Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

NOVIS blekkti íslenska neytendur með grófum hætti og hefur verið svipt starfsleyfi

Starfs­leyfi trygg­inga­fé­lags sem hef­ur selt þús­und­um Ís­lend­inga trygg­ing­ar var aft­ur­kall­að í gær. Því er nú óheim­ilt að stunda trygg­inga­starf­semi. Ís­lenska fjár­mála­eft­ir­lit­ið hef­ur haft fé­lag­ið, NOVIS, til rann­sókn­ar svo mán­uð­um skipt­ir.

NOVIS blekkti íslenska neytendur með grófum hætti og hefur verið svipt starfsleyfi
Seðlabankinn Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafði verið með NOVIS til rannsóknar síðan í október í fyrra. Mynd: Seðlabanki Íslands / sedlabanki.is

Líftryggingafélagið NOVIS, sem hefur selt þúsundum íslenskra neytendum tryggingar í gegnum dreifingaraðila hérlendis, hefur verið svipt starfsleyfi sínu af seðlabanka Slóvakíu. Ákvörðun hans um að afturkalla leyfið gildir frá deginum í gær og frá þeim tíma er NOVIS óheimilt að stunda vátryggingarstarfsemi að undanskilinni þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að framfylgja kröfum félagsins og gera upp skuldbindingar þess. Í því felst að NOVIS má ekki gera nýja samninga. 

Frá þessu er greint á vef Seðlabanka Íslands í dag. NOVIS, sem hóf starfsemi árið 2014, hefur selt vátryggingaafurðir í gegnum útibú í Austurríki, Tékklandi og Þýskalandi en í gegnum dreifingaraðila á Íslandi, í Finnlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Ungverjalandi og á Ítalíu. 

Í gær, sama dag og slóvakíski seðlabankinn svipti NOVIS starfsleyfinu, birti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands niðurstöðu athugunar sinnar á breytingum félagsins á vátryggingaskilmálum. Sú athugun hófst í október í fyrra vegna skilmálabreytinga á tveimur vátryggingatengdum fjárfestingaafurðum NOVIS, Wealth Insuring og Life Savings Plan. Skilmálabreytingarnar snéru að því að fella brott allar tilvísanir til fjárfestingaeininga og fastrar tengingar þeirra við eina evru. Í niðurstöðuskjalinu segir: „Það þýðir að eftir skilmálabreytingarnar voru Wealth Insuring og Life Savings Plan afurðirnar ekki skilgreindar sem einingatengdar afurðir út frá ákvæðum skilmála þeirra. Hins vegar var um að ræða skilmálabreytingar sem snéru að því að draga úr skyldu NOVIS til að fjárfesta innstæðum tryggingareikninga viðskiptavina sinna (greiddum iðgjöldum) að fullu. Þetta þýðir að eftir skilmálabreytingarnar var NOVIS ekki lengur skylt að fjárfesta öllum iðgjöldum sem viðskiptavinur hefur greitt félaginu, viðkomandi viðskiptavini til hagsbóta.“

Misvísandi og blekkjandi upplýsingar

Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu, út frá fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum, að NOVIS hefði „veitt vátryggingartökum á Íslandi misvísandi og blekkjandi upplýsingar um skilmálabreytingarnar þannig að þeim hafi verið nánast ómögulegt að átta sig á þýðingu breytinganna og taka upplýsta ákvörðun um hvort þær samræmdust hagsmunum þeirra. Þá breytti félagið skilmálunum á grundvelli þegjandi samþykkis, þ.e. hreyfðu vátryggingartakar ekki við andmælum öðluðust skilmálabreytingarnar gildi.“

Upplýsingagjöf félagsins um ástæðu, tilgang og mögulegar afleiðingar skilmálabreytinganna fyrir þegar gerða vátryggingarsamninga við íslenska vátryggingartaka hafi þannig falið í sér gróft brot á ákvæðum laga og reglna um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Eftirlitið taldi brot NOVIS gróf, meðal annars með tilliti til yfirburðastöðu félagsins gagnvart viðskiptavinum sínum. 

Fjármálaeftirlitið gerði því kröfu um að NOVIS myndi afturkalla allar skilmálabreytingarnar, að vátryggingartökum yrði greint frá því skriflega, að félagið myndi upplýsa dreifingaraðila sína á Íslandi um ákvörðun eftirlitsins í málinu og að NOVIS myndi senda því staðfestingu á framkvæmd allra úrbótakrafna. 

NOVIS fékk frest til 8. júní að ljúka við úrbæturnar. Tveimur dögum áður en sá dagur rann upp var NOVIS svipt starfsleyfi. 

Trygg­ingar frá NOVIS hafa verið seldar íslenskum neyt­endum í gegnum dreif­ing­ar­að­ila hér­lend­is, en stærstur þeirra hefur verið félagið Trygg­ingar og ráð­gjöf ehf. Seðlabankinn hefur ítrekað birt upplýsingar um að NOVIS hafi ekki hagað starfsemi sinni í samræmi við lög og vitnað þar til úrskurða sem Seðlabanki Slóvakíu hefur fellt. Það gerðist til að mynda í janúar í fyrra

Þá hafði NOVIS ekki stundað starfsemi sína með varfærnissjónarmið að leiðarljósi auk þess sem Seðlabanki Slóvakíu taldi félagið ekki hafa haft nægi­legt gjald­þol til að mæta þeim kröfum sem trygg­inga­fé­lög á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu þurfa að fram­fylgja.

Í sam­tali við Kjarn­ann á þeim tíma sagði Hákon Hákon­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Tryggingar og ráðgjafar, að félagið hefði selt trygg­ingar frá NOVIS fyrir um tíu þús­und manns. Sam­kvæmt árs­reikn­inga­skrá keypti félagið þjón­ustu til end­ur­sölu fyrir um 404 millj­ónir króna árið 2020 og 483 milljónir króna árið 2021.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár