Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sátti kveður sáttur: „Komið gott“

Að­al­steinn Leifs­son seg­ir ekk­ert eitt um­fram ann­að valda því að hann hafi ákveð­ið að láta af embætti rík­is­sátta­semj­ara. Verk­efn­in hafi ver­ið krefj­andi und­an­far­in þrjú og hann telji kom­ið gott. Oft og tíð­um hafi vinn­an ver­ið all­an sól­ar­hring­inn svo vik­um skipti.

Sátti kveður sáttur: „Komið gott“
Aðalsteinn Leifsson Ríkissáttasemjari segist hafa gætt þess vandlega að tjá sig ekki um valdheimildir embættisins, því þá sé „maður kominn í pólitík og það skemmir einfaldlega fyrir verkefninu, sem er sáttamiðlun.“ Mynd: RÚV

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir við Heimildina að það sé ekkert eitt umfram annað sem valdi því að hann hefur ákveðið að láta af embætti ríkissáttasemjara, heldur hafi undanfarin ár einfaldlega verið mjög krefjandi og hann telji komið gott, eftir rúm þrjú ár sem ríkissáttasemjari.

„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, en að sama skapi árangursrík, það hefur alltaf tekist að finna lendingar og lausnir í mörgum þungum erfiðum kjaradeilum. Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir þessu verkefni núna í nokkur ár finnst mér komið gott og kveð þetta starf, ánægður með árangurinn og þakklátur fyrir allt það góða fólk sem ég hef kynnst. En um leið langar mig að snúa mér að nýjum verkefnum,“ segir Aðalsteinn við Heimildina.

„Það var ég sem átti frumkvæðið að þessu og er sáttur og ánægður bæði með farinn veg og það sem framundan er,“ bætir hann við.

Aðspurður segir hann ekkert eitt valda þessari ákvörðun. Nú sé bara „komið gott“ og tímapunkturinn til að láta af störfum sé ákjósanlegur, en undirbúningur sé að hefjast í Karphúsinu fyrir næstu stóru kjaralotu á almennum vinnumarkaði. 

„Þú veist hvernig það hefur verið, það hefur verið mikil togstreita á vinnumarkaði og margar þungar og erfiðar kjaradeilur og það hefur verið mikil vinna að finna leiðina að lausninni sem oft og tíðum hefur verið þyrnum stráð. Ég er mjög sáttur með að þessi vinna hefur gengið vel og tekist, en að sama skapi hefur þetta verið oft og tíðum vinna allan sólarhringinn svo vikum skiptir,“ segir Aðalsteinn.

Hann segist áfram verða til staðar fyrir sáttasemjaraembættið og hjálpa til með þau mál sem þegar eru til staðar hjá embættinu, að allir boltast haldist á lofti og þau sem þangað leita fái góða þjónustu og samfellu. 

Ástráður Haraldsson héraðsdómari tekur við embætti sáttasemjara á morgun tímabundið. „Ég verð til staðar fyrir hann eins og hann telur henta,“ segir Aðalsteinn.

Hefur gætt þess að tala ekki um valdheimildir embættisins

Spurður beint að því hvort sú ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, að fresta fyrirhugaðri lagasetningu sem sögð var eiga að miða að því að tryggja heimildir ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum, svarar Aðalsteinn neitandi og bætir við að hann telji ekki rétt að tjá sig um skoðun sína á heimildum embættisins.

„Nei, það er þannig að ríkissáttasemjari starfar innan þess lagaramma sem Alþingi ákveður og túlkun dómstóla á lagaheimildunum hverju sinni. Ég hef gætt þess mjög vandlega að tala ekki um valdheimildir ríkissáttasemjara, þær eru viðfangsefni stjórnmálanna. [...] Ég hef gætt þess mjög vandlega að tala ekki um valdheimildir embættisins, því þá er maður kominn í pólitík og það skemmir einfaldlega fyrir verkefninu, sem er sáttamiðlun.“

Ertu búinn að ákveða hvað tekur við hjá þér? 

„Á næstunni verð ég í þessu verkefni að aðstoða hér og er með verkefni líka sem miðar að því að skoða og kanna líðan og viðhorf og starfsaðstæður samninganefnda. Ég ætla að skila af mér skýrslu um það og mögulega taka að mér einhver tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið á næstunni. Hvað tekur síðar við, ég tala bara um það seinna, en það er ekkert sem truflar þessi ábyrgðarstörf sem ég ætla að klára núna,“ segir fráfarandi ríkissáttasemjari.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár