Mynd 1:
Hver er hér í hlutverki Ronju ræningjadóttur fyrir nokkrum árum?
Mynd 2:
Útlínur hvaða ríkis má sjá hér að ofan?
1. Hver skrifaði bókina um Ronju ræningjadóttur?
2. Hvað heitir höfuðborg Kólumbíu?
3. Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni Titanic frá 1997?
4. „Lati Geir á lækjarbakka / lá þar til hann dó. / Vildi hann ekki vatnið smakka ...“ Hvernig er síðasta lína vísunnar?
5. Í hvaða landi tíðkast þjóðarrétturinn haggis?
6. Frægur íslenskur rithöfundur skrifaði upp úr miðri 20. öld fjölda bóka sem hétu m.a. Afdalabarn, Þar sem brimaldan brotnar, Hvikul er konuást og og lauk ferlinum með fjögurra binda verki, Utan frá sjó. Hver var þessi höfundur?
7. Frakkinn Mbappé skoraði þrennu í úrslitaleik HM karla í Katar í desember þótt það dygði ekki til sigurs. Hvað heitir Mbappé að fornafni?
8. Donald, Ivanka, Eric, Tiffany og ... hver?
9. Élisabeth Borne er forsætisráðherra í hvaða Evrópulandi?
10. Hvað hét æðsti guð Forn-Grikkja?
11. Djokovic nokkur hefur unnið fleiri sigra en nokkur annar karl í tennissögunni. Frá hvaða landi er Djokovic?
12. Hvað kallast matur sem undirbúinn að öllu leyti samkvæmt ströngustu trúarreglum Gyðinga?
13. En hvað kallast matur sem er á sama hátt tilreiddur samkvæmt reglum múslima?
14. Hvar er hið svonefnda Stormahaf eða Oceanus Procellarum?
15. Í námunda við hvaða borg á Englandi voru Hrói höttur og kappar hans sagðir hafa búið?
----
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er Salka Sól. Á neðri myndinni eru útlínur Svíþjóðar.
Svör við öðrum spurningum:
1. Astrid Lindgren. — 2. Bogotá. — 3. Kate Winslet. — 4. „Var hann þyrstur þó.“ — 5. Skotlandi. — 6. Guðrún frá Lundi. — 7. Kylian. — 8. Barron. Þetta eru börn Trumps. — 9. Frakklandi. — 10. Seifur. — 11. Serbíu. — 12. Kosher. — 13. Halal. — 14. Á tunglinu. — 15. Nottingham.
Athugasemdir (4)