Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.

Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Hjólaþjóð Talið er að á Kaupmannahafnarsvæðinu séu allt að fjórar milljónir reiðhjóla. Mynd: Pexels

Á hverjum degi grípa hundruð Dana í tómt þegar þeir ætla að stíga á bak járnhestinum. Sundursagaður lás er það eina sem blasir við þar sem eigandinn skildi við hjólið. Þótt mest sé um slíka þjófnaði á nóttunni hverfa hjólin líka um hábjartan dag.

Talið er að á Kaupmannahafnarsvæðinu séu allt að fjórar milljónir reiðhjóla, það samsvarar tvöföldum íbúafjölda á þessu svæði. Reiðhjólið er mikilvægt samgöngutæki, um það bil helmingur íbúa Kaupmannahafnar sveiflar sér á bak hjólhestinum þegar haldið er til daglegra starfa, eða annarra erinda hverju nafni sem nefnast. Það hjóla allir: dansarar og dúklagningamenn, lögfræðingar og ljósmæður, málarar og matreiðslumenn, bakarar og brunaverðir, ráðherrar og ráðsettar frúr, prestar og pennaviðgerðamenn o.s.frv.

Kaupmannahafnarborg birtir árlega greinargerð um hjólreiðar í borginni.  Þarna er að finna hafsjó upplýsinga um allt það sem við kemur þessum samgöngumáta. Áhugamenn geta þannig til dæmis fylgst með breytingum og viðbótum á hjólastígum, tölum um fjölda þeirra sem fara um helstu umferðaræðar borgarinnar og margt, margt fleira.   

Tilkynningaflóð

Í árlegu yfirliti dönsku lögreglunnar má lesa að á síðasta ári var lögreglunni að meðaltali tilkynnt um tvö hundruð tuttugu og átta stolin reiðhjól á degi hverjum, flest í höfuðborginni. Lögreglan telur að ekki berist tilkynningar um nándar nærri öll þau hjól sem tekin eru ófrjálsri hendi. Fyrir því eru ýmsar ástæður, ein er sú að sá sem stolið er frá hefur kannski sjálfur hnuplað hjólinu og þá er betra að láta kyrrt liggja en að tilkynna. Þeir sem kaupa nýtt hjól hjá reiðhjólasala geta látið skrá það og keypt tryggingu og fá hjólið bætt verði því stolið. Dönsku tryggingafélögin greiddu í fyrra jafngildi ríflega sex milljarða íslenskra króna vegna stolinna hjóla. Þjófnaði á reiðhjólum tekst sjaldnast að upplýsa og dómar í slíkum málum örfáir á ári hverju.

Hverjir eru þjófarnir?

Reiðhjólaþjófnaðir eru ekki nýtt fyrirbæri í Danmörku. Í yfirliti lögreglunnar kemur fram að skipta megi reiðhjólaþjófum í fjóra hópa. Í fyrsta hópnum eru þeir sem stela hjóli til að vera fljótari í förum og skilja svo hjólið eftir þegar á áfangastað er komið. Í næsta hópi eru þeir sem stela hjóli og slá eign sinni á það. Í þessum hópi er iðulega fólk sem fylgst hefur með hjóli sem staðið hefur óhreyft dögum eða vikum saman og allt bendir til að eigandinn hafi sagt skilið við það. Í þriðja hópnum er endursölufólk, sem stelur hjólum gagngert til að selja öðrum. Lögreglan segir að í þessum hópi sé fólk sem tekur að sér að stela „eftir pöntunum“. Fjórði hópurinn er „næturvinnumenn“, eins og lögreglan kallar það. Það eru gjarnan útlendingar sem keyra um að næturlagi á sendiferðabílum og þegar búið er að fylla bílinn er ekið rakleiðis úr landi. Nægur markaður virðist fyrir reiðhjól víða í Evrópu og ekki spurt hvaðan þau koma. „Næturvinnumennirnir“ sækjast nú í auknum mæli eftir dýrari hjólum en áður var.

Auðveld tekjulind

Sá hópur hjólaþjófa sem lögreglan kallar endursölufólk er ekki talinn fjölmennur en er hins vegar talinn hafa umtalsverðar tekjur af iðju sinni. Undir þetta tók fyrrverandi endursölumaðurinn „Daniel“ sem ræddi við fréttamann danska útvarpsins, DR, skömmu fyrir síðustu áramót. Hann sagði mjög auðvelt að afla mikilla tekna með hjólastuldi. „Ég hafði ekki mikið fyrir að þéna 30 þúsund krónur á viku (600 þúsund íslenskar krónur). Ég var í nokkur ár í þessum bransa og þekki vel til enn þá. Það eru ákveðnar tegundir hjóla sem margir sækjast eftir og þegar maður kann á markaðinn er þetta ótrúlega auðvelt.“

145
Fyrirtækið Just Eat, sem annast heimsendingar á tilbúnum mat, hefur á einu ári misst 145 rafmagnshjól í hendur þjófa.

Markaðurinn hefur breyst

Áðurnefndur „Daniel“ sagði í viðtalinu við danska útvarpið að markaðurinn hafi breyst. Nú sækist kaupendur í auknum mæli eftir dýrari hjólum, gjarnan svonefndum rafmagnshjólum, en þeim hefur fjölgað mjög í Danmörku á allra síðustu árum. Margir Danir velji nú rafmagnshjólin í stað þess að eiga tvo bíla, eða jafnvel bíl yfirleitt. Vinsældir svonefndra fjalla- eða keppnishjóla hafa líka aukist mikið og slík hjól eru umtalsvert dýrari en „hliðgrindin“, eins og venjuleg hjól eru stundum kölluð. Ein gerð hjóla sem nýtur sívaxandi vinsælda eru hin svokölluðu Kristjaníuhjól, með tveimur framhjólum og kassa á milli. Slík hjól geta kostað sem svarar hálfri milljón íslenskra króna. Andreas Juchli rekur hjólaleigu í Kaupmannahöfn, hann sagðist í viðtali hafa séð á bak tugum reiðhjóla á síðustu fjórum árum, þar á meðal ellefu Kristjaníuhjólum, fyrir utan rafhlöður, lása og hleðslutæki. Hann metur tjón sitt af völdum þjófnaða á 350 þúsund krónur, það samsvarar 7 milljónum íslenskum. Fyrirtækið Just Eat, sem annast heimsendingar á tilbúnum mat, hefur á einu ári misst 145 rafmagnshjól í hendur þjófa. Talsmaður fyrirtækisins sagði dæmi um að þjófar hefðu stöðvað starfsmenn á leið til viðskiptavina, neytt þá til að afhenda hjólin, og þeyst á brott, jafnvel með matinn í farangursboxinu.

Breytt verksmiðjunúmer gera lögreglu erfitt fyrir

Ný reiðhjól bera sérstök verksmiðjunúmer, sem oftast eru þrykkt (stönsuð) á hjólastellið, iðulega á tveimur stöðum. Þjófarnir eru ekki í miklum vandræðum með að afmá slík merki, eða breyta þeim, þannig að erfitt er að greina upphaflega númerið. Samtök tryggingafélaga hafa bent á ýmsar leiðir til að gera þjófum erfiðara fyrir að breyta verksmiðjunúmerum. Meðal annars að sérstakur kóði verði settur á stellið, undir lakkið, einnig að komið verði upp eigendaskráningu og lögregla fái heimildir til að stöðva hjólreiðamenn og kanna hvort viðkomandi sé skráður eigandi. Henrik Rejnholt Andersen þingmaður, sem danska útvarpið ræddi við, sagði þessar hugmyndir um eigendaskráningu og heimildir lögreglu kannski góðra gjalda verðar en jafnframt óraunhæfar. „Lögreglan hefur ærin verkefni á sinni könnu,“ sagði þingmaðurinn. Samkvæmt gildandi lögum hefur lögreglan ekki heimild til að stöðva hjólandi einstakling til að kanna hvort viðkomandi eigi reiðhjólið nema rökstuddur grunur sé um að svo sé ekki eða viðkomandi hafi brotið umferðarlögin.

Ný löggjöf í undirbúningi

Í bígerð er ný löggjöf um lögregluna og Karina Lorentzen þingmaður sagðist í viðtali við danska útvarpið vonast til að þar yrði að finna breytingar varðandi heimildir lögreglunnar á þessu sviði. Í skriflegu svari við fyrirspurn danska útvarpsins sagði Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra að embættismenn ráðuneytisins ættu í viðræðum við starfsfólk Ríkislögreglustjóra varðandi breytingar á lögum um lögregluna, þar á meðal um það sem snýr að hjólreiðum og hjólreiðamönnum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár