Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ýja að kröfu um skaðabætur verði vindorkuver bönnuð á ákveðnum svæðum

Eig­end­ur vindorku­fyr­ir­tæk­is­ins Storm orku spyrja hvort al­menn­ing­ur yrði sátt­ur við að greiða tugi millj­arða í skaða­bæt­ur ef vindorku­ver verða bönn­uð á ákveðn­um svæð­um. Áætl­að­ar tekj­ur af einu vindorku­veri gætu að þeirra sögn num­ið 120–180 millj­örð­um á líf­tíma þess, sem yf­ir­leitt er áætl­að­ur um 20–25 ár.

Ýja að kröfu um skaðabætur verði vindorkuver bönnuð á ákveðnum svæðum
Virkjun Storm Orka áformar 130 MW vindorkuver í Dalabyggð. Verið myndi telja um 40 vindmyllur sem hver um sig yrði líklega um 180 metrar á hæð. Mynd: Shutterstock

Ef ný vindrammaáætlun bannar vindlundi á ákveðnum svæðum, má þá gera ráð fyrir að landeigendum og þróunaraðilum verði bættur skaðinn?“ spyr Magnús Jóhannesson, annar eigenda Storm orku, fyrirtækis sem áformar vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Í umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda um skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýtingu vindorku, segir Magnús áætlaðar tekjur af einu vindorkuveri geta numið 120–180 milljörðum á líftíma þess. „Ef 5 vindlundir verða bannaðir þá eru þetta samtals um 600 til 900 milljarðar,“ skrifar hann. „Er almenningur sáttur við að slíkar skaðabætur séu greiddar úr ríkissjóði?“

Líftími vindorkuvers er yfirleitt sagður 20 til 25 ár. Samkvæmt því sem Magnús heldur fram geta því tekjur af einu slíku veri verið yfir 7 til 9 milljarðar á ári.

Fjöldi vindmylla og afl þeirra hefur þar mest áhrif. Verið sem Storm orka vill reisa myndi telja …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það vantar í þessa grein uppýsingar um á hvaða forsendum umræddur Magnús telur geta skapast skaðabótaskyldu og hjá hverjum. Er verið að svipta hann einhverjum rétti eða hagsmunum sem hann hefur í hendi?
    0
  • Birgir Steingrimsson skrifaði
    Beinn afleiðing af orkupökkum ESB.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Menn hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að vindorkuver verða ekki leyfð hvar sem er ef þau verða yfirleitt leyfð.
    Annað væri algjört virðingarleysi við náttúruna og myndi ótvírætt hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og gæti í raun lagt hann í rúst.
    Það má því aðeins leyfa vindorkuver á fáum vel völdum stöðum og banna þau á öllum öðrum stöðum. Það hefðu menn átt að geta séð fyrir.
    5
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Ótrúleg ósvífni hjá þessum Magnúsi að vera með hótanir í okkar garð ? Hvers vegna hefur þessi persóna bara verið með hótanir gagnvart nærsamfélaginu þar sem hann er að setja upp vindmyllu ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár