Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.

Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
Verkfallsdagur Tvö börn Sólveigar og Jóns Hauks eru á leikskólaaldri. Verkfallið hefur því sett strik í reikninginn fyrir fjölskylduna en í henni er einnig drengur á grunnskólaaldri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Gylfadóttir á tvö börn á leikskólaaldri með eiginmanni sínum Jóni Hauki Ólafssyni. Sólveig hefur misst úr vinnu vegna verkfalls í leikskóla barnanna en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Samviskubit er farið að læðast að henni vegna fjarverunnar, því hún er vel meðvituð um undirmönnunina á spítalanum. 

Ef ekki leysist úr deilunni sjá hjónin fram á að vera heima með börnin þar til í ágúst þar sem sumarfrí í leikskólanum hefst um svipað leyti og verkfallinu á að ljúka. 

Fólkið sem er í verkfalli starfar víða í samfélaginu, meðal annars í íþróttamiðstöðvum og leikskólum. Það á það sameiginlegt að vera félagsfólk stéttarfélagsins BSRB.

Um 2.500 manns eru nú í verkfalli en deilan er á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Henni hefur siglt í strand. 

BSRB krefst þess að 7.000 félagsmenn þeirra fái 128.000 króna eingreiðslu frá sveitarfélögunum vegna þess að síðan um áramót hefur félagsfólk þeirra verið með lægri laun en félagsfólks Starfsgreinasambandsins (SGS) með sömu menntun og reynslu sem sinnir sömu störfum. Ástæðan fyrir því er sú að SGS og BSRB gerðu mislanga samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur hafnað eingreiðslukröfu BSRB og segir formaður samninganefndarinnar að hún eigi ekki rétt á sér. 

Reyna að brjóta daginn upp í verkfalli

„Það verður kannski smá truflun, við erum á bókasafni,“ sagði Sólveig þegar hún tók við símtali blaðamanns í gærmorgun. 

FjölskyldustundSólveig reynir sitt besta til þess að njóta tímans sem hún fær með börnunum sínum, en segir erfitt að vera foreldri í verkfalli og komast ekki til vinnu.

Hún hefur reynt að hafa ofan af fyrir börnunum sínum eins og hægt er síðan verkfallið hófst, til dæmis með því að fara í húsdýragarðinn og leika við þau. 

„En maður finnur alveg hvað þau eru eirðarlaus og stutt í grátinn hjá þeim og pirring,“ sagði Sólveig. 

Hún hefur þurft að taka orlofsdaga í vinnu vegna verkfallsins. „Maður er náttúrulega með samviskubit yfir því að geta ekki mætt til vinnu,“ sagði Sólveig.  „Það er vont að vita af undirmönnun nú þegar og svo kemst maður ekki. Þetta er mjög erfitt.“

Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið á mánudag án árangurs. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og stendur hvor hlið hörð á sínu. Verkfall leikskólastarfsfólks mun standa til 5. júlí nema samkomulag náist fyrir þann tíma.

„Það er bara mjög vond tilfinning að vita ekki hvað maður gerir á morgun, hvernig verði í næstu viku, hvort maður komist til vinnu,“ segir Sólveig.

Deilan í hnút

Ekkert sést í land fyrir hinar fjölmörgu fjölskyldur sem verkfallið hefur áhrif á. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, segir að samtökin ætli ekki að gangast við kröfu BSRB þar sem það geti opnað á að fleiri stéttarfélög óski eftir eingreiðslum vegna samningsatriða sem þau eru ósátt við í samningum sem þegar hafa verið undirritaðir. 

„Það er grundvallaratriði að samningar verði að standa,“ segir Inga Rún.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, bendir aftur á móti á að staðan sem komin sé upp, þar sem sveitarfélögin greiði fólki sem sinnir sömu störfum ójafnt, sé fordæmalaus og því muni önnur stéttarfélög ekki geta gert sömu kröfu. 

Eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu eru sveitarfélög landsins illa stödd fjárhagslega og segir Inga Rún að þau vilji frekar verja fjármunum sínum í hækkun lægstu launa en eingreiðslu. Ef sveitarfélögin myndu samþykkja kröfu BSRB um 128.000 króna eingreiðslu fyrir félagsmennina 7.000 myndi það kosta þau um það bil einn milljarð. BSRB hefur bent á að það sé um 0,3% af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna. 

Á meðan Inga Rún telur alla ábyrgð á launamisræminu á BSRB, þar sem staðið hafi til boða fyrir félagið árið 2020 að undirrita sama samning og SGS undirritaði skömmu áður, segir Sonja að mikill ágreiningur sé uppi um það hvað varð til þess að samningurinn við BSRB hafi verið með annan gildistíma en sá við SGS. Í 20 ár höfðu þessir samningar fylgst að og falið í sér sömu kjarabætur og gerði BSRB því ráð fyrir að það væri einnig staðan árið 2020. Inga Rún segir að hún hafi ítrekað boðið BSRB að undirrita sama samning og SGS hafi fengið en það hafi BSRB ekki viljað. 

Önnur fjölskylda á leikskólanum

Eins og auðséð er á mismunandi sjónarmiðum Sonju annars vegar og Ingu Rúnar hins vegar er deilan í hnút. Börn Sólveigar munu því þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að komast aftur í sína hefðbundnu leikskóladagskrá með vinum sínum og starfsfólkinu. 

„Krakkarnir elska að fara í leikskólann,“ segir Sólveig, sem óskar þess að hægt sé að semja við starfsfólkið um mannsæmandi laun sem fyrst. „Þetta er fólk sem þau eru með átta tíma á dag, alla virka daga. Þetta er bara önnur fjölskylda, krakkarnir á leikskólanum og starfsfólkið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár