Í ársbyrjun 1997 hófst söfnun á fernum formlega á Íslandi. Í stað þess að fara í sérsöfnun á fernum var ákveðið að segja fólki að koma eins mörgum fernum fyrir í plastpoka og hægt er og setja í söfnunargám sem var fyrir pappír. Fjallað var vel um átakið í fjölmiðlum á sínum tíma, en svo virðist sem verkefnið hafi ekki farið vel af stað. Kvörtuðu forsvarsmenn Sorpu yfir því að of fáar fernur væru í hverjum poka og það kostaði of mikla peninga og tíma fyrir starfsmenn Sorpu að handflokka poka úr pappírnum sem voru eingöngu með örfáum fernum í.
Þessi kostnaður, við að flokka pokana fulla af fernum frá pappírnum og koma þeim til endurvinnslu, var byrjaður að finnast innan framkvæmdastjórnar Sorpu. Árið 2003, þegar Úrvinnslusjóður var stofnaður, var sett sérstakt úrvinnslugjald á fernur. Var ákveðið að gjaldið yrði 59 til 73 aurar á hverja fernu, eða um 23 …
Athugasemdir (1)