Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Snýst um meira en nokkra laxa

Fyr­ir­hug­uð bygg­ing Hvamms­virkj­un­ar myndi stefna laxa­stofni Þjórsár í veru­lega hættu, að mati banda­ríska fiski­fræð­ings­ins Marga­ret­ar J. Fil­ar­do.

Snýst um meira en nokkra laxa
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað í morgun að fresta því að taka fyrir umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Ástæðan er minnisblað bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málar upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft á lífríkið í Þjórsá. 

Oddviti sveitarstjórnarinnar, Eggert Valur Guðmundsson, segir að nú muni umhverfisnefnd sveitarfélagsins fara vel yfir það sem Filardo nefnir í minnisblaðinu.

„Við verðum að vanda okkur við þetta þó það taki einhvern smá tíma í viðbót,“ segir Eggert. „Við erum ekki þarna í umboði Landsvirkjunar, við erum í umboði íbúanna.“ 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur gaf sitt samþykki

Filardo hefur þriggja áratuga reynslu af rannsóknum á áhrifum af rekstri vatnsaflsvirkjana á fiskistofna, m.a. í Kólumbíufljóti og Snákafljóti og gefur lítið fyrir sumar mótvægisaðgerðir sem nefndar hafa verið.

„Mat það sem lagt hefur verið á afkomu og farsæla niðurgöngu seiða í Hvammsvirkjun er ofmat,“ skrifar Filardo. „Seiðaveita mun ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár.“

Virkjunin yrði staðsett innan bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðdegis.

Halldór Þór Jónsson, sveitarstjóri hreppsins og oddviti sveitarstjórnar, segir vitað mál að virkjunin sé inngrip í náttúruna og muni valda miklum áhrifum, þó ekki sé ljóst nákvæmlega hver þau verði.

Aftur á móti sé um að ræða virkjun sem fór í nýtingarflokk árið 2015, þegar Alþingi samþykkti það, og var innleidd í skipulag hreppsins á síðasta kjörtímabili. Því sé einfaldlega verið að veita leyfi fyrir framkvæmd sem þegar er búið að setja inn í skipulagið.

„Ef við myndum hafna framkvæmdaleyfi sem þegar hefur verið samþykkt af sveitarfélaginu í skipulag myndi það ávallt leiða til málaferla,“ segir Halldór.

Hann bendir sömuleiðis á að 16 fyrirvarar, sem ætlað er að lágmarka neikvæð áhrif virkjunarinnar, séu útlistaðir í greinargerð sveitarfélaganna tveggja um framkvæmdaleyfið. Hluti þeirra nær til lífríkisins á svæðinu.

Þurfa að geta svarað fyrir samþykkið

Íbúar í sveitarfélögunum tveimur hafa bæði stutt áformin og mótmælt þeim.

„Sumir segja að við megum ekki hafna uppbyggingu og framförum út af einhverjum nokkrum löxum en þetta er bara miklu stærra mál en það,“ segir Eggert sem telur vænlegast að umhverfisnefndin skoði málið. 

„Fari svo að við samþykkjum þetta framkvæmdaleyfi þurfa allir þeir sem taka þátt í þeirri afgreiðslu að geta svarað fyrir það hvers vegna.“

Filardo telur ekki að nægilega öflugar greiningar hafi verið gerðar á lífríkinu í Þjórsá. Hún segir að þær taki ekki til allra fiskitegunda árinnar eða mismunandi lífsferils fiska. Sömuleiðis hafi ekki verið horft til hugsanlegra áhrifa loftslagsbreytinga á svæðinu. 

„Breytingar á hitastigi, sem leiða til breytinga á rennslisháttum, gætu haft djúpstæð áhrif samfara hlýnun sjávar,“ skrifar Filardo.

Heildaráhrifin „virt að vettugi“

Þá segir hún að umrædd virkjun myndi ekki einungis snerta Þjórsá sjálfa og að ekki hafi verið tekið tillit til þess í umfjöllun um virkjunina. 

„Heildaráhrif á líffræðilegan fjölbreytileika svæðisins eru virt að vettugi.“

Sveitarstjórn Rangárþings Ytra mun funda aftur um málið í næstu viku en ekki er víst að ákvörðun verði tekin þá, að sögn Eggerts. Umhverfisnefndin mun fá þann tíma sem hún þarf til þess að leggjast yfir málið. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
5
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár