Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar

Veiði­fé­lög, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök, bænd­ur og aðr­ir land­eig­end­ur hafa kært ákvörð­un Orku­stofn­un­ar um að veita Lands­virkj­un virkj­un­ar­leyfi vegna Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá. Er þess kraf­ist að ákvörð­un­in verði felld úr gildi. Veiði­fé­lag Þjórsár ger­ir auk þess kröfu um að all­ar fram­kvæmd­ir á grund­velli leyf­is­ins verði stöðv­að­ar.

Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Mynd: Landsvirkjun

Tíu kærur, sem að standa félagasamtök og einstaklingar, bárust úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í desember. Frestur til að kæra er runninn út og óskaði Heimildin eftir að fá þær afhentar.

Allir kærendur gera þá kröfu að nefndin felli ákvörðun um veitingu virkjunarleyfisins úr gildi. Ýmis rök eru tiltekin, m.a. að umhverfismat framkvæmdarinnar sé tveggja áratuga gamalt að stærstum hluta, að matið hafi í raun verið gert á annarri framkvæmd en nú á að ráðast í og að Orkustofnun hafi brotið með alvarlegum hætti gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulega með því að afla ekki nauðsynlegra, nýjustu og réttra upplýsinga í málinu. Þá kæra þrjú náttúruverndarsamtök einnig ætlað brot á þátttökurétti almennings í mati á umhverfisáhrifum sem og fleiri ágalla á málsmeðferðinni.

Virkjun í blómlegri byggð

Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár og felur framkvæmdin í sér fjögurra fermetra lón í byggð. Ráðgert er að virkjunin gæti framleitt allt að 720 gígavattstundir (GWst) af raforku árlega með búnaði fyrir 95 megavatta (MW) uppsett afl í tveimur hverflum. Lónið yrði myndað með því að stífla rennsli Þjórsár milli bæjanna Minna-Núps og Haga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hvamms í Rangárþingi ytra, nokkru ofan fossins Búða og um 400 metrum ofan hinnar friðuðu Viðeyjar, með 350 metra langri og 18 metra hárri stíflu. Einnig yrðu reistir þriggja og hálfs kílómetra langir og 10 metra háir stíflu og varnargarðar sem og leiðigarðar, tveggja kílómetra göng og 1,2 kílómetra skurður.

Með tilkomu lónsins, sem Landsvirkjun kallar Hagalón myndi fjölbreytt landslag við ána og bakka hennar breytast. Eyjur, hólmar og flúðir færu á kaf ofan stíflunnar og á um þriggja kílómetra kafla neðan hennar, þar sem Viðey er að finna, myndi vatnsrennsli minnka verulega þar sem því yrði að mestu veitt um aðrennslisgöng. Vatnið mun þá ekki vernda Viðey í sama mæli og nú fyrir ágangi manna og dýra.

Hingað til hefur oftast verið virkjað á hálendinu eða í jaðri þess en með Hvammsvirkjun yrði reist virkjun í blómlegri byggð, á slóðum þar sem stærsti laxastofn landsins þrífst hvað best. Hún yrði neðsta virkjunin í Þjórsá og sú sjöunda á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár.

Virkjanaþrennan

Hvammsvirkjun hefur verið í nýtingarflokki rammaáætlunar frá 2015 líkt og systurvirkjanir hennar, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, sem áformaðar eru enn neðar í Þjórsá. Þær voru hins vegar færðar í biðflokk áætlunarinnar við afgreiðslu hennar á Alþingi síðasta vor. Sú afgreiðsla var byggð á meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Óhætt er að segja að tillögur um flokkun Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í nýtingarflokk hafa vakið upp reiði í nærsamfélaginu,“ segir í meirihlutaálitinu, enda sé um að ræða „stórar virkjunarhugmyndir í byggð“.

Mikilvægt væri að horfa á neðri hluta Þjórsár „sem eina heild“ og því er beint til ráðherra og verkefnisstjórnar næstu áfanga áætlunarinnar að horft verði til „allra þriggja virkjunarkosta“ í neðri hluta Þjórsár við það mat. Hvað það þýðir nákvæmlega er á huldu en eitt er víst að við mat á því hvort gefa ætti út virkjunarleyfi fyrir eina virkjun þrennunnar í Þjórsá höfðu þessi skilaboð þingnefndarinnar ekki nokkur áhrif.

Hlutverk úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála. Nefndin kveður upp úrskurð eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. 

Í þessu tilviki er stjórnvaldið Orkustofnun.

Veiðifélagið hafi verið sniðgengið

Tvö veiðifélög eru meðal þeirra sem kært hafa ákvörðun stofnunarinnar vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar; Veiðifélag Þjórsár og Veiðifélag Kálfár. Eðli málsins samkvæmt er það lífríki árinnar sem þau beina sjónum sínum að en einnig að málsmeðferðinni. „Í raun virðist sem Orkustofnun hafi markvisst ákveðið að sniðganga veiðifélagið,“ segir m.a. í kæru Veiðifélags Þjórsár sem auk þess að krefjast þess að virkjunarleyfið verði fellt úr gildi að allar framkvæmdir á grundvelli þess verði stöðvaðar. „Ljóst er að fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir munu hafa veruleg óafturkræf áhrif á lífríki Þjórsár,“ bendir félagið á. Það hafi það hlutverk að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna í ánni. Ljóst sé að áhrif láglendisvirkjana á fiskstofna séu mun meiri en áhrif hálendisvirkjana. „Þegar virkjað er á láglendi, lokast fyrir gönguleiðir allra fisktegunda og nefna má fjölda tilfella erlendis þar sem slíkar virkjanir hafa gengið mjög nærri stofnum göngufiska.“

Hvammsvirkjun fæli í sér mikil inngrip á viðkvæm göngusvæði villtra laxa – „inngrip sem á sér enga fyrirmynd á Íslandi“.

Þær mótvægisaðgerðir sem Landsvirkjun leggi til séu óljósar og virðist eiga að vega upp þau vandamál sem kunna að skapast án þess að skilgreint sé hver þau kunna að verða. „Fram til þessa hefur fiskgengur hluti farvegs Þjórsár verið laus við áhrif af mannvirkjum á lífríki árinnar. Ákvörðun um að rjúfa núverandi náttúrulegt ástand er stór og þarfnast mun meiri og vandaðri undirbúnings en hingað til hefur átt sér stað.“

Veiðifélagið bendir á að 35 prósent af búsvæði laxfiska Þjórsár sé við og fyrir ofan fyrirhugaða virkjun. „Uppi eru vafamál um áhrif virkjunar á þessu svæði, í sumum tilvikum er í raun augljóst að hugmyndir að lausnum hafi ekki verið byggðar á vísindalegri þekkingu.“

OS hafi dregið taum Landsvirkjunar

Það sé óviðunandi að Landsvirkjun njóti vafans sem stafi frá ónógri rannsókn fyrirtækisins og stjórnvalda á áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar. „Slík tilraunastarfsemi með mikilvæga fiskistofna, sem getur valdið óafturkræfum skaða, sé andstæð rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga og meginreglum umhverfisréttar og eigi því að leiða til ógildingar ákvörðunar um veitingu virkjunarleyfis.“

Að mati Veiðifélags Þjórsár ber málsmeðferð Orkustofnunar þess merki að „taumur Landsvirkjunar hafi verið dreginn“ á meðan félagið, sem sé aðili málsins, hafi verið „sniðgenginn gróflega“.

Landeigendum hafi verið hótað eignarnámi

Meðal bæja rétt við hið áformaða lón er Fossnes. Í kæru Sigrúnar Bjarnadóttur, landeiganda og bónda á jörðinni, er því haldið fram að samningar Landsvirkjunar við landeigendur á sínum tíma hafi verið þvingaðir fram með hótunum um eignarnám. „Það þarf að meta lögmæti þeirra samninga sem Landsvirkjun gerði á árunum 2007 og 2008 við landeigendur,“ segir í kæru Sigrúnar. „Það er því ekki hægt að veita virkjunarleyfi fyrr en lögmæti þessara samninga hefur verið metið af óháðum og lögfróðum aðilum.“

„Allir verða þeir gapandi hissa og daprir yfir þessum fyrirhuguðu framkvæmdum, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða erlenda gesti“
Sigrún Bjarnadóttir
Landeigandi og bóndi í Fossnesi.

Landeigendur hafi staðið frammi fyrir spurningunni um að semja við Landsvirkjun og vita þá hvað þeir fengju í bætur, eða semja ekki og þá yrði landið tekið af þeim og mikil óvissa um að nokkrar bætur fengjust fyrir það. „Með þessum þvinguðu aðgerðum náðust samningar, sem hafa síðan verið notaðir síðar meir til að þvinga áfram aðra þætti eins og breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi og núna síðast til að óska eftir virkjunarleyfi.“ Sigrún segir samningana, sem séu grundvöllur þess að Hvammsvirkjun verði reist, hafa verið fengna „með mjög vafasömum hætti“.

Ferðamenn gapandi hissa

Í Fossnesi hefur verið rekin ferðaþjónusta í um þrjátíu ár. „Gestum okkar er tíðrætt um náttúrufegurð og útsýni, bæði að og frá bænum,“ skrifar Sigrún. „Allir verða þeir gapandi hissa og daprir yfir þessum fyrirhuguðu framkvæmdum, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða erlenda gesti. Allir eru þeir líka sammála um að virkjunin og lónið muni hafa neikvæð áhrif á upplifun.“

Landvernd gerði nokkrar efnislegar rökstuddar athugasemdir við umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og telja að Orkustofnun hafi ekki tekið tillit til þeirra er varða vernd lífríkisins í Þjórsá með viðunandi hætti.

Í Þjórsá sé að finna stærsta einstaka laxastofn landsins (allt að 20.000 full þroskaða laxa) og verulegan hluta af heildarfjölda laxa á Íslandi. Þar séu einnig mikilvægir stofnar bleikju og urriða. „Þetta lífríki nýtur verndar náttúruverndarlaga og eru mikilvæg hlunnindi og lífsviðurværi til sveita,“ segir í kæru Landverndar. Svæðið sem framkvæmdirnar ná til sé mikilvægur hluti af vistkerfi Þjórsár og geti þær haft víðtæk áhrif á lífríkið bæði neðan og ofan við stíflu og í hliðarám.

Úr 360 m3/s í 10

Samtökin fjalla í kæru sinni sérstaklega um 9. grein virkjunarleyfisins þar sem fram komi sú krafa að rennsli Þjórsár milli stíflu og aðrennslisskurðar, á um þriggja kílómetra kafla, sé að lágmarki 10 m3/s. Það er á þessu svæði sem hina friðuðu Viðey er að finna. „Þegar þetta ákvæði er skoðað þarf að hafa hliðsjón af því að meðal rennsli í Þjórsá er um 360 m3/s.“

Í skýrslu frá 2013 sem gerð var í tengslum við ákvörðun í rammaáætlun að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, sé bent á nauðsyn þess að tryggja 30 m3/s lágmarksrennsli. „Skýrslan er ritrýnd og leitar víða heimilda,“ segir Landvernd og engar haldbetri vísindalega úttekt sé að finna þar sem færð séu rök fyrir því að 10 m3/s væri fullnægjandi til að viðhalda mikilvægum búsvæðum laxins neðan við stíflu. Ákvörðun um 30 m3/s rennsli hafi verið staðfest af Alþingi og því beri Orkustofnun að fara eftir þeirri lágmarkskröfu í leyfisveitingu sinni.

Sama myndin - en mismunandi rennsli í ánni

NASF á Íslandi, samtök sem hafa það hlutverk að standa vörð um íslenska laxastofninn, Náttúrugrið og Náttúruverndarsamtök Íslands standa saman að einni kærunni. Félögin kæra útgáfu virkjunarleyfisins en einnig ætlað brot á þátttökurétti almennings í mati á umhverfisáhrifum sem og fleiri ágalla á málsmeðferð.

Að mati samtakanna var virkjunarhugmyndin sem umhverfismat var gert á árið 2003 og kennd var við fjallið Núp allt önnur en sú sem sótt var um virkjunarleyfi til Orkustofnunar sumarið 2021, þ.e. Hvammsvirkjun. Verulegur annmarki á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sé slíkur að virkjanaleyfi geti ekki átt stoð í því.

Vafi um það hvert lágmarksrennsli skuli vera samkvæmt umhverfismati verði ekki skýrt Landsvirkjun í hag. Í kærunni kemur m.a. fram í þessu sambandi að í matsskýrslu Landsvirkjunar frá 2003 sé á tveimur stöðum birt sama ljósmyndin, tekin vorið 1963, af Þjórsá við Ölmóðsey. En myndatextarnir séu ólíkir. Undir annarri myndinni segi að hún sýni 5-10 m3/s rennsli en á hinni segir að á henni megi sjá ána þegar rennslið nemi 15 m3/s.

Matsskýrslan sé full af slíkum „misvísandi og ruglingslegum upplýsingum“.

„Með vísan til málsatvika og framangreinds rökstuðnings verður að telja óhjákvæmilegt, að hin kærða ákvörðun Orkustofnunar verði ógilt. Ákvörðunin um útgáfu leyfisins og undirbúningur hennar af hálfu Orkustofnunar eru háð svo alvarlegum annmörkum, að ógildingu hlýtur að sæta.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
10
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár