Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Aðgerðir „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir svörum frá forsætisráðherra í upphafi þingfundar um það sem fram fór á sérstökum aukafundi ríkisstjórnarinnar um stöðuna í efnahagsmálum í ráðherrabústaðnum fyrr í dag. 

Á sérstökum fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna til umræðu, auk frumvarps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu sem felur í sér breytingar á lögum um almannatryggingar og húsnæðisbætur. 

ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, gaf lítið fyrir málflutning formanns Viðreisnar á þingfundi í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði formenn stjórnmálaflokkanna sömuleiðis á fund í morgun. Lítið kom hins vegar fram á þeim fundi um fyrirhugaðar aðgerðir ef marka má orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Þær eru ekki betur á veg komnar en svo að á fundi formanna stjórnmálaflokkanna nú í morgun var ekki hægt að greina frá inntaki þeirra því að það þyrfti frekari snúning í ríkisstjórninni og í þingflokkunum og meiri hluta fjárlaganefndar, eins og þessi staða hafi verið að teiknast upp bara núna í síðustu viku,“ sagði Þorgerður í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra. 

Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar kosti venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á dag

„Það er auðvitað fagnaðarefni að ríkisstjórnin sé að vakna af draumsvefni um frumjöfnuð og hagvöxt, en hverju breytir það fyrir fólkið sem greiddi 130.000 krónur í afborgun af 40 milljón króna láni fyrir ári en borgar nú 360.000 krónur af sama láni? Sinnuleysi forsætisráðherra og ríkisstjórnar kostar venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á hverjum degi.“

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,
um aukafund ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum.

Forsætisráðherra sagði málflutning formanns Viðreisnar dæmalausan og sakaði Þorgerði Katrínu um minnisleysi. „Því hér eru svo sannarlega búnar að vera mótvægisaðgerðir vegna stöðunnar í efnahagsmálum allt árið,“ sagði Katrín og nefndi aukinn húsnæðisstuðning og hækkun almannatrygginga sem dæmi. „Hér er talað eins og ekkert hafi verið gert, það er rangt.“

Katrín sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að takast á við ástandið í efnahagsmálum miða að því að stemma stigu við þenslu. Aðgerðirnar, að sögn forsætisráðherra, snúa að því að „tryggja kjör almennings í þessu landi í gegnum verðbólguna“. 

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín, það væri vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin er að vakna. Spurningunni sé þó ekki enn svarað. „Eftir 13 stýrivaxtahækkanir í röð sér ríkisstjórnin núna loksins tækifæri á því að bregðast við til að svara fólkinu sem fer úr 140.000 króna afborgun af láni í 360.000, af því að hún hefur ekki svarað. Hún verður að segja af hverju og hvað breyttist. Hvað varð til þess að hún vaknaði af þessum þyrnirósarsvefni?“

Katrín sagði málflutning Þorgerðar ekki standast skoðun þar sem hún hafi sjálf verið mað sama málflutninginn um stöðu efnahagsmála, „ óháð verðbólgu, óháð atvinnuástandi, óháð hagvexti hefur þetta verið málflutningurinn alveg frá árinu 2018. Það er ekkert verið að gera í efnahagsmálum og það er ekki verið að bregðast rétt við.“ Katrín sagðist þá velta því fyrir sér hvernig þingmenn Viðreisnar ætla að útskýra það að afkoma á frumjöfnuði sé nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. 

„Hvernig ætla háttvirtir þingmenn Viðreisnar að útskýra það þegar hér er alltaf talað eins og húsið sé að brenna, sé brunnið, alveg sama hver staðan er í rauninni í efnahagsmálum?“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Katrín gefur kannski lítið fyrir orð Þorgerðar en stærstur hluti þóðarinnar gefur ekki neitt fyrir orð Katrínar enda hefur hún svikið nánast alt sem hún lofaði fyrir 6-7 árum síðan og búin að glata öllu trausti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár