Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Snýst um meira en nokkra laxa

Fyr­ir­hug­uð bygg­ing Hvamms­virkj­un­ar myndi stefna laxa­stofni Þjórsár í veru­lega hættu, að mati banda­ríska fiski­fræð­ings­ins Marga­ret­ar J. Fil­ar­do.

Snýst um meira en nokkra laxa
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað í morgun að fresta því að taka fyrir umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Ástæðan er minnisblað bandaríska fiskifræðingsins Margaretar J. Filardo sem málar upp dökka mynd af þeim áhrifum sem virkjunin gæti haft á lífríkið í Þjórsá. 

Oddviti sveitarstjórnarinnar, Eggert Valur Guðmundsson, segir að nú muni umhverfisnefnd sveitarfélagsins fara vel yfir það sem Filardo nefnir í minnisblaðinu.

„Við verðum að vanda okkur við þetta þó það taki einhvern smá tíma í viðbót,“ segir Eggert. „Við erum ekki þarna í umboði Landsvirkjunar, við erum í umboði íbúanna.“ 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur gaf sitt samþykki

Filardo hefur þriggja áratuga reynslu af rannsóknum á áhrifum af rekstri vatnsaflsvirkjana á fiskistofna, m.a. í Kólumbíufljóti og Snákafljóti og gefur lítið fyrir sumar mótvægisaðgerðir sem nefndar hafa verið.

„Mat það sem lagt hefur verið á afkomu og farsæla niðurgöngu seiða í Hvammsvirkjun er ofmat,“ skrifar Filardo. „Seiðaveita mun ekki koma í veg fyrir hnignun fiskistofna Þjórsár.“

Virkjunin yrði staðsett innan bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðdegis.

Halldór Þór Jónsson, sveitarstjóri hreppsins og oddviti sveitarstjórnar, segir vitað mál að virkjunin sé inngrip í náttúruna og muni valda miklum áhrifum, þó ekki sé ljóst nákvæmlega hver þau verði.

Aftur á móti sé um að ræða virkjun sem fór í nýtingarflokk árið 2015, þegar Alþingi samþykkti það, og var innleidd í skipulag hreppsins á síðasta kjörtímabili. Því sé einfaldlega verið að veita leyfi fyrir framkvæmd sem þegar er búið að setja inn í skipulagið.

„Ef við myndum hafna framkvæmdaleyfi sem þegar hefur verið samþykkt af sveitarfélaginu í skipulag myndi það ávallt leiða til málaferla,“ segir Halldór.

Hann bendir sömuleiðis á að 16 fyrirvarar, sem ætlað er að lágmarka neikvæð áhrif virkjunarinnar, séu útlistaðir í greinargerð sveitarfélaganna tveggja um framkvæmdaleyfið. Hluti þeirra nær til lífríkisins á svæðinu.

Þurfa að geta svarað fyrir samþykkið

Íbúar í sveitarfélögunum tveimur hafa bæði stutt áformin og mótmælt þeim.

„Sumir segja að við megum ekki hafna uppbyggingu og framförum út af einhverjum nokkrum löxum en þetta er bara miklu stærra mál en það,“ segir Eggert sem telur vænlegast að umhverfisnefndin skoði málið. 

„Fari svo að við samþykkjum þetta framkvæmdaleyfi þurfa allir þeir sem taka þátt í þeirri afgreiðslu að geta svarað fyrir það hvers vegna.“

Filardo telur ekki að nægilega öflugar greiningar hafi verið gerðar á lífríkinu í Þjórsá. Hún segir að þær taki ekki til allra fiskitegunda árinnar eða mismunandi lífsferils fiska. Sömuleiðis hafi ekki verið horft til hugsanlegra áhrifa loftslagsbreytinga á svæðinu. 

„Breytingar á hitastigi, sem leiða til breytinga á rennslisháttum, gætu haft djúpstæð áhrif samfara hlýnun sjávar,“ skrifar Filardo.

Heildaráhrifin „virt að vettugi“

Þá segir hún að umrædd virkjun myndi ekki einungis snerta Þjórsá sjálfa og að ekki hafi verið tekið tillit til þess í umfjöllun um virkjunina. 

„Heildaráhrif á líffræðilegan fjölbreytileika svæðisins eru virt að vettugi.“

Sveitarstjórn Rangárþings Ytra mun funda aftur um málið í næstu viku en ekki er víst að ákvörðun verði tekin þá, að sögn Eggerts. Umhverfisnefndin mun fá þann tíma sem hún þarf til þess að leggjast yfir málið. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár