Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 16. júní 2023

Spurningaþraut Illuga 16. júní 2023

Fyrri mynd:

Hvaða ár var þessi fræga ljósmynd tekin?

Seinni mynd:

Hver er þetta?

1.  Hver var fyrsta konan sem var leikhússtjóri á Íslandi?

2.  Hver er stærsta kattartegund heimsins nú um stundir?

3.  Stytta af hvaða skáldi er næst Hljómskálanum í Reykjavík?

4.  Hvaða fótboltalið frá Spáni vann Evrópudeildina í karlaflokki í úrslitaleik fyrir viku síðan?

5.  Hver skrifaði skáldsöguna Gerplu?

6.  Hvaða íslenski banki kom á fót á sínum tíma hinum alræmdu Icesave-reikningum?

7.  Við brúðkaup í tilteknu þorpi urðu veisluhaldarar uppiskroppa með vín. Þar sem Jesús var einn af veislugestunum reyndist þó auðvelt að redda því. En hvar var þetta brúðkaup haldið?

8.  Hver er fimmta reikistjarnan frá sólinni?

9.  Nelson Piquet heitir karl einn sem nú er sjötugur en varð á níunda áratug síðustu aldar þrisvar heimsmeistari í tiltekinni grein. Hvaða grein var það? – og svarið þarf að vera hárnákvæmt!

10.  Hvað fann litla gula hænan?

11.  Hver samdi ljóðabókina Enginn dans við Ufsaklett: Ástin ein taugahrúga – og fékk tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs?

12.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Poznań?

13.  Sú mynd sem flestir hafa lækað á Instagram (rúmlega 75 milljón manns) var tekin 18. desember síðastliðinn, sem sé 2022. Raunar er um að ræða nokkrar myndir en langmest ber á einum ungum karlmanni. Hver ætli það sé?

14.  Við hvaða þéttbýlisstað er Robert James Fischer grafinn?

15.  Jórunn Sigurðardóttir lét af störfum hjá RÚV Rás eitt fyrir viku en hún hafði í árafjöld annast þar vinsælan þátt sem nefnist Orð um ... hvað?

Svör við myndaspurningum:

Fyrri myndin var tekin við innrásina í Normandí 1944. Seinni myndin er af söngkonunni Bríeti.

Svör við öðrum spurningum:

1.  Vigdís Finnbogadóttir.  –  2.  Tígrisdýrið.  –  3.  Jónas Hallgrímsson.  –  4.  Sevilla.  –  5.  Halldór Laxness.  –  6.  Landsbankinn.  –  7.  Í Kana.  –  8.  Júpíter.  –  9.  Í Formúlu 1.  Kappakstur dugar ekki!  –  10.  Fræ.  –  11.  Elísabet Jökulsdóttir.  –  12.  Póllandi.  –  13.  Leo Messi. Myndin er af fagnaðarlátum hans og félaga hans í argentínska landsliðinu í fótbolta þegar Argentínumenn urðu heimsmeistarar.  –  14.  Selfoss.  –  15.  Bækur.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár