Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Seðlabankastjóri Stýrivextir hafa hækkað þrettán sinnum í röð á Íslandi og standa nú í 8,75 prósentum. Mynd: Davíð Þór


„Ég hélt síðastliðið haust, að verkalýðshreyfingin myndi átta sig á því að það að ætla að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana. Það hlyti að vera alveg skýrt, en þannig fór það nú samt. Jafnvel sumir verkalýðsforingjar, sem voru mjög æstir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu foringjar halda útifundi til þess að mótmæla afleiðingum gerða sinna.“ 

Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar er hann að vísa í mótmælafundi sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið fyrir ásamt fleirum undir yfirskriftinni „Rísum upp.“ Næsti slíki fundur er boðaður næstkomandi laugardag. Í kynningu á viðburðinum segir: „Rísum upp gegn aðgerðarleysi stjórnvalda! Rísum upp gegn sjálftöku æðstu embættismanna. Rísum upp gegn stýrirvaxtahækkunum Seðlabankans. Rísum upp gegn dýrtíð og stöðunni á húsnæðismarkaði. Rísum upp gegn óréttlætinu!“

Ásgeir segir að mótmælin snúist um að mótmæla sjálfum sér. Erlendis hafi launþegar að miklu leyti tekið á sig verðbólguna. Hérlendis hins vegar hækkað í takti við hana og hún því ekki gefið eftir. Það hafi leitt til þess að stýrivextir hafi þurft að hækka mikið, en þeir hafa nú hækkað þrettán sinnum í röð og standa í 8,75 prósentum. Ástæða þess að vextir séu helmingi hærri hér en annars staðar sé vegna þess að nafnlaunahækkanir séu helmingi hærri hér en annars staðar.

Það sé þó ekki við verkalýðshreyfinguna sem slíka að sakast. „Það eru frekar viðbrögð verkalýðsforingja við henni sem eru ámælisverð.“ Ásgeir segir Samtök atvinnulífsins líka bera ábyrgð. „Það hefnir sín fyrir þeim líka að gera samninga umfram það sem innistæða er fyrir.“ 

Formaður VR „ekki stöðugur í skapi“

Í viðtalinu segir Ásgeir að það sé ákveðin meðvirkni í gangi gagnvart verkalýðshreyfingunni og kröfum hennar. „Ríkissáttasemjari var hringjandi hingað til þess að hafa áhrif á Seðlabankann. Við ættum ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okkur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum. Reyndu síðan að fresta vaxtaákvörðunarfundi og svo framvegis. Það er ekkert annað en meðvirkni.“ 

Seðlabankastjóri telur að verkalýðsforingjar séu frekar tilbúnir til að hlusta á hann nú en í fyrrahaust. „Það sem gerðist síðasta haust var það að sameiningarvettvangur hreyfingarinnar, sem er Alþýðusamband Íslands, varð óvirkur. Þá breyttist þetta í samkeppni einstakra verkalýðsfélaga, sem var erfið staða fyrir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eftir. Allir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið einhvern lærdóm af, ég hef enga trú á öðru. Á Íslandi verða allir að sitja við sama borð í svona ákvörðunum.“

Ásgeir segir Seðlabankann vera, að einhverju leyti, að beita peningastefnunni til þess að bregðast við skorti á stefnumótun annars staðar. „Til dæmis hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Að það skuli ekki hafa verið skipulögð ný hverfi í takt við fólksfjölgun, þó nóg sé af byggingarlandi. Eða að það skuli ekki hafa verið hugsað um að það sé ekki gott að láta ferðaþjónustuna njóta skattfríðinda þegar hún vex á þessum ógnarhraða, flytur inn vinnuafl og breytir samfélaginu. Þetta þarf að ræða í stað þess að bregðast með upphrópunum eða pópúlískum skyndilausnum.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hulda K Guðjónsdóttir skrifaði
    Þetta viðtal er með ólíkindum. Gaspur og oflæti Ásgeirs skín í gegn.
    2
  • ÞÞ
    Þórður þorvaldsson skrifaði
    Þetta er í raun alveg ótrúlegt, að láta hafa þetta eftir sér. Hættum höfrungahlaupinu og einföldum kjarabaráttuna. Krefjumst verðtryggingar á launin meðan krónan er við lýði. Þá neyðast stjórnvöld til að taka á kerfislægum vanda hagstjórnarinnar.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst höndlar SÍ-stjórinn ekki að Ragnar Þór formaður VR boðar til mótmæla á Austurvelli RÍSUM UPP !! Meðal annars vegna stýrivaxtahækkanna sem munu á endanum keyra skuldara í þrot. Ragnar Þór einn af fáum foringjum hefur ítrekað rekið þvælu vitleysuna sem stýrivaxtahækkanir einar og sér hafa fyrir heimili og fyrirtæki heim til föðurhúsana, afleiðingin er vanskil/skuldbreytingar og KREPPA/FÁTÆKT sama gildir um aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jak sem telur upp ítrekað smáskammtalækningar á fingrum sér, í raun mæta stjórnvöld til leiks verkfæralaus af því að ekki næst samastaða í myrkrakompunni að sækja fjármagnið sem það er að finna, þrátt fyrir að fjölmargir leikir/lærðir hafi bent á að HAGNAÐARDRIFIN verðbólga er keyrð áfram af fólkinu sem á peninga og hefur fullt óskert aðgengi að peningum (lán) en ekki af fólki sem nær ekki endum saman á milli launaseðla. Ég spyr hvar eru allir hinir foringjarnir ?
    5
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Bíddu var hann ekki að fá á annað hundrað þúsund i launahækkun?þessi mikla stýravaxta hækkun i Covidinu er ein af ástæðum verðbólgunar og það er algjörlega honum að kenna.
    4
    • Kári Jónsson skrifaði
      SÍ-stjórinn fær 2.5% launahækkun sem er sambærilegt við samningana í haust (2022)
      3
  • Ingimar Sævarsson skrifaði
    Ásgeir er frekar óstöðugur og óábyrgur í sínum málflutningi. Með ofurhækkun stýrivaxta langt umfram seðlabanka annarra þjóða hefur hann komið af stað óstöðugleika sem hann svo kennir öðrum um.
    Heldur hann að grímulaus varðstaðan hans um fjármagnseigendur fari fram hjá nokkrum manni?
    Rísum upp og mótmælum græðgi stöku elítunnar.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár