Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hundrað ár frá fyrstu íslensku kvikmyndinni

Á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn var öld lið­in frá því að gam­an­mynd Lofts Guð­munds­son­ar, Æv­in­týri Jóns og Gvend­ar, var frum­sýnd. Að­eins tvær mín­út­ur hafa varð­veist af mynd­inni, sem Heim­ild­in birt­ir með leyfi Kvik­mynda­safns­ins. Mik­ið af ís­lenskri kvik­mynda­sögu á í hættu að glat­ast og hef­ur safn­ið þurft að baka gaml­ar spól­ur í ofni svo hægt sé að horfa á þær.

Hundrað ár frá fyrstu íslensku kvikmyndinni
Kvikmyndasafn Íslands Gunnar og Þóra og samstarfsmenn þeirra bera ábyrgð á varðveislu kvikmyndasögu Íslands sem varðveitt er stafræn, á filmu og alls konar spólum, sem sumar eru úreldar og liggja undir skemmdum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það eina sem varðveist hefur af fyrstu íslensku kvikmyndinni er tveggja mínútna atriði þar sem tveir klaufskir borgardrengir reyna að sýna fúlskeggjuðum bónda að þeir kunni til verka í sveitinni. Myndin heitir Ævintýri Jóns og Gvendar og var frumraun leikstjórans Lofts Guðmundssonar í gerð leikinna mynda árið 1923. Er því öld síðan þessi svart-hvíta, þögla stuttmynd kom út, en hún var frumsýnd 17. júní í Nýja bíói í Reykjavík.

Heil 26 ár liðu þar til önnur íslensk mynd leit dagsins ljós og var Loftur þar aftur að verki. Hafði tækninni þá fleygt fram. „Við biðum til 1949 þar til næsta íslenska leikna mynd var gerð, sem er bara ótrúlegt,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur hjá Kvikmyndasafni Íslands, um aðra mynd Lofts, Milli fjalls og fjöru. „Við erum með þessa, Ævintýri Jóns og Gvendar, sem var mjög gamaldags mynd jafnvel fyrir sinn samtíma og svo liðu 26 ár þar til næsta …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Skemmtilegt, meira svona- Og btw Þóra er frábær forstöðumaður og hefur gert mikið til að kynna efni safnsins.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár