Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.

Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Mynd: Haraldur Jónasson

Á meðal þess sem steytt hefur á er sú krafa BSRB-félaga að launamunur, sem verið hefur til staðar frá upphafi þessa árs á milli fólks sem vinnur jafnvel sömu störfin fyrir sveitarfélögin, verði á einhvern hátt jafnaður út afturvirkt.

SÍS hefur komið því á framfæri að forysta BSRB geti sjálfri sér um kennt, hún hafi ekki viljað gera lengri kjarasamning eins og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) gerðu. Þeirra samningur er í gildi út septembermánuð á meðan að BSRB-félögin voru með samninga út mars. Samkvæmt samningi SGS var launahækkun í byrjun janúar sem tók mið af launahækkunum á almennum vinnumarkaði, sem ekki var í samningum BSRB-félaganna.

Launahækkanir hafi aldrei verið lagðar á borðið

Sonja Ýr segir að „mjög mikill ágreiningur“ hafi verið á milli samningsaðila um hvað varð til þess að mislangir samningar voru gerðir við BSRB-félög annars vegar og félög innan SGS hins vegar, með þeim mun sem birst hefur í …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Aumingjatíðin í verkalýðshreyfingunni er greinilega að syngja sitt síðasta.

    Það hefur verið lenska atvinnurekenda áratugum saman að fela starfsfólki samtaka atvinnurekenda að svara eðlilegum kröfum launafólks um lagfæringar á kjarasamningum.

    Þ.e.a.s. starfsfólki sem hefur enga hagsmuni af því hvernig kjarasamningar eru gerðir á hverjum tíma. M.ö.o. ekki fólkið sem greiðir laun úr eigin fyrirtækjum.

    Þá hefur það verið kækur þessara aðila að smala saman öllum samtökum launafólks í einn pakka og þannig hefur verið komið í veg fyrir samningsfrelsi hverrar atvinnu-greinar fyrir sig.

    Breytir þá engu þótt atvinnurekendur og launafólk ákveð-inna starfsgreina séu sammála um nauðsyn á meiri launa-hækkun en miðstýrður kjarasamningur gerir ráð fyrir.

    Það er þá vísað til markaðslaunakerfis sem er helsta krabbamein efnahgsstjórnunar á Íslandi og valdið er þannig fært yfir launakjörunum fært yfir til ákveðinna atvinnurekenda og eðlilegt atvinnufrelsi tekið frá launafólki.

    Það fyrirkomulag hefur bitnað á láglaunafólki sérstaklega, á opinberu starfsfólki og á því fólki sem dregur fram lífið á launum frá Tryggingastofnun. Þetta er fyrirkomulagið sem samtök atvinnurekenda vilja hafa og hafa komist upp með.

    Þá hafa opinberir aðilar komist upp með að láta einhver apparöt gera samninga við opinbert starfsfólk. Í þeim fyrirbærum situr fólk sem nákvæmlega enga ábyrgð ber.

    Það gera auðvitað kjörnir fulltrúar almennings en þeir reyna gjarnan að halda sig í leynum. Slíkir aðilar eru auðvitað ekki trúverulegir fulltrúar almennings og starfsfólksins sem eru einnig kjósendur eins og aðrir íbúar í sveitarfélögunum.

    Það var auðvitað grátbroslegt á dögunum þegar einn starfsmaður SÍS eins samtök sveitarfélaga kallar sig. Þegar sá aðili talaði í fjölmiðla eins og hann hefði eitthvað með málið að gera vegna launabaráttu BSRB.

    Það var alltaf morgunljóst að BSRB ynni sigur í baráttu sinni. Ábyrgðin er og verður alltaf hjá kjörnum fulltrúum og kjörnir fulltrúar hafa nú verið dregnir að samningaborðinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár