Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“

Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Seðlabankastjóri Stýrivextir hafa hækkað þrettán sinnum í röð á Íslandi og standa nú í 8,75 prósentum. Mynd: Davíð Þór


„Ég hélt síðastliðið haust, að verkalýðshreyfingin myndi átta sig á því að það að ætla að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana. Það hlyti að vera alveg skýrt, en þannig fór það nú samt. Jafnvel sumir verkalýðsforingjar, sem voru mjög æstir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu foringjar halda útifundi til þess að mótmæla afleiðingum gerða sinna.“ 

Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar er hann að vísa í mótmælafundi sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið fyrir ásamt fleirum undir yfirskriftinni „Rísum upp.“ Næsti slíki fundur er boðaður næstkomandi laugardag. Í kynningu á viðburðinum segir: „Rísum upp gegn aðgerðarleysi stjórnvalda! Rísum upp gegn sjálftöku æðstu embættismanna. Rísum upp gegn stýrirvaxtahækkunum Seðlabankans. Rísum upp gegn dýrtíð og stöðunni á húsnæðismarkaði. Rísum upp gegn óréttlætinu!“

Ásgeir segir að mótmælin snúist um að mótmæla sjálfum sér. Erlendis hafi launþegar að miklu leyti tekið á sig verðbólguna. Hérlendis hins vegar hækkað í takti við hana og hún því ekki gefið eftir. Það hafi leitt til þess að stýrivextir hafi þurft að hækka mikið, en þeir hafa nú hækkað þrettán sinnum í röð og standa í 8,75 prósentum. Ástæða þess að vextir séu helmingi hærri hér en annars staðar sé vegna þess að nafnlaunahækkanir séu helmingi hærri hér en annars staðar.

Það sé þó ekki við verkalýðshreyfinguna sem slíka að sakast. „Það eru frekar viðbrögð verkalýðsforingja við henni sem eru ámælisverð.“ Ásgeir segir Samtök atvinnulífsins líka bera ábyrgð. „Það hefnir sín fyrir þeim líka að gera samninga umfram það sem innistæða er fyrir.“ 

Formaður VR „ekki stöðugur í skapi“

Í viðtalinu segir Ásgeir að það sé ákveðin meðvirkni í gangi gagnvart verkalýðshreyfingunni og kröfum hennar. „Ríkissáttasemjari var hringjandi hingað til þess að hafa áhrif á Seðlabankann. Við ættum ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okkur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum. Reyndu síðan að fresta vaxtaákvörðunarfundi og svo framvegis. Það er ekkert annað en meðvirkni.“ 

Seðlabankastjóri telur að verkalýðsforingjar séu frekar tilbúnir til að hlusta á hann nú en í fyrrahaust. „Það sem gerðist síðasta haust var það að sameiningarvettvangur hreyfingarinnar, sem er Alþýðusamband Íslands, varð óvirkur. Þá breyttist þetta í samkeppni einstakra verkalýðsfélaga, sem var erfið staða fyrir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eftir. Allir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið einhvern lærdóm af, ég hef enga trú á öðru. Á Íslandi verða allir að sitja við sama borð í svona ákvörðunum.“

Ásgeir segir Seðlabankann vera, að einhverju leyti, að beita peningastefnunni til þess að bregðast við skorti á stefnumótun annars staðar. „Til dæmis hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Að það skuli ekki hafa verið skipulögð ný hverfi í takt við fólksfjölgun, þó nóg sé af byggingarlandi. Eða að það skuli ekki hafa verið hugsað um að það sé ekki gott að láta ferðaþjónustuna njóta skattfríðinda þegar hún vex á þessum ógnarhraða, flytur inn vinnuafl og breytir samfélaginu. Þetta þarf að ræða í stað þess að bregðast með upphrópunum eða pópúlískum skyndilausnum.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hulda K Guðjónsdóttir skrifaði
    Þetta viðtal er með ólíkindum. Gaspur og oflæti Ásgeirs skín í gegn.
    2
  • ÞÞ
    Þórður þorvaldsson skrifaði
    Þetta er í raun alveg ótrúlegt, að láta hafa þetta eftir sér. Hættum höfrungahlaupinu og einföldum kjarabaráttuna. Krefjumst verðtryggingar á launin meðan krónan er við lýði. Þá neyðast stjórnvöld til að taka á kerfislægum vanda hagstjórnarinnar.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst höndlar SÍ-stjórinn ekki að Ragnar Þór formaður VR boðar til mótmæla á Austurvelli RÍSUM UPP !! Meðal annars vegna stýrivaxtahækkanna sem munu á endanum keyra skuldara í þrot. Ragnar Þór einn af fáum foringjum hefur ítrekað rekið þvælu vitleysuna sem stýrivaxtahækkanir einar og sér hafa fyrir heimili og fyrirtæki heim til föðurhúsana, afleiðingin er vanskil/skuldbreytingar og KREPPA/FÁTÆKT sama gildir um aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jak sem telur upp ítrekað smáskammtalækningar á fingrum sér, í raun mæta stjórnvöld til leiks verkfæralaus af því að ekki næst samastaða í myrkrakompunni að sækja fjármagnið sem það er að finna, þrátt fyrir að fjölmargir leikir/lærðir hafi bent á að HAGNAÐARDRIFIN verðbólga er keyrð áfram af fólkinu sem á peninga og hefur fullt óskert aðgengi að peningum (lán) en ekki af fólki sem nær ekki endum saman á milli launaseðla. Ég spyr hvar eru allir hinir foringjarnir ?
    5
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Bíddu var hann ekki að fá á annað hundrað þúsund i launahækkun?þessi mikla stýravaxta hækkun i Covidinu er ein af ástæðum verðbólgunar og það er algjörlega honum að kenna.
    4
    • Kári Jónsson skrifaði
      SÍ-stjórinn fær 2.5% launahækkun sem er sambærilegt við samningana í haust (2022)
      3
  • Ingimar Sævarsson skrifaði
    Ásgeir er frekar óstöðugur og óábyrgur í sínum málflutningi. Með ofurhækkun stýrivaxta langt umfram seðlabanka annarra þjóða hefur hann komið af stað óstöðugleika sem hann svo kennir öðrum um.
    Heldur hann að grímulaus varðstaðan hans um fjármagnseigendur fari fram hjá nokkrum manni?
    Rísum upp og mótmælum græðgi stöku elítunnar.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár