Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Seðlabankastjóri Stýrivextir hafa hækkað þrettán sinnum í röð á Íslandi og standa nú í 8,75 prósentum. Mynd: Davíð Þór


„Ég hélt síðastliðið haust, að verkalýðshreyfingin myndi átta sig á því að það að ætla að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana. Það hlyti að vera alveg skýrt, en þannig fór það nú samt. Jafnvel sumir verkalýðsforingjar, sem voru mjög æstir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu foringjar halda útifundi til þess að mótmæla afleiðingum gerða sinna.“ 

Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar er hann að vísa í mótmælafundi sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið fyrir ásamt fleirum undir yfirskriftinni „Rísum upp.“ Næsti slíki fundur er boðaður næstkomandi laugardag. Í kynningu á viðburðinum segir: „Rísum upp gegn aðgerðarleysi stjórnvalda! Rísum upp gegn sjálftöku æðstu embættismanna. Rísum upp gegn stýrirvaxtahækkunum Seðlabankans. Rísum upp gegn dýrtíð og stöðunni á húsnæðismarkaði. Rísum upp gegn óréttlætinu!“

Ásgeir segir að mótmælin snúist um að mótmæla sjálfum sér. Erlendis hafi launþegar að miklu leyti tekið á sig verðbólguna. Hérlendis hins vegar hækkað í takti við hana og hún því ekki gefið eftir. Það hafi leitt til þess að stýrivextir hafi þurft að hækka mikið, en þeir hafa nú hækkað þrettán sinnum í röð og standa í 8,75 prósentum. Ástæða þess að vextir séu helmingi hærri hér en annars staðar sé vegna þess að nafnlaunahækkanir séu helmingi hærri hér en annars staðar.

Það sé þó ekki við verkalýðshreyfinguna sem slíka að sakast. „Það eru frekar viðbrögð verkalýðsforingja við henni sem eru ámælisverð.“ Ásgeir segir Samtök atvinnulífsins líka bera ábyrgð. „Það hefnir sín fyrir þeim líka að gera samninga umfram það sem innistæða er fyrir.“ 

Formaður VR „ekki stöðugur í skapi“

Í viðtalinu segir Ásgeir að það sé ákveðin meðvirkni í gangi gagnvart verkalýðshreyfingunni og kröfum hennar. „Ríkissáttasemjari var hringjandi hingað til þess að hafa áhrif á Seðlabankann. Við ættum ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okkur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum. Reyndu síðan að fresta vaxtaákvörðunarfundi og svo framvegis. Það er ekkert annað en meðvirkni.“ 

Seðlabankastjóri telur að verkalýðsforingjar séu frekar tilbúnir til að hlusta á hann nú en í fyrrahaust. „Það sem gerðist síðasta haust var það að sameiningarvettvangur hreyfingarinnar, sem er Alþýðusamband Íslands, varð óvirkur. Þá breyttist þetta í samkeppni einstakra verkalýðsfélaga, sem var erfið staða fyrir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eftir. Allir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið einhvern lærdóm af, ég hef enga trú á öðru. Á Íslandi verða allir að sitja við sama borð í svona ákvörðunum.“

Ásgeir segir Seðlabankann vera, að einhverju leyti, að beita peningastefnunni til þess að bregðast við skorti á stefnumótun annars staðar. „Til dæmis hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Að það skuli ekki hafa verið skipulögð ný hverfi í takt við fólksfjölgun, þó nóg sé af byggingarlandi. Eða að það skuli ekki hafa verið hugsað um að það sé ekki gott að láta ferðaþjónustuna njóta skattfríðinda þegar hún vex á þessum ógnarhraða, flytur inn vinnuafl og breytir samfélaginu. Þetta þarf að ræða í stað þess að bregðast með upphrópunum eða pópúlískum skyndilausnum.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hulda K Guðjónsdóttir skrifaði
    Þetta viðtal er með ólíkindum. Gaspur og oflæti Ásgeirs skín í gegn.
    2
  • ÞÞ
    Þórður þorvaldsson skrifaði
    Þetta er í raun alveg ótrúlegt, að láta hafa þetta eftir sér. Hættum höfrungahlaupinu og einföldum kjarabaráttuna. Krefjumst verðtryggingar á launin meðan krónan er við lýði. Þá neyðast stjórnvöld til að taka á kerfislægum vanda hagstjórnarinnar.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst höndlar SÍ-stjórinn ekki að Ragnar Þór formaður VR boðar til mótmæla á Austurvelli RÍSUM UPP !! Meðal annars vegna stýrivaxtahækkanna sem munu á endanum keyra skuldara í þrot. Ragnar Þór einn af fáum foringjum hefur ítrekað rekið þvælu vitleysuna sem stýrivaxtahækkanir einar og sér hafa fyrir heimili og fyrirtæki heim til föðurhúsana, afleiðingin er vanskil/skuldbreytingar og KREPPA/FÁTÆKT sama gildir um aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jak sem telur upp ítrekað smáskammtalækningar á fingrum sér, í raun mæta stjórnvöld til leiks verkfæralaus af því að ekki næst samastaða í myrkrakompunni að sækja fjármagnið sem það er að finna, þrátt fyrir að fjölmargir leikir/lærðir hafi bent á að HAGNAÐARDRIFIN verðbólga er keyrð áfram af fólkinu sem á peninga og hefur fullt óskert aðgengi að peningum (lán) en ekki af fólki sem nær ekki endum saman á milli launaseðla. Ég spyr hvar eru allir hinir foringjarnir ?
    5
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Bíddu var hann ekki að fá á annað hundrað þúsund i launahækkun?þessi mikla stýravaxta hækkun i Covidinu er ein af ástæðum verðbólgunar og það er algjörlega honum að kenna.
    4
    • Kári Jónsson skrifaði
      SÍ-stjórinn fær 2.5% launahækkun sem er sambærilegt við samningana í haust (2022)
      3
  • Ingimar Sævarsson skrifaði
    Ásgeir er frekar óstöðugur og óábyrgur í sínum málflutningi. Með ofurhækkun stýrivaxta langt umfram seðlabanka annarra þjóða hefur hann komið af stað óstöðugleika sem hann svo kennir öðrum um.
    Heldur hann að grímulaus varðstaðan hans um fjármagnseigendur fari fram hjá nokkrum manni?
    Rísum upp og mótmælum græðgi stöku elítunnar.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár