Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Lyfju, tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í haust.

Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Nýr framkvæmdastjóri Sigríður Margrét Oddsdóttir tekur við keflinu í september.

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún staðfestir þetta í samtali við Heimildina. Sigríður er forstjóri Lyfju en mun láta af störfum þar þegar hún hefur störf hjá SA í september. 

Tilkynnt var um það í lok mars síðastliðnum að Halldór Benjamín Þorbergsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til að taka við stöðu forstjóra hjá fasteignafélaginu Reginn. Í kjölfarið hófst það ferli að finna eftirmann hans. 

Átta manna framkvæmdastjórn SA sá um ráðninguna en hún er skipuð formanni og varaformanni ásamt sex fulltrúum sem stjórnin kaus úr eigin 21 manns hópi. 

Ferlið hófst með nokkra tugi nafna í hattinum en í síðustu viku hafði þeim verið fækkað um meira en helming. 

Viðmælendur Heimildarinnar gagnrýndu í síðustu viku ráðningarferlið sem þeir sögðu ómarkvisst, upplýsingagjöf villandi og að það hafi dregist úr hófi.

Telur hægt að vinna verkefnið í sameiningu

Sigríður tekur við keflinu þegar stutt verður í kjaraviðræður, sem líklegt má þykja að verði strembnar. Skammtímasamningar voru undirritaðir nú síðast eftir brösuglegar viðræður en verðbólga og vaxtastigið í landinu fóru á flug í fyrra. Spurð hvernig hún sjái haustið fyrir sér segir Sigríður Margrét:

„Númer eitt tvö og þrjú þá held ég að allir sem koma að kjaraviðræðum hafi það að augnamiði að ná árangri bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þá er ég að hugsa bæði til skemmri og lengri tíma. Ég mun auðvitað takast á við þessi verkefni í hópi góðs fólks og trúi því að við getum áfram í sameiningu unnið að því að lífskjör hér á landi verði með því besta sem þekkist.“

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra þar til Sigríður Margrét tekur við.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Laun borgarfulltrúa of há eða lág?
6
FréttirHátekjulistinn 2024

Laun borg­ar­full­trúa of há eða lág?

Ekki eru all­ir á sama máli hvað laun borg­ar­full­trúa varð­ar. Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík tel­ur að laun­in séu eðli­leg mið­að við ábyrgð og vinnu­álag en odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins seg­ir að þau séu of há – sér­stak­lega þeg­ar laun­in eru skoð­uð í sam­hengi við laun þeirra sem starfa fyr­ir borg­ina í mik­il­væg­um ábyrgð­ar­störf­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
2
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum
8
FréttirHátekjulistinn 2024

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra græð­ir á ritstörf­um

Þing­mennska og bóka­út­gáfa geta gef­ið vel af sér eins og sjá má á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar í ár. Fjár­magn­s­tekj­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur voru tæp­ar 14 millj­ón­ir króna á síð­asta ári en þær skýr­ast af höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­um fyr­ir bók­ina Reykja­vík sem hún skrif­aði með Ragn­ari Jónas­syni ár­ið áð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
2
FréttirÁ vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.
Ágúst barnaníðingur kominn með nýtt nafn
3
VettvangurÁ vettvangi

Ág­úst barn­aníð­ing­ur kom­inn með nýtt nafn

Ág­úst Magnús­son fékk fimm ára dóm vegna kyn­ferð­is­brota gegn sex ung­um drengj­um ár­ið 2004. Ág­úst hef­ur nú skipt um nafn, er hvergi skráð­ur til heim­il­is og því ekki vit­að hvar hann held­ur til. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ist ekki skilja af hverju dæmd­um barn­aníð­ing­um er gert það auð­velt að breyta um nafn.
Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
4
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
5
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár