Sendiráði Íslands í Rússlandi verður lokað frá og með 1. ágúst næstkomandi og hefur Þórdís Kolbrún Reykafjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gert rússneskum stjórnvöldum að lágmarka starfsemi sendiráðs þess á Íslandi til samræmis við þetta.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Mikhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, hafi verið kallaður á fund ráðherra í dag til að greina frá þessu. Honum hafi verið sagt að íslensk stjórnvöld gerðu ráð fyrir að Rússlandi lækkaði fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að hann fari af landi brott.
Þetta þýðir þó ekki slit á stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands en samskipti ríkjanna eru lítil, eða í lágmarki, eins …
Athugasemdir (1)