Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Aðgerðir „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir svörum frá forsætisráðherra í upphafi þingfundar um það sem fram fór á sérstökum aukafundi ríkisstjórnarinnar um stöðuna í efnahagsmálum í ráðherrabústaðnum fyrr í dag. 

Á sérstökum fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna til umræðu, auk frumvarps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu sem felur í sér breytingar á lögum um almannatryggingar og húsnæðisbætur. 

ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, gaf lítið fyrir málflutning formanns Viðreisnar á þingfundi í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði formenn stjórnmálaflokkanna sömuleiðis á fund í morgun. Lítið kom hins vegar fram á þeim fundi um fyrirhugaðar aðgerðir ef marka má orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Þær eru ekki betur á veg komnar en svo að á fundi formanna stjórnmálaflokkanna nú í morgun var ekki hægt að greina frá inntaki þeirra því að það þyrfti frekari snúning í ríkisstjórninni og í þingflokkunum og meiri hluta fjárlaganefndar, eins og þessi staða hafi verið að teiknast upp bara núna í síðustu viku,“ sagði Þorgerður í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra. 

Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar kosti venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á dag

„Það er auðvitað fagnaðarefni að ríkisstjórnin sé að vakna af draumsvefni um frumjöfnuð og hagvöxt, en hverju breytir það fyrir fólkið sem greiddi 130.000 krónur í afborgun af 40 milljón króna láni fyrir ári en borgar nú 360.000 krónur af sama láni? Sinnuleysi forsætisráðherra og ríkisstjórnar kostar venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á hverjum degi.“

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,
um aukafund ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum.

Forsætisráðherra sagði málflutning formanns Viðreisnar dæmalausan og sakaði Þorgerði Katrínu um minnisleysi. „Því hér eru svo sannarlega búnar að vera mótvægisaðgerðir vegna stöðunnar í efnahagsmálum allt árið,“ sagði Katrín og nefndi aukinn húsnæðisstuðning og hækkun almannatrygginga sem dæmi. „Hér er talað eins og ekkert hafi verið gert, það er rangt.“

Katrín sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að takast á við ástandið í efnahagsmálum miða að því að stemma stigu við þenslu. Aðgerðirnar, að sögn forsætisráðherra, snúa að því að „tryggja kjör almennings í þessu landi í gegnum verðbólguna“. 

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín, það væri vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin er að vakna. Spurningunni sé þó ekki enn svarað. „Eftir 13 stýrivaxtahækkanir í röð sér ríkisstjórnin núna loksins tækifæri á því að bregðast við til að svara fólkinu sem fer úr 140.000 króna afborgun af láni í 360.000, af því að hún hefur ekki svarað. Hún verður að segja af hverju og hvað breyttist. Hvað varð til þess að hún vaknaði af þessum þyrnirósarsvefni?“

Katrín sagði málflutning Þorgerðar ekki standast skoðun þar sem hún hafi sjálf verið mað sama málflutninginn um stöðu efnahagsmála, „ óháð verðbólgu, óháð atvinnuástandi, óháð hagvexti hefur þetta verið málflutningurinn alveg frá árinu 2018. Það er ekkert verið að gera í efnahagsmálum og það er ekki verið að bregðast rétt við.“ Katrín sagðist þá velta því fyrir sér hvernig þingmenn Viðreisnar ætla að útskýra það að afkoma á frumjöfnuði sé nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. 

„Hvernig ætla háttvirtir þingmenn Viðreisnar að útskýra það þegar hér er alltaf talað eins og húsið sé að brenna, sé brunnið, alveg sama hver staðan er í rauninni í efnahagsmálum?“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Katrín gefur kannski lítið fyrir orð Þorgerðar en stærstur hluti þóðarinnar gefur ekki neitt fyrir orð Katrínar enda hefur hún svikið nánast alt sem hún lofaði fyrir 6-7 árum síðan og búin að glata öllu trausti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár