Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Lyfju, tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í haust.

Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Nýr framkvæmdastjóri Sigríður Margrét Oddsdóttir tekur við keflinu í september.

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún staðfestir þetta í samtali við Heimildina. Sigríður er forstjóri Lyfju en mun láta af störfum þar þegar hún hefur störf hjá SA í september. 

Tilkynnt var um það í lok mars síðastliðnum að Halldór Benjamín Þorbergsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til að taka við stöðu forstjóra hjá fasteignafélaginu Reginn. Í kjölfarið hófst það ferli að finna eftirmann hans. 

Átta manna framkvæmdastjórn SA sá um ráðninguna en hún er skipuð formanni og varaformanni ásamt sex fulltrúum sem stjórnin kaus úr eigin 21 manns hópi. 

Ferlið hófst með nokkra tugi nafna í hattinum en í síðustu viku hafði þeim verið fækkað um meira en helming. 

Viðmælendur Heimildarinnar gagnrýndu í síðustu viku ráðningarferlið sem þeir sögðu ómarkvisst, upplýsingagjöf villandi og að það hafi dregist úr hófi.

Telur hægt að vinna verkefnið í sameiningu

Sigríður tekur við keflinu þegar stutt verður í kjaraviðræður, sem líklegt má þykja að verði strembnar. Skammtímasamningar voru undirritaðir nú síðast eftir brösuglegar viðræður en verðbólga og vaxtastigið í landinu fóru á flug í fyrra. Spurð hvernig hún sjái haustið fyrir sér segir Sigríður Margrét:

„Númer eitt tvö og þrjú þá held ég að allir sem koma að kjaraviðræðum hafi það að augnamiði að ná árangri bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þá er ég að hugsa bæði til skemmri og lengri tíma. Ég mun auðvitað takast á við þessi verkefni í hópi góðs fólks og trúi því að við getum áfram í sameiningu unnið að því að lífskjör hér á landi verði með því besta sem þekkist.“

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra þar til Sigríður Margrét tekur við.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár