varðveislu kvikmyndasögu Íslands sem varðveitt er stafræn, á filmu og alls konar spólum, sem sumar eru úreldar og liggja undir skemmdum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það eina sem varðveist hefur af fyrstu íslensku kvikmyndinni er tveggja mínútna atriði þar sem tveir klaufskir borgardrengir reyna að sýna fúlskeggjuðum bónda að þeir kunni til verka í sveitinni. Myndin heitir Ævintýri Jóns og Gvendar og var frumraun leikstjórans Lofts Guðmundssonar í gerð leikinna mynda árið 1923. Er því öld síðan þessi svart-hvíta, þögla stuttmynd kom út, en hún var frumsýnd 17. júní í Nýja bíói í Reykjavík.

Heil 26 ár liðu þar til önnur íslensk mynd leit dagsins ljós og var Loftur þar aftur að verki. Hafði tækninni þá fleygt fram. „Við biðum til 1949 þar til næsta íslenska leikna mynd var gerð, sem er bara ótrúlegt,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur hjá Kvikmyndasafni Íslands, um aðra mynd Lofts, Milli fjalls og fjöru. „Við erum með þessa, Ævintýri Jóns og Gvendar, sem var mjög gamaldags mynd jafnvel fyrir sinn samtíma og svo liðu 26 ár þar til næsta …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Skemmtilegt, meira svona- Og btw Þóra er frábær forstöðumaður og hefur gert mikið til að kynna efni safnsins.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár